Fréttatíminn - 12.11.2010, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 12.11.2010, Blaðsíða 4
„Þetta er alger snilldarbók … ofboðslega góð skáldsaga.“ Egill HElgason / Kiljan BóK ársins? Hreinsun eftir Sofi Oksanen er skáldsagan sem allir eru að tala um 2. prentu n væntanle g veður Föstudagur laugardagur sunnudagur N-átt og fremur kalt í veðri. Hríðarveður og sNjókoma NorðaNlaNds og á vestfjörð- um, eN úrkomulaust og bjart syðra. Höfuðborgarsvæðið: NorðaN strekkiNgs- viNdur, allt að 15 m/s í vesturbæNum og á sel- tjarNarN. skýjað eN úrkomulaust. miNNkaNdi N-átt og fremur vægt frost. ÉljaagaNgur verður NorðaN- og austaNtil, eN bjart suNNaNlaNds og vestaN. Höfuðborgarsvæðið: léttskýjað, eN áfram N-gola og hiti uNdir frostmarki. Hægur viNdur og víðast lÉttskýjað. tals- vert frost verður, eiNkum í iNNsveitum NorðaN- og austaNlaNds. Höfuðborgarsvæðið: froststilla og bjartviðri. vetrarveður og skíða- snjór um helgina Það bítur frostið þegar blæs eins og nú er raunin. vindkæling á bert hörund er mikil og hugtakið skítakuldi fær sína réttu merkingu. á sunnudag gengur N-áttin niður og þá er búist við fallegu vetrarveðri með stillu og lágri nóvembersólin. frotið gæti farið niður í 10-20 stig í innsveitum. skíðamenn kætast þessa dagana, því segja má að kominn sé nægur snjór á öllum helstu skíðasvæði landsins. í blá- fjöllum og eins fyrir vestan, norðan og austan. 4 4 5 6 3 2 5 4 1 0 8 5 12 15 8 einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is Stjórnmálafræðingurinn Silja Bára Ómars- dóttir er viðkunnanlegust allra þeirra 242 fram- bjóðenda til stjórnlagaþings sem skráð sig hafa á lista Creditinfo yfir Facebook-síður frambjóð- enda. Framboðin til stjórnlagaþings eru 523 þannig að 281 frambjóðandi er ekki á þessum lista Creditinfo. Alls hefur 834 manns líkað við framboð Silju Báru, rétt tæplega hundrað fleiri heldur en athafnakonunnar Freyju Haraldsdóttur. Kosið verður til stjórnlagaþings 27. nóvember. Á síðu Creditinfo kemur fram að þeir frambjóðendur sem eru á Facebook en ekki á lista fyrirtækis- ins séu beðnir að hafa samband á creditinfo@ creditinfo.is. -óhþ  stjórnlagaþing vinsældir á Facebook Flestum líkar við Silju Báru á Facebook tíu efstu silja bára Ómarsdóttir 834 freyja haraldsdóttir 739 íris lind 699 jóhannes Þór skúlason 692 vilhjálmur Þorsteinsson 667 Pawel bartoszek 640 bergljót tulinius gunnlaugsdóttir 621 smári mcCarthy 586 friðrik Þór guðmundsson 581 sigríður dögg auðunsdóttir 577 242 frambjÓðeNdur til stjÓrNlagaÞiNgs eru með faCebook- síðu Heimild: Creditinfo lengja lokun leikskóla úr tveimur vikum í fjórar hver leikskóli í kópavogi verður lokaður í fjórar vikur næsta sumar í stað tveggja áður. bæjar- fulltrúinn ómar stefánsson gagnrýnir þetta og segir þjónustuna við foreldra skerta en þeir gátu áður valið hvorum megin tveggja viknanna börnin fóru í sumarfrí. „Nú er miklu meiri harka á vinnu- markaðnum og því hefði verið betra að hafa sveigjanleikann,“ segir Ómar. á fundi bæjarráðs bókaði hann að meiri kostnaður við gamla fyrirkomulagið væri aðeins í orði en ekki á borði. - gag s tefnt er að því að opna gistiheimili í húsnæði Kexverksmiðjunnar Frón á Skúlagötunni í apríl á næsta ári. Athafnamennirnir Pétur Marteinsson, fyrrverandi at- vinnumaður í knattspyrnu, Kristinn Vilbergsson og Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska hand- boltaliðsins Füsche Berlin, eru aðalmennirnir í verkefninu