Fréttatíminn - 12.11.2010, Blaðsíða 28
Þ
etta er íburðar-
mikil sýning og
ég er bara þeirrar
skoðunar að ef fólk
mætir ekki á lista-
sýningar þá eiga sýningarnar að
mæta til fólksins þannig að ég er
þakklátur fyrir að fá tækifæri
til að vera með þessa sýningu í
Smáralind,“ segir poppstjarnan
Páll Óskar en á morgun, laug-
ardag, verður opnuð ljósmynda-
sýning Oddvars Hjartarsonar
með myndum að Páli Óskari
við aðstæður sem eru honum
fjarlægar og framandi. „Þetta
er fjölfarinn staður og ég vona
að fólk fái nú að uppgötva Oddv-
ar sem er með sýningunni að
stimpla sig hressilega inn sem
listamaður.“
Á sýningunni eru 34 myndir
sem Oddvar hefur tekið af Páli
á undanförnum þremur árum.
Samhliða sýningunni gefa þeir
félagar út póstkortabók með
þessum sömu myndum. „Oddv-
ar er snillingur í að búa til svið-
settar ljósmyndir og það var
svaka hasar í kringum þessar
myndatökur, búningar og stund-
um hönnuð sviðsmynd,“ segir
Páll Óskar. Oddvar setur mig
þarna í aðstæður sem er eigin-
lega útilokað að ég lendi í í líf-
inu eins og til dæmis þegar ég
er gagnkynhneigður handbolta-
kappi með eiginkonu sem er al-
gjör skinka.“
„Þetta var ógeðslega gaman.
Við skemmtum okkur alltaf svo
vel saman enda erum við góðir
vinir. Það er alltaf mikill hlátur
og gaman hjá okkur,“ segir ljós-
myndarinn Oddvar sem von-
ast til þess að sem flestir skoði
myndirnar sem hann segir að
séu „gordjöss“.
Páll Óskar segist ekki bein-
línis taka sjálfan sig alvarlega á
myndunum en þeir félagar hafi
hins vegar tekið myndirnar al-
varlega að því leyti að þeir lögðu
ákaflega mikið í þær.
Sýningin „Páll Óskar eftir
Oddvar“ er á jarðhæð Smára-
lindar við verslun Hagkaupa.
Hún hefst klukkan 14 á laugar-
daginn og stendur til jóla.
Margfaldur
Páll Óskar
Oddvar Hjartarson ljósmyndari myndaði
Pál Óskar í óvenjulegum hlutverkum.
28 ljósmyndir Helgin 12.-14. október 2010