Fréttatíminn - 12.11.2010, Blaðsíða 15
EKKI LÁTA
SÍMAFÉLAGIÐ ÞITT
SEGJA ÞÉR HVAR
ÞÚ ÁTT AÐ SPARA.
það er hreinlega verið að skera nið-
ur starfsemi. Okkar sjónarmið í HR
er að það megi aldrei fórna gæðum,
svo að í stað þess að skera flatt niður
fækkuðum við námsbrautum og um
eina deild.
Við ætlum að standa vörð um
gæði náms á okkar kjarnasviðum
sem eru tækni, viðskipti og lög.
Það er okkar stefna að halda áfram
að efla stöðu okkar hvað þessi svið
varðar en þar höfum við mjög sterka
stöðu í íslensku háskólasamfélagi.
Við útskrifum meginhluta tækni-
menntaðs fólks á háskólastigi, fleiri
viðskiptafræðinga en aðrir og stönd-
um mjög framarlega í rannsóknum
á þessum sviðum.
Ef við horfum til lengri tíma held
ég að lykilatriðið í því hvernig við
nýtum þessa takmörkuðu fjármuni
sé að horft sé til gæða starfsins
og skilvirkni. Síðan þarf að horfa
til þarfa atvinnulífsins. Að undan-
förnu hefur mikið verið rætt um
þörf á tæknimenntuðu fólki en á
sama tíma er verið að skera niður í
háskólunum sem mennta þetta fólk.
Við stundum kennslu og rann-
sóknir á sviði tækni, viðskipta og
laga og höfum alltaf lagt áherslu á
tengingu við atvinnulífið. Í því felst
m.a. að í náminu er lögð áhersla á
hagnýta þjálfun og tengingu náms-
efnis við raunhæf verkefni, teng-
ingu við atvinnulífið og þau verk-
efni sem nemendur munu síðar fást
við. Við höfum hins vegar aldrei
gefið afslátt af bóklegri þekkingu.
Trú okkar er að bókleg þekking
nýtist nemendum betur ef hún og
þau verkefni sem þeir eru að vinna
tengjast.“
Námsbraut er aldrei fullbúin
Gagnrýni Brynjars Níelssonar,
formanns Lögmannafélags Ís -
lands, á kröfur til grunnmenntunar
í lögfræði í háskólum hefur vakið
athygli. Rektor HR bendir á að laga-
deild skólans hafi fyrst árið 2007 út-
skrifað fullmenntaða lögfræðinga,
þ.e. með meistarapróf. Vel hafi verið
vandað til undirbúnings námsins og
að tölur áranna 2009 og 2010 sýni að
skólinn sé fyllilega sambærilegur
við Háskóla Íslands hvað undirbún-
ing nemenda varðar. „En við verð-
um alltaf að skoða uppbyggingu
náms með það í huga að gera enn
betur,“ segir Ari Kristinn. „Náms-
braut er aldrei fullbúin. Við verðum
að bregðast við og skoða hvað við
getum gert betur.“
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
Trú okkar er að
bókleg þekking nýtist
nemendum betur ef
hún og þau verkefni
sem þeir eru að vinna
tengjast.
Ari Kristinn Jónsson Við verðum alltaf að skoða uppbyggingu náms með það í huga að gera enn betur.
fréttaviðtal 15 Helgin 12.-14. nóvember 2010