og vinna Pétur og Kristinn dag og nótt ásamt fjölskyldu og vinum við að standsetja húsnæðið. „Þetta byrjaði allt þegar við sáum þetta hús í sumar og það öskraði einhvern veginn á okk- ur. Við lögðumst í hugmynda- vinnu og út kom þetta: ódýrt gistiheimili með beddum fyrir 150 manns í misstórum her- bergjum. Við ætlum ekki að fela það að þetta er gamalt verk- smiðjuhúsnæði. Síðasta kexkak- an rúllaði hérna út árið 2007 og það verður gaman að sjá þetta hús á þessum frábæra stað lifna við á nýjan leik. Við verðum með kaffihús, vinnustofur fyrir listamenn og skrifstofuaðstöðu. Markmiðið er að skapa lifandi umhverfi í hjarta borgarinnar – svona einhvers konar póstkort af Reykjavík fyrir ferðamenn sem koma hingað,“ segir Pétur í sam- tali við Fréttatímann. Og nafnið ber keim af fortíðinni því gisti- heimilið mun heita Kex Hostel. Aðspurður segir Pétur að búið sé að ganga frá leigusamningi í allt að fimmtán ár. „Þetta er auðvitað ekki ókeypis en við komum sjálfir inn með fjár- magn auk þess sem vinir okk- ar, flestir gamlir íþróttamenn, koma inn sem fjárfestar. Þetta er fjármagnað 90% með eiginfé en MP-banki aðstoðar okkur til að byrja með. Við vonumst til að reksturinn verði orðinn skuld- laus eftir tvö ár,“ segir Pétur. oskar@frettatiminn.is  Framkvæmdir nýtt gistiheimili í reykjavík Opna Kex Hostel í gamla Frón-húsinu Eigendur stefna að því að opna gistirými fyrir 150 manns í apríl á næsta ári. Við sáum þetta hús í sumar og það öskraði einhvern veginn á okkur. Pétur marteinsson markmiðið er að skapa lifandi umhverfi í hjarta borgarinnar. Ljósmynd/Teitur listaháskólinn kynnir starfið opinn dagur verður í listaháskóla íslands kl. 11-16 á morgun, laugardag, þar sem allar deildir verða kynntar á einum stað – í húsnæði skólans í laugarnesi. Nemendur, kennarar, námsráðgjafi og fleiri verða til viðtals og upplýsingagjafar. fjölbreytt dag- skrá og kynning verður á deildum skólans og má þar nefna uppákomur, sýnishorn af inntöku, tónleika, sýn- ingar á verkefnum nemenda og fleira. jafnframt munu gestir geta fengið upplýsingar um umsóknarferli og nem- endur sýna inntökumöppur. -jh málþing um leiklist í ríkisútvarpinu ríkisútvarpið fagnar um þessar mundir áttræðisafmæli sínu. af því tilefni gengst leikminjasafn íslands fyrir málþingi á morgun, laugardag, um framlag rúv til íslenskrar leiklistar. málþingið verður haldið í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins og hefst klukkan 11. Þar verða flutt fjögur stutt erindi, fræðilegs efnis, og tvö erindi um stöðu leikins efnis í dagskrá útvarps og sjónvarps. að þeim loknum verða pallborðsumræður með þátttöku Páls magnússonar útvarpsstjóra og viðars eggertssonar, verkefnisstjóra leik- listar hjá rúv, undir stjórn kolbrúnar Halldórsdóttur, stjórnarformanns leikminjasafns íslands. -jh opið hús hjá ekron ekron kynnir starfsemi sína í dag, föstudag, með opnu húsi. markmiðið með starfi ekron er að aðstoða fólk við að byggja sig upp að nýju eftir að hafa lent utanveltu í samfélaginu vegna áfengis- og vímuefnasýki. skjól- stæðingar ekron eru á aldrinum 18-60 ára og markmiðið með meðferðinni er útskrift í vinnu eða skóla. endur- hæfingin fer fram í gegnum fyrirlestra, námskeið og smiðjur. allar smiðjur ekron verða opnar á milli kl. 13 og 16 að grensásvegi 16a þar sem kk og Páll rósinkrans troða m.a. upp. 4 fréttir helgin 12.-14. nóvember 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.