Fréttatíminn - 12.11.2010, Page 8

Fréttatíminn - 12.11.2010, Page 8
Fjölþrepa bakbrettið • Eykur sveigjanleika • Linar bakverki • Bætir líkamsstöðu • Auðvelt í notkun • Má nota hvar sem er Verð: 7.950 kr. Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • www.eirberg.is Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 Ómissandi Hrein íslensk náttúruafurð ms.is E N N E M M / S ÍA / N M 4 18 5 0 Farðu inn á www.oddi.is og búðu til persónulega gjöf. Vegleg innbundin myndabók með þínum myndum. Hannaðu þína eigin myndabók á oddi.is VERÐ FRÁ 6.990 kR. EINTAkIÐ  Hjálparstarf Prjóna, hekla og sauma fyrir bágstadda Þ að kom Hafdísi Priscillu Magnús-dóttur og fjölskyldu hennar í opna skjöldu þegar litla stúlkan hennar var tekin með bráðakeisaraskurði eftir 32 vikna meðgöngu 25. júlí á síðasta ári. Hún var rétt sjö merkur og 32 sentimetrar þeg- ar hún fæddist. Hafdís fær vökudeildinni, sem litla stúlkan hennar dvaldist á í tæpar sjö vikur, seint fullþakkað og hefur hrund- ið af stað óhefðbundinni söfnun. Ríflega fimm hundruð hafa skráð sig í hóp hennar á Facebook sem ætlar að prjóna með henni ogguponsulitlar húfur á litlu kollana sem dveljast á deildinni. Hafdís ætlar að af- henda húfurnar um jólin. „Við maðurinn minn ákváðum strax að á afmælisdegi dótturinnar og á aðfanga- dag færum við með eitthvert smotterí á deildina. Við tókum hins vegar eftir því á jólunum í fyrra að deildin var að drukkna í kökum og góðgæti, þannig að í ár lang- aði mig frekar að gefa eitthvað sem nýtt- ist,“ segir hún. Ákvörðunin vatt upp á sig eftir að hún bað nokkra vini um aðstoð við prjónaskapinn. Minning sem ekki gleymist Vistin á vökudeild var fjölskyldunni erfið. „Litla dóttir mín þurfti að vera í öndunar- vél í tvo daga eftir fæðingu. Hún var mjög veikburða og tvísýnt um líf hennar, en með góðri hjálp náði hún sér og ber engan skaða af því að hafa fæðst fyrir tímann,“ lýsir Haf- dís. „Ég átti tvo stráka eftir venjulega fulla meðgöngu, þannig að ég bjóst engan veg- inn við þessu. Það byrjaði að blæða. Ég ætlaði í skoðun og ein, en maðurinn minn neitaði því og fór með mér. Í fyrstu átti að leggja mig inn yfir nótt og maðurinn minn ákvað því að halda heim á leið, en starfs- fólkið náði honum í stiganum á leiðinni út Hundruð kvenna um allt land prjóna nú í gríð og erg fyrir jólaúthlutun hjálpar- stofnana. „Við viljum hjálpa til við og gefa þeim sem ekki eiga hlý prjónaföt fyrir veturinn,“ segir Aðalheiður Rúnarsdóttir prjóna- kella. Bunkar af prjónuðum, saumuðum og hekluðum fötum hrúgast upp á heimili prjónakellu og vin- kvenna hennar um allt land. Þá hefur hún komið upp lager, sem verður flokkaður síðasta dag mánaðarins, í Guðríðarkirkju í Grafar- holti. Þar hittast vinkonur prjónakellu einu sinni í mánuði með handaverk sín og þær og fleiri alla þriðjudaga frá klukkan 19.30. „Það fór hreinlega með mig að sjá þessar bið- raðir í sjónvarpinu í einum fréttatímanum. Ég viðurkenni að ég grét og fór að hugsa um hvað ég gæti gert en ég prjóna út í eitt, á fullt af garni og afgöngum, og ákvað að gera það sem ég geri best; prjóna,“ segir Aðalheiður. Skipta á afrakstrinum jafnt milli Mæðra- styrksnefndar og Fjölskylduhjálparinnar hér syðra en það sem til fellur úti á landi rennur til þeirra hjálparstofnana sem starfa á hverjum stað fyrir sig. Þeir sem vilja komast í samband við prjónakellu og vinkonur hennar geta fundið síðuna hennar á Facebook, Prjóna Kella, eða sent póst á netfangið: prjonakella@gmail.com. - gag „Við vorum einfaldlega svo ánægð með að hún væri á lífi en fengum skellinn heima þegar við áttuðum okkur á því hve hættulegt er að eignast fyrir- bura.“  Vökudeild fimm Hundruð manna facebook-Hópur prjónar Húfur Þakkar lífgjöfina með ogguponsulitlum húfum Hafdísi og Jóni Baldri var brugðið þegar þriðja barn þeirra fæddist óvænt á 32. viku meðgöngu. Þau sóru að gefa vökudeildinni alltaf gjafir á afmælisdegi dóttur sinnar og á jólum. Nú hefur Hafdís hrundið af stað prjónaátaki svo að öll börnin sem dvelja á deildinni prýði húfur í réttri stærð. og var honum þá tilkynnt að ég væri á leið í keisaraskurð. Hálftíma seinna var stúlkan fædd.“ Hafdís lýsir því hvernig maðurinn henn- ar rétt sá litlu stúlkuna áður en hlaupið var með hana á vökudeild, framhjá foreldrum þeirra sem voru að stíga inn á spítalann og sáu því læknana þeysast hjá með barnið. „Áfallið kom eftir á. Já, í rauninni ekki fyrr en við komum heim með hana því þeg- ar á þessu stendur er nær ómögulegt að meðtaka allar upplýsingarnar. Við vorum einfaldlega svo ánægð með að hún væri á lífi en fengum skellinn heima þegar við átt- uðum okkur á því hve hættulegt er að eign- ast fyrirbura.“ Þá höfðu þau hjónin staðið vaktirnar sitt í hvoru lagi heima fyrir með sonunum, fjögurra og sjö ára, annars vegar og svo með dótturinni á spítalanum. „Synir okkar tóku þessu vel en fannst skrýtið að eiga systur sem þeir fengu ekki að hitta,“ segir Hafdís. Svínaflensufarald- urinn hafi séð til þess: „Þeir fengu tvisvar að sjá hana í gegnum glerrúðu á þessum sjö vikum.“ Börnum sinnt af alúð Hafdís vonar að húfurnar eigi eftir að reyn- ast vel á deildinni. „Og skili allar húfurnar sér ætti lagerinn að endast í þrjú ár,“ seg- ir hún og hlær. „Eftir þessa reynslu ber ég ótrúlegt traust til starfsfólksