Fréttatíminn - 12.11.2010, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 12.11.2010, Blaðsíða 48
48 heimili Helgin 12.-14. nóvember 2010 RÝMINGARSALA! SELJUM ÖLL GARÐHÚSGÖGN, ÚTIELDSTÆÐI, BLÓMAPOTTA OFL. MEÐ 40-70% AFSLÆTTI Í NOKKRA DAGA! FRÁBÆRT TÆKIFÆRI TIL AÐ KAUPA VANDAÐA VÖRU Á PALLINN EÐA SVALIRNAR. Opið: Má. - Fö. 12 - 18 - Lau. 12 - 16 - Sun. 13 - 16 Kauptúni 3 • 210 Garðabær • S 771 3800 • www.signature.is LAUGAVEGI 70 · SÍMI 534 0312 · www.village.is Facebook: Village á Íslandi · Facebook: Miche bag Ísland Heildsöludreifing – Sími: 847 2191 P arket unnið úr notuðum hljólbörðum kom sænska hönnunarteyminu Apoka- lyps Labotek, eða ALT til stytting- ar, á heimskortið þegar það hlaut hönnunarverðlaun Wallpaper- tímaritsins fyrr á þessu ári. Petra Lilja og Jenny Norberg mynda saman hönnunarteymið ALT og heimsóttu þær Ísland á nýafstað- inni Norrænni listahátíð og héldu fyrirlestur undir heitinu Hönnun fyrir Ragnarök. Þar var endurnýt- ing og sjálfbærni til umfjöllunar og er jafnframt inntakið í allri þeirra hönnun. Þeim er annt um umhverfið og finna til ábyrgðar sem hönnuðir. Meðal annars þess vegna ferðast þær um heiminn og halda fyrirlestra og auk þess hafa þær þróað eigin hönnunaraðferð sem felst í því að hluturinn eða varan sem þær hanna verður að uppfylla ströngustu skilyrði. Aðferðin er nefnd Þátíð Nútíð Framtíð og felst meðal annars í því að skoða vöru frá upphafi til enda; hvaðan hráefnið kemur, hvernig það bregst við ólíkum að- stæðum og hvað verður um það eftir notkun. Auk þess sem þær vilja aðeins framleiða vörur sem hafa daglegt notagildi, eins og til dæmis gólfefni. ALT hefur gefið hluta af þeim fjórum milljónum hjólbarða sem Svíar henda á ári hverju nýtt líf sem gúmmíparket og blómapottar. Einnig búa þær Petra Lilja og Jenny til sápu úr endurunninni djúpsteikingarolíu frá veitingahúsum í Suður-Svíþjóð og lampa úr bráðnu plasti sem fer til spillis þegar verið er að stilla vélar til plastframleiðslu. Ein af vinnureglum ALT er að leita ekki langt yfir skammt að hráefni og nota helst það sem er að finna í nánasta umhverfi. Þá getur leit- in að hráefni leitt þær á nýjar og ókunnar slóðir.  Endurnýting og sjálfbærni Apokalyps Labotek hlaut hönnunarverðlaun Wallpaper fyrir parket unnið úr notuðum hjólbörðum. Hönnun fyrir ragnarök Sænska hönnunar- teymið Apokalyps Labotek, sem hannað hefur park- et úr hjólbörðum, sótti Ísland heim á dögunum og ræddi þar um endurnýt- ingu og sjálfbærni í hönnun. Að setja plötu á fóninn er fjarri því að heyra fortíðinni til þótt heil kyn- slóð fólks hugsi til hinna gömlu góðu daga þegar plötuspilara ber á góma. Skífuþeytarar hafa um árabil notað plötuspilara og sumir telja ekkert skáka hljómgæðum plötunnar. Nú virðist plötuspilarinn sækja í sig veðrið því það virðist komið í tísku að eiga plötuspilara inni í stofu svo að hægt sé að skella plötu á fóninn. „Krakkar niður í fjórtán ára aldur sýna plötunni mikinn áhuga. Þeir hafa þá rekist á plötusafn foreldra sinna niðri í geymslu og uppgötva fullt af góðri tónlist. Það er sífellt að verða algengara að ný tónlist sé gefin út á vínyl og áhugi á hljómplötum er mikill í dag og fer ört vax- andi,“ segir Óðinn Valdimars- son hjá Hljómsýn í Ármúla sem selur meðal annars handsmíðaða plötu- spilara frá austur- ríska fyrirtækinu Pro-Ject. Hann bætir jafnframt við að í dag seljist plötuspilarar mun betur en geisla- spilarar. „Það er ekkert sem toppar hljóm- gæðin á plötunni.“ Fjólubláir og bleikir litatónar Fjólubláa og bleika litatóna má nú þegar sjá í nýjum vörulínum og líklegt er að þeir sæki í sig veðrið á nýju ári. Erfitt er að segja til um hvað veldur því að einn litur verður vinsælli en annar, en samkvæmt sérfræðingum sem spá fyrir um vinsældir lita er talið að heimsástandið sé slíkt í dag að fólk leiti að jafnvægi og merk- ingu. Fjólublár er litur andans og kallar á innri ró og því sá litur sem táknar hugarfar flestra í dag. Fjólubláir litatónar, frá vínrauðum til dökkbleikra, eru þeir litir sem spáð er að verði sterkastir í heimilishönnun á komandi ári. Stólinn Pelican í dökkbleiku eftir danska hönnuðinn Finn Juhl. Hann er einkenn andi fyrir hönnun Finns Juhl þar sem megináherslan er lögð á þægindi. Babell-kökudiskurinn frá Koziol hefur verið framleiddur í ótal litum. Þessi er á litinn eins og eggaldin og það er einn af nýju litunum á Babell. Kökudiskurinn fæst hjá DUKA í Kringlunni og í Kokku við Laugaveg. Tannburstaglas og sápudiskur úr fjólubláu gleri eftir íslenska hönnuðinn Siggu Heimis, fyrir IKEA. FlowerPot-ljós í fjólubláu eftir Verner Panton. Flower- Pot-ljósin fást hjá Epal. Bleikt swing-glas frá Leonardo eftir hönnuðinn Sebastion Conran. Framleitt í takmörkuðu upplagi. Leonardo-glösin fást í DUKA í Kringlunni. Bleikt drykkjar- glas frá Habitat.  HeiTT Plata á fóninn Lampinn Blob sem unninn er úr bræddu plasti sem fellur til við framleiðslu á plasti. Litríkt gúmmíparket úr endurunnum hjólbörðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.