Fréttatíminn - 12.11.2010, Blaðsíða 66

Fréttatíminn - 12.11.2010, Blaðsíða 66
66 dægurmál Helgin 12.-14. nóvember 2010 29 vítamín og steinefni · 18 aminósýrur · Blaðgræna · Omega GLA fitusýrur · SOD eitt öflugasta andoxunarensím líkamans Lífrænt Fjölvítamín Eingöngu lífræn næringarefni tryggja betri upptöku og nýtingu í líkamanum. www.celsus.is Spirulina er blágrænir þörungar. Til að fá jafnmikið af nokkrum völdum næringarefnum og í dagskammti af Lifestream Spirulína þarf að borða: · 7 gulrætur (betakarotín) · 1 skál af fersku spínati (járn) · 1 skál af híðishrísgrjónum (kalíum) · 1 glas af mjólk (kalk) · 125gr. nautakjöt (prótín + B12 vítamín) · 30gr. hveitigrassafa (blaðgræna) · 1 hylki Kvöldvorósarolía (GLA fitusýrur) Súrefnistæmir umbúðirnar til að vernda næringarefnin. Lifestream þörungarnir eru ómengaðir vegna þess að þeir eru ræktaðir í ferskvatni eftir ströngum gæðastaðli. ISO9001 · ISO14001 Aukið úthald, þrek og betri líðan Styrkir fljótt líkamann gegn kvefi og flensum WHO Alþjóðlega Heilbrigðisstofnunin telur hágæða Spirulina ákjósanlegan næringarauka fyrir börn og fullorðna. Mörg hundruð rannsóknir hafa verið gerðar á Spirulina og fjöldi þeirra hefur birst í virtum vísindaritum. Lifestream Spirulina eflir einbeitingu, gefur orku,dregur úr pirringi, sleni og sætindaþörf. Gott fyrir alla sem eru í vinnu, námi og vilja halda línunum í lagi. Hjálpar líkamanum að losna við þungmálma, geislun og aukefni. Greinilegur munur eftir nokkra daga inntöku Hress og hraust í skóla og vinnu með Spirulina! Lifestream Spirulina gefur mér mjög mikla orku en ég finn ótrúlega mikinn mun þegar ég tek það inn. Þó svo að ég borði mjög hollt fæði er það Spirulina sem gerir mér kleift að hafa orku í allt sem þarf að gera en ég er í skóla, vinnu, líkamsrækt og æfi fótbolti. Hef miklu meiri úthald og er hressari á morgnana. Daði R. Kristleifsson, 18 ára Fæst í apótekum, heilsubúðum og Fríhöfninni Y rsa er að láta gera gagnger-ar breytingar á húsi sínu við Selbraut á Seltjarnarnesi og raskið er slíkt að fjölskylda hennar þurfti að flytja sig um set á meðan heimilið er tekið alveg í gegn. „Það var kominn tími á framkvæmdir og nauðsynlegt að gera húsið upp. Við höfðum ekki sinnt viðhaldi á húsinu sem skyldi og erum nú að gjalda fyrir það dýru verði,“ segir Yrsa. „Við búum í íbúð sonar míns meðan á lagfæringunum stendur. Vinnan við húsið byrjaði í vor og allt tekur þetta sinn tíma en ég vonast til að komast heim fyrir jól.“ Yrsa segir að sú áætlun standi þó tæpt og það verði því ljóst að tíminn fyrir jólaundirbúninginn verði naumur. „Það verða engar þrjú þúsund perur á jólatrénu þetta árið, svo mikið er víst.“ Yrsa er hins vegar á sínum rétta stað í jólabókahasarnum og blandar sér í slaginn með bókinni Ég man þig. Söguefnið kallast á vissan hátt á við aðstæður Yrsu núna en í bókinni segir hún frá ungu pari og vinkonu þess sem fer á útmánuðum til Hest- eyrar í Jökulfjörðum þar sem þau ætla að gera upp gamalt hús og opna þar gistiheimili næsta sumar. Á sama tíma er ungur geðlæknir, sem nýfluttur er til Ísafjarðar, að reyna að púsla saman lífi sínu eftir að hafa orðið fyrir óbærilegum missi. Þre- menningana fer fljótt að gruna að þau séu ekki ein í eyðiþorpinu á Hesteyri og læknirinn dregst inn í rannsókn á sjálfsvígi eldri konu á Súðavík. Þóra lögfræðingur er f jarri góðu gamni en Yrsa ákvað að gefa henni smá frí og þótt hér sé samt um spennusögu að ræða fetar Yrsa sig nær hrolli og draugagangi. „Ég hélt að það yrði svo gaman að búa til nýjar persónur en ég saknaði Þóru mikið við skrifin. Það er samt viss áskorun fólgin í því að fást við nýtt