Fréttatíminn - 12.11.2010, Blaðsíða 62
Hugarástand
breytir miklu
Skammdegismyrkrið hefur mikil áhrif á okk-
ur. Það stýrir því hvernig við högum okkur og
við reynum að berjast á móti því. Við þurfum
að venjast þessu myrkri á hverju ári og erum
alltaf jafn vonsvikin þegar að því kemur. En
það er ekki bara myrkrið sem hefur þessi áhrif
á okkur. Við vöknum á morgnana og kuldinn,
snjórinn og já, myrkrið blasa við okkur. Þá fer
skammdegisþunglyndið að láta á sér kræla.
Eða við segjum svo. Það eru þessir ákveðnir
þættir sem vinna saman. Við reynum að harka
af okkur fyrstu vetrarmánuðina. Vælum örlítið
og þráum breytingu í lífinu. Þótt desember sé í
rauninni kaldasti og dimmasti mánuðurinn eru
október og nóvember verstir. Í desember birtir
nefnilega alltaf til og hátíðaskapið dregur
okkur áfram. Þetta er hugarástand sem breytir
svo miklu fyrir okkur.
Á köldum vetrarmorgnum þráir maður ekk-
ert heitar en að liggja lengur í rúminu og fara
ekki fram úr nema til að hita sér kakó. En svo
auðvelt er það ekki. Maður staulast fram úr í
kuldanum, treður sér í þrennar buxur, byrgir
sig upp að treflum, svo eru það kuldaskórnir
og þykki góði kuldagallinn. Nei, reyndar ekki,
en það væri óskandi. Við klæðum okkur í
heilsárs fötin sem við notum sumar sem vetur.
Látum okkur hafa það. Hneppum kannski
úlpunni þétt að okkur. En það er það eina. Við
Íslendingar gerum svo margt til að berjast á
móti vetrinum og skammdegisþunglyndinu
sem fylgir því.
Við þurfum bara að finna jákvæðu leiðina og
fylgja henni. Hugarástandið sem ég talaði
um skiptir svo miklu máli. Ef við höfum eitt-
hvað að hlakka til, mun það drífa okkur áfram
gegnum kuldann, veturinn og myrkrið.
62 tíska Helgin 12.-14. nóvember 2010
tíska
Kolbrún
Pálsdóttir
skrifar
Mánudagur
Kjóll: Keyptur á flóamarkaði af vinkonu
Skór: H&M
Undirpils: Spúútnik
Sokkabuxur: Kvosin
Þriðjudagur
Peysa: Rokk og rósir
Pils: Spúútnik.
Skyrta: Spúútnik
Miðvikudagur
Kjóll: Spúútnik
Sokkabuxur: Hagkaup
Skór: Spúútnik
Skart: Spúútnik
Mikill innblástur frá sígaunum
Unnur Andrea Einarsdóttir er 29 ára og hefur mikinn áhuga á því sem hún gerir í lífinu.
Hún elskar vinnuna sína, tónlist, myndlist og finnst ekkert skemmtilegra en að dansa.
„Minn stíll er rosalega margbreytilegur og ég tek alltaf svona tímabil.
Hef alltaf gert það síðan ég man eftir mér. Einn daginn er ég í stuði til
að klæðast fötum eins og í myndum frá sjöunda áratuginum og annan
daginn er ég í algjöru Star Wars-stuði. Svo ef ég þarf að jarðtengja
mig og fókusera, þá klæðist ég yfirleitt alltaf svörtu,“ segir Unnur og
hlær. „Ég held að ég eigi ekki einhverja eina fyrirmynd sem ég lít upp
til en hef undanfarið fengið mikinn innblástur frá sígaunum.“ Uppá-
halds fataverslanir Unnar eru Spúútnik og Kíosk á Laugaveginum.
„Fötin mín kaupi ég mest í Spúútnik en Kíosk er uppáhaldsbúðin mín.
Endalaust úrval af flottum fötum þar!“
5
dagar
dress
Föstudagur
Kjóll: Fatamerkið Eygló. Fæst í Kíosk.
Skinn: New York.
Skór: Hagkaup
Hláturinn lengir lífið!
- Sá sem hlær mikið og
lætur aðra hlæja enn
meira, dregur að sér
athyglina. Vísbending er
gefin að þar er gaman
að vera og mannfjöldinn
dregst að. Komdu
jákvæðu hlutunum frá þér
og hrósaðu þeim sem eiga
það skilið.
Sjálfstraustið skiptir
máli! - Reyndu alltaf
að sýnast sjáfsörugg.
Það virkar alltaf. Haltu
augnsambandi þegar þú
talar og brostu þínu nátt-
úrulega brosi. Það ætti
að nægja til að fólk taki
eftir þér.
Skapaðu þér þinn eigin
stíl! - Þú gengur inn í
herbergi fulls sjálfstrausti.
Þér líður vel í föt-
unum sem þú valdir þér í
morgun, andlitsförðunin
lítur vel út í dag og skart-
gripirnir sem þú gengur
með hentar þér vel. Þegar
þér líður vel í eigin skinni,
smitast það út og fólk
tekur eftir þér.
Litagleðin dregur að
sér athygli! - Þegar
aðrir klæðast svörtu,
klæddu þig upp í lit.
Litagleðin dregur að sér
athyglina frá fjöldanum
og þú verður ánægð með
ákvörðun kvöldsins þegar
þú heyrir að fólk talar um
hversu vel þú leist út.
Leyfðu húðinni að glóa!
- Húðin er eitt af þeim
atriðum sem flestir taka
best eftir, við fyrstu kynni.
Reyndu að hlúa að henni
vel. Gættu þess hvað þú
setur ofaní þig, æfðu oft
og passaðu vel upp á
húðina. En ef þetta mis-
tekst og þú sinnir þessu
ekki nægilega, getur þú
notað rakakrem til að
jafna úr húðinni, kinnalit
og sólarpúður sem mun
gera þig ferskari. Þú munt
ljóma!
Snyrtifyrirtækið Berndsen & Co sem ofurstílistinn og hárgreiðslumeistarinn
Kalli Berndsen á, flytur inn nýjung sem farin er að slá rækilega í gegn hér
á landi. Batiste Shampoo er þurrsjampó í spreybrúsum með frískum ilmi.
Spreyjað er í rótina eða allt hárið og ekki er nauðsynlegt að skola það úr.
Að hrista hárið eða greiða í gegnum það ætti að vera nóg! Sjampóið hentar
vel fyrir þá sem eru á hraðferð og hafa takmarkaðan tíma. Frábær lausn
til þess að hressa upp á rótina á augabragði. Spreyið leysir umframfitu úr
hársverðinum sem gerir það að verkum að hárið virkar sem nýþvegið og
gefur einnig flotta og náttúrulega lyftingu.
Hægt er að fá sjampóið með mismunandi lykt og er hver gerðin annarri
ferskari. ORIGINAL er lyktarlaust og hentar því vel fyrir bæði kynin og svo
eru aðrar gerðir sem bera kókosilm og ávaxtailm og falla
kannski fremur undir sjampó fyrir kven-
menn. Einnig er hægt að velja sjampó
eftir háralit, svo alltaf er hægt
að finna það sem hentar
manni best!
Hressir upp á hárið á augabragði Hlutir sem gera þig eftirtektarverða!
Sérhver kona ætti að vita hvernig vekja á athygli. Hvernig
þú berð þig, hverju þú klæðist og hvað þú segir skiptir máli
í samskiptum við aðra og smávægilegar og kynþokkafullar
hreyfingar eru góð vísbending um persónuleika þinn. Hvað sér
fólk við þig við fyrstu kynni?
Fimmtudagur
Jakki: Second hand-
búð í New York
Pils: Spúútnik
Skór: Hagkaup.