Fréttatíminn - 12.11.2010, Blaðsíða 70

Fréttatíminn - 12.11.2010, Blaðsíða 70
70 dægurmál Helgin 12.-14. nóvember 2010 VILT ÞÚ VITA HVERS VIRÐI EIGNIN ÞÍN ER Í DAG? PANTAÐU FRÍTT SÖLUVERÐMAT ÁN SKULDBINDINGA! HRINGDU NÚNA Bær820 8081 Sylvia Walthers // best@remax.is Brynjólfur Þorkelsson // 820 8080 Rúnar S. Gíslason Lögg. fasteignasali. H ugmyndin um að opna Laundro-mat Cafe hér heima hefur nú komið upp áður. Einhverra hluta vegna varð aldrei neitt úr því en nú er loksins komið að því,“ segir Friðrik Weishappel sem stóðst ekki mátið þegar húsið við Austurstræti 9 losnaði óvænt. „Þetta húsnæði er ofboðslega fallegt þannig að ég gat ekki annað en slegið til enda veit ég að Laundromat á eftir að smellpassa inn í þetta umhverfi.“ Egill Jacobsen opnaði verslun sína árið 1906, flutti hana í húsið við Aust- urstræti 9 1921 og þar var hún allt til ársins 1997 þegar henni var lokað. „Þetta frábæra hús hefur heillað mig alveg frá því ég var barn og það hýsti vefnaðarvöruverslunina. Þannig að ég er ofsalega stoltur af því að fá að hanna Laundromat þarna inn. Það gleður mig líka að fá tækifæri til að taka til hend- inni í Reykjavík aftur,“ segir Friðrik sem er nú með iðnaðarmenn á fullu við að koma húsinu í stand. „Þetta gengur ofsalega vel og hratt en ég vil gera þetta mjög vel,“ segir Friðrik sem stendur ekki einn í þessum stórræðum. “Strákarnir sem eiga veitingastaðina Austur og Vegamót eru með í þessu og munu sjá um reksturinn á Laundromat í Reykjavík.” Skemmtistaðir á borð við Rex og Jacobsen bar hafa starfað í húsinu en óhætt er að segja að töluverð breyting verði á starfseminni með tilkomu La- undromat. „Við munum hafa opið frá klukkan átta á morgnana og þetta verð- ur alveg jafn barnvænn staður og úti í Köben. Þetta er alltof fallegt hús til þess að hafa það lokað á daginn og opna það ekki fyrir fólki fyrr en um eða upp úr miðnætti.“ Friðrik hefur rekið Laundromat í Danmörku í sex og hálft ár og segir að á þeim tíma hafi tugþúsundir Íslendinga komið á staðinn, þekki matseðilinn og viti hverju þeir mega eiga von á þeg- ar staðurinn verður opnaður í Austur- stræti. Friðrik segir að þótt húsnæðið sé gerólíkt staðnum í Kaupmannahöfn muni fólk vita nákvæmlega hvar það er statt ef það þekkir Laundromat. „Þarna verða sömu innréttingarnar og sömu lit- irnir. Þvottahúsið verður niðri í kjallara og þar verður líka risastórt barnasvæði með stóru bókasafni.“  laundromat Cafe opnað í reykjavík í vor  mótorHjól royal enfield-klúbburinn Frikki flytur hug- myndina heim Friðrik Weishappel hefur rekið kaffihúsið Laundromat Cafe í Kaupmannahöfn við miklar vin- sældir um árabil. Hann er nú kominn á fulla ferð við að innrétta Laundromat í Austurstræti 9 í því fornfræga húsi sem hýsti verslunina Egill Jacobsen í tæp 80 ár. Friðrik ætlar að leggja mikið upp úr því að fjölskyldufólki líði vel á Laundromat í Reykjavík. Þ etta er klúbbur sem varð til í sumar,“ segir Guðmundur Már Ástþórsson, formaður Royal Enfield-klúbbsins, í samtali við Fréttatímann. Royal Enfield er mótor- hjólategund sem á rætur að rekja til Bretlands og Indlands og hefur ekk- ert breyst frá því fyrsta hjólið var smíðað árið 1955. Klúbburinn telur rúmlega tíu manns og segir Guð- mundur Már að stefnan sé að fara í pílagrímsferð til Indlands í febrúar. Draumur allra Royal Enfield-manna sé að komast upp á hæsta veg ver- aldar, Khardung La, sem er í 5.359 metra hæð og vonast Guðmundur Már til að komast þangað einn góðan veðurdag. Aðspurður segir Hugi Hreiðars- son, einn af meðlimum klúbbsins, að það sé draumur að keyra hjólið. „Þetta er svo mjúkt, sérstaklega á möl, og gríðarlega rásfast. Það er enginn ógnarkraftur og hámarks- hraðinn er rétt um 100 kílómetrar. Þetta er af- skaplega þægilegt hjól,“ segir Hugi. Þegar mótorhjóla- klúbbar berast í tal koma fyrst upp í hug- ann klúbbar eins og MC Iceland, sem er við það að ganga í Hells Angels. Guðmundur Már segir Royal Enfield-klúbb- inn ekki vera á þeim slóðum. „Við erum ekki með nein tengsl við Hells Angels,“ segir hann og hlær. -óhþ „Við erum ekki með nein tengsl við Hells Angels“ Systurnar Þóra og Kristín Tómasdætur voru gestir Sigríðar Arnardóttur á sunnu- dagsmorgni á Rás 2 fyrir viku. Tilefnið var útkoma bókarinnar Stelpur! eftir þær systur og Sirrý bauð upp á stelpnalínu i beinni þar sem Þóra og Kristín sátu fyrir svörum, tilbúnar að leysa hverrar stúlku vanda. Glöggir hlustendur þóttust hjá einum innhringjaranum bera kennsl á kerlingar- rödd sem Jón Gnarr hefur ítrekað brugðið fyrir sig í Tvíhöfða og Fóstbræðrum. Kona þessi, sem liggur undir grun um að hafa verið sjálfur borgarstjórinn, spurði hvort til væri sérstakt sjampó fyrir konur til þess að þvo sér á viðkvæmum stöðum, áður en hún skellti á. Jón hefur farið nokkuð í taugarnar á Sóleyju, stóru systur Þóru og Kristínar, í borgarstjórn og ekki þykir ólíklegt að hann hafi verið í símahrekkjastuði árla á sunnudaginn. Símahrekkur borgarstjóra? Herdís bind- ur söguna saman Mikið kveður að leik- konunni ástsælu, Herdísi Þorvaldsdóttur, í heim- ildarmynd um uppsetningu Benedikts Erlingssonar á Íslandsklukkunni og 60 ára sögu Þjóðleikhússins sem sýnd verður í Ríkissjón- varpinu á sunnudagskvöld. Opnunarsýning leikhússins fyrir 60 árum var einmitt Íslandsklukkan og þá lék Herdís, Snæfríði Íslandssól. Herdís er enn á fjölunum og svo skemmtilega vill til að hún leikur í Íslands- klukkunni um þessar mundir og er nú í hlutverki móður Jóns Hreggviðs- sonar. Þannig bindur hún saman sögu Þjóðleikhúss- ins með aðeins öðruvísi snærisspotta en þeim sem Jón Hreggviðsson var sak- aður um að hafa stolið. Hannes og Pálmi sáu Vesturport Fjölmargir Íslendingar hafa lagt leið sína á sýningar leikhópsins Vesturports á Faust í London í haust. Meðal þeirra sem hafa heiðrað leikhópinn með nærveru sinni eru útrásarvíkingarnir Hannes Smárason og Pálmi Haraldsson. Þeir félagar virtust kunna vel að meta íslenskan leiklistarútflutning en létu lítið fyrir sér fara á veitingastaðnum í leikhúsinu að sýningu lokinni. Það gleður mig líka að fá tæki- færi til að taka til hendinni í Reykjavík aftur. Þetta er svo mjúkt og rásfast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.