Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Qupperneq 56

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Qupperneq 56
föstudagur 16. mars 200758 Helgarblað DV TónlisT Geðveikislega-smúð-tíðaranda-bræðingur Á ferðum mínum um Bretlands- eyjar tók ég fljótlega eftir hljómsveit- inni Mr. Hudson & The Library. Þeir voru á allra vörum og með skilti í flestum sölum. Diskurinn Tale of Two Cities kom út þann fimmta mars. Tónlistin er nokkurs kon- ar bland af bresku eðal-indí rokki, léttu garage, a la The Streets, Ska, reggí og almennu fjöri. Ég er ekki frá því að Mr. Hudson & The Library sé besta band sem að ég hef heyrt í lengi. Tónlistin er fersk og ótrúlega þægileg áhlustunar og diskurinn rennur mjúklega í gegn. Söngvar- arnir Ben Hudson og Joy Joseph eru mjög góðir, og eins og svo oft gerist nú á dögum er ekki búið að ofvinna vókal-upptökur heldur eru þær þægi- lega hráar og mjúkar. Hiphop-áhrifin á plötunni leyna sér, í alvöru. Í ein- lægum textum má oft greina rapp- slangur inn á milli og notast er við trommuheila, raftromm- ur og álíka en ekki lifandi sett og svo nefna allir hljómsveita- meðlimir þá Dr.Dre og J-dilla sem sin helsta innblástur. Tón- listarbræðingurinn á plötunni er algjör afleiðing tíðarandans, sem mun kannski valda því að platan verður ekki langlíf. Hins vegar mun hún eiga langt líf í mínum spilara, þar sem ég verð að segja að fyrsta lag plötunn- ar, On The Street Where You Live, gefur mér alveg hrikalega gæsahúð og vekur upp ótrú- legustu minningar. Í raun bregst það ekki að ég þarf alltaf að fara á klósett- ið eftir að hafa heyrt lagið. Lögin sem fylgja á eftir, Take Us Somwhere New og Too Late Too Late eru líka stór- kostleg. Tale of Two Cities er góður diskur, sem allir ættu að kíkja á, en með réttu hugarfari, því það er svona tónlist sem gerir heiminn að betri stað að búa á. „Þetta er gagnkvæmur áhugi sem er í gangi og í gegnum árin höfum við oft rætt um að vinna saman einn daginn. Við létum svo bara verða af því fyrir plötuna Volta,“ segir ís- lenska tónlistarkonan Björk Guð- mundsdóttir um samstarf sitt súper- pródúsentsins Timbaland. Mikið hefur verið rætt um sam- starfið en Timbaland er heitasti pró- dúsentinn í poppheiminum í dag og virðist allt sem hann kemur nálægt ná miklum vinsældum. Timbaland hefur unnið mikið með Justin Tim- berlake og Nelly Furtado sem að hafa bæði verið á toppi vinsældar- lista undanfarið. Örvæntir ekki „Það er ekki eins og ég hafi verið í örvæntingafullri leit að heitasta pró- dúsernum,“ lýsir Björk yfir. „Mér hef- ur bara fundist í lengri tíma að við séum mjög, mjög ólík en þrátt fyrir það höfum við þetta litla eitthvað sem við eig- um sameigin- legt,“ segir Björk um samstarfið en Timbaland vann fyrst með henni þeg- ar hann mixaði lag- ið hennar Joga fyrir Missy Elliott lagið Hit Em Wit Da Hee árið 1997. „Ætli ég hafi ekki bara verið til í smá has- ar í tónlistinni minni,“ heldur Björk áfram. „Það er kannski þess vegna sem að þetta varð stundin sem við ákváðum að vinna saman.“ 4 lög með Timbaland Björk og Timbaland unnu að fjór- um lögum saman en ekki víst hversu mörg þeirra verða á plötunni Volta sem er væntanleg í verslanir 7.maí næstkomandi. Platan mun innhalda tíu lög. Björk vinnur einnig með Ís- landsvininum Antony Hegarty úr hljómsveitinni Antony & the John- sons í laginu My Juvenile. Þá mun platan einnig innhalda lög sem heita Innocence, Hope, I See Who You Are, Declare Independence, Earth Intruders, Dull Flame of Desire og Wanderlust. Það verður mikið að gera hjá Björk í sumar og verður hún með- al annars eitt af aðal nöfnunum á Glastonbury hátíðinni sem byrjar 22.júní í Skotlandi. asgeir@dv.is Funheitur timbaland er heitasti pródúserinn í poppinu í dag Björk Guðmundsdóttir segir samstarfið til komið af gagnkvæmum áhuga Timbaland færir Björk hasarinn Sönkonan Björk Guðmundsdóttir tjáði sig nýlega í viðtali við MTV-sjónvarpsstöðina um hið margrómaða samstarfs sitt við pródúserinn Timbaland sem er sá stærsti í poppinu í dag. Timbaland, Nelly Furtado og Justin Timberlake timbaland semur tónlistina fyrir heitustu stjörnurnar í dag TónlisTardómur H H H H H Mercury/Universal Mr.Hudson & The Library Tale of Two Cities Mr.Hudson & the Library Eitt ferskasta band sem ég hef heyrt í lengi. Útgáfu- tónleikar ólafar arn- alds Næstkomandi miðvikudag, þann 21. mars, heldur Ólöf arnalds útgáfutón- leika ásamt fríðu föruneyti á Nasa við austurvöll. Húsið opnar klukkan 20:00 og hefjast tónleikarnir klukkan 21.00. forsala aðgöngumiða er í 12 tónum, skólavörðustíg 15 og er miðaverð þúsund krónur. Ætlunin er að skapa friðsælt og þægilegt andrúmsloft á tónleikunum. Boðið verður upp á fleiri sæti en venjan er og þeim komið fyrir á stóru dansgólfi Nasa. Þannig á að skapa gott umhverfi til að njóta tónlistar Ólafar og félaga hennar. af þessum sökum er fjöldi aðgöngumiða takmarkaður. Tónlistar- veisla í lond- on og leeds Það verður mikið um dýrðir á O2 tónlistarhátíðinni í Englandi í sumar. tónleikarnir fara fram á tveimur stöðum sömu helgina, Hyde Park í London og Harewood House í Leeds. tónlistarhátíðin fer fram dagana 14. - 17. júní. sömu hljómsveit troða upp á hátíðinni yfir helgina á báðum stöðum. meðal hljómsveita sem koma fram má nefna the White stripes, Queens Of the stone age, Kaiser Chiefs, faithless, Badly drawn Boy og daft Punk. Mr Hudson & The Library - A TALe oF Two CiTies Arcade Fire - NeoN BiBLe J - Dilla - THe RuFF DRAFT Re-issue Redman -ReD GoNe wiLD The Klaxons - MyTHs oF THe NeAR FuTuRe Gus Gus - FoReveR Air - PoCeT syMPHoNy Kíktu á þessa TónlisTaraKademía dV seGir:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.