Fréttatíminn - 12.11.2010, Blaðsíða 67

Fréttatíminn - 12.11.2010, Blaðsíða 67
dægurmál 67Helgin 12.-14. nóvember 2010 Rúdolf er ómótstæðilegur hreindýraborgari af Héraði, blandaður apríkósum og gráðaosti. Borinn fram með sultuðu kanilrauðkáli og eplasalati til hliðar. Rúdolf er engum líkur og hringir inn jólin á Hamborgarafabrikkunni! Rúdolf fæst einungis fram að jólum á meðan birgðir endast. Rúdolf J Ó L A B O R G A R I N N 575-7575 fabrikkan@fabrikkan.is BORÐAPANTANIR × Mættu á Fabrikkuna og pantaðu × Taktu matinn með × Hámarksbiðtími 15 mín. Meðalbiðtími eftir mat á Fabrikkunni er aðeins 8 mínútur frá því að pöntun er tekin TAKE AWAY FLJÓTLEGT Í HÁDEGINU Á hljómgrunnur.is er að finna að- gengilegt yfirlit yfir tónlistarviðburði sem eru fram undan. Rokk, djass, popp, klassík og allt þar á milli. Það er ekki sjáanlegt sam- hengi milli þess að stýra stór- verslun og syngja sönglög og óperutónlist en þetta samein- ar Svanur Valgeirsson, rekstr- arstjóri Debenhams. Hann syngur með Íslenska söng- listahópnum sem verður með tónleika í Íslensku óperunni 16. nóvember næstkomandi, á degi íslenskrar tungu. Svanur segir að í hópnum séu lærðir söngvarar sem víða hafi komið við. Flutt verði lög eftir tvö tónskáld, sitt af hvorri kynslóðinni, Jón Ásgeirsson og Tryggva M. Baldvinsson, við texta eftir Þórarin Eldjárn, Halldór Laxness, Matthías Jo- hannessen og fleiri. „Hópurinn kemur saman að frumkvæði Guðrúnar Jóhönnu Jónsdóttur, dóttur Jóns tónskálds, söngkonu og söngkennara með meiru. Hún hefur leitt hópinn saman og ætlar honum að gera ýmsa spennandi hluti á næstu miss- erum en frumraunin verður á degi íslenskrar tungu á þriðju- daginn og sama dagskrá verður flutt í Hofi á Akureyri sunnudaginn 21. nóvember. Það sem vakir fyrir Guðrúnu er að finna þessum söngv- urum verkefni í stað þess að þeir bíði við símann. Spurn- ingin er: Hvað ætlum við sjálf að gera?“ Svanur segir að litlar óperur séu meðal verkefna sem litið sé til enda hafi margir í hópnum m.a. sungið í Íslensku óperunni. Sjálfur lærði Svanur söng eftir að hann kom til Reykjavíkur um tvítugt og hefur verið viðloð- andi sönginn síðan og haldið sér við með einkatímum. „Ég hef alltaf dáðst af því fólki sem þorir, það er svo auðvelt að sitja hjá og gagnrýna. Þegar maður fær áskorun um að vera með í svona hópi er það spurningin um að hrökkva eða stökkva. Ég stökk.“ Rekstrarstjórinn segist ekki hafa tekið áskorunum starfsfólks um að syngja fyrir viðskiptavini Debenhams. „Ég hef alltaf litið á mig sem hálfgert „outlet“ í söngnum,“ segir hann og vísar til við- skiptalífsins. „Það eru allir að opna „outlet“ í fatabransanum og ég ákvað bara að færa út kvíarnar og fara inn á önnur svið líka. Fatakaupmaðurinn getur allt eins farið að syngja eins og N1 að selja brauð eða bækur.“  tónlist Íslenski sönglistahópurinn Syngjandi fatakaupmaður Svanur Valgeirsson verslunarmaður syngur ekki fyrir viðskiptavinina þrátt fyrir áskoranir. Íslenski sönglistahópurinn treður upp í Reykjavík og á Akureyri. Föstudagur 12. nóvember Gildran austurbær, kl. 21 Rokksveitin Gildran fagnar útkomu nýrrar tónleikaplötu. Gildrufélagarnir Birgir Haraldsson, söngvari og gítarleikari, Karl Tómasson trommari og Þórhallur Árnason bassaleikari eiga 30 ára samstarfsafmæli á þessu ári. Af því tilefni héldu þeir afmælis- tónleika í Hlégarði í Mosfellsbæ síðastliðið vor og hafa nú gefið þá út á plötu. Aðgangur 2.900 kr. Dúndurfréttir græni Hatturinn, Akureyri kl. 22 Talið í klassíska rokkslagara eftir Deep Purple,Led Zeppelin, Pink Floyd, Uriah Heap o.fl. Aðgangur 2.500 kr. Laugardagur 13. nóvember Sálin hans Jóns míns og Stórsveit Reykjavíkur Laugardalshöll, kl. 21 Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns heldur tónleika í Laugardalshöll í tilefni útgáfu nýjustu plötu sinnar, Upp og niður stigann. Dagskrá tónleikanna verður tvískipt en leikin verða nokkuð jöfnum höndum lög af nýju plötunni og þekkt lög frá ferli sveitarinnar, sem skreytt verða kraftmiklum lúðrablæstri. Aðgangur 4.500/3.500 kr. Bang Gang græni Hatturinn, Akureyri, kl. 22 Barði fer fyrir Bang Gang á tónleikum í tilefni af fyrsta „Best of“ disk sveitarinnar. Bang Gang verður með stórtónleika í Þjóð- leikhúsinu af sama tilefni þriðjudaginn 16. nóvember. mánudagur 15. nóvember Endangered Blood risið kl. 21 Það á ekki að þurfa að kynna saxófónleikar- ann Chris Speed eða trommarann Jim Black fyrir íslenskum djassgeggjurum. Þeir skipa sveitina Endangered Blood ásamt bassa- leikaranum Trevor Dunn og altóistanum Oscar Noriega. Blandan er tilraunakennd og ógnarkraftmikil: svíng, frídjass og rokk. Aðgangur 2.000 kr. Sunnudaginn 14. nóvember verður safnaramarkaður í Síðumúla 17 (2. hæð) kl. 13 - 16 Á boðstólum verður m.a. Mynt • Seðlar • Minnispeningar Barmmerki • Smáprent • Frímerki o.m.fl. Komið og takið þátt í markaðsstemmningu þar sem allir finna eitthvað áhugavert. Sala - Kaup - Skipti. MYNTSAFNARAFÉLAG ÍSLANDS Í S L A N D S • M Y N T S A F N A R A F É L A G • Safnaramarkaður www.mynt.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.