fólk og ekki má maður festast alveg í því sama,“ segir Yrsa um Ég man þig sem er öðrum þræði drauga- saga. Aðdáendur Þóru lögfræðings þurfa ekki að örvænta og hún mun láta að sér kveða í næstu bók Yrsu sem verður væntanlega skrifuð í nýju gömlu húsi É g er sjónvarpsfíkill en hef samt aldrei séð þátt af Sigt-inu. Satt best að segja hafði ég ekki mikla trú á karakternum. Því fóru þættirnir fram hjá mér á sínum tíma. Það var því með ákveðnum fordómum sem ég horfði á DVD-útgáfuna af Mér er gaman- mál, samsafn þáttanna sem sýndir voru nýverið á Stöð 2. Borgarstjórinn, Jón Gnarr reið á vaðið sem viðmælandi Frímanns. Mér leið svolítið eins og þegar ég sá þættina Limbó um árið. Ég var ekki tilbúinn. Grínið var örugglega gott en ég skildi það ekki. Ég var fastur í öðrum húmor. Alveg eins og í Limbó þegar Davíð Þór hótaði Hjálmari Hjálmarssyni að hann myndi drepa hann leyndist súr hrútspungur í pöntuninni hans. Brjálæðislega gott stöff sem ég bara skildi ekki. Ég var enn fastur í gamla góða revíuhúmornum þeirra Spaugstofumanna. Það var því með blendnum til- finningum sem ég horfði á þátt númer tvö. Þar var komið að meist- ara Frank Hvam. Þátturinn rúllaði af stað og ég þorði varla að borða poppið mitt. Af einskærum ótta við að ég myndi hlæja svo mikið að það festist í hálsinum á mér og eiginkon- an þyrfti að halda mér öfugum fram af svölunum og slá í bakið á mér. Þátturinn rúllaði af stað og gott ef ég var ekki aðeins byrjaður að fatta grínið en hafði látið poppið kólna að óþörfu. Svo um miðbik þáttarins hugsaði ég mér að setja á pause og poppa ferskan skammt en lét það vera og guð minn góður! Það var eins gott því að það sem kom á eftir var svo mikil snilld að ég hef bara ekki upplifað annað eins. Án þess að skemma neitt fyrir neinum full- yrði ég að lokakafli þáttarins var einfaldlega það fyndnasta sem ég hef séð á lífsleiðinni. Þættirnir eru allir góðir og vel gerðir, kvikmyndatakan er lifandi og skemmtileg, tónlistin og leikur- inn frábær. Það sem þáttaröðin líður svolítið fyrir er að við þekkjum ekki nema þessa tvo fyrrnefndu grín- ara. Þetta gerir þá líka mjög góða til útflutnings. Því hver þjóð mun hampa sínum þætti og kynnast um leið rugluðum grínfrændum sínum og einum nöttara frá Englandi. Haraldur Jónasson Mér er gamanmál  dvd-dómur: mÉr er gamanmál  Lokakafli þáttar- ins var einfaldlega það fyndnasta sem ég hef séð.  Yrsa sigurðardóttir skrifaði draugasögu og stendur í ströngu Rithöfundur rústar hús Yrsa Sigurðardóttir er einn vinsælasti rithöfundur landsins en glæpasögur hennar um lög- fræðinginn Þóru hafa gert það gott á liðnum árum. Yrsa stendur í ströngu um þessar mundir en auk þess að senda frá sér nýja bók er hún að endurbyggja heimili sitt. Yrsuhús. Yrsa þurfti að taka á viðhaldi á heimili sínu og gengur heldur betur vasklega til verks. Mynd/Hari Yrsa býður upp á draugagang á Vestfjörðum þetta árið en Þóra lögfræðingur mun láta á sér kræla fyrr en síðar. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Kim verslaði grimmt í New York Þokkadísin Kim Kardashi- an náðist á mynd þar sem hún var í verslunarleiðangri í New York á miðviku- daginn. Kardashian var í New York til að kynna nýtt greiðslukort frá Mastercard sem kennt er við hana og systur hennar. Á myndinni má sjá að hún hefur komið við í vöruhúsinu Jeffrey sem er vöruhús fína fólksins í New York og Atlanta. Ekki fylgir sögunni hvað hún keypti en í kynningu á heimasíðu fyrirtækisins segir að boðið sé upp á einstaka verslunarupplifun þar sem aðeins það besta í heimi tískunnar sé á boð- stólum hverju sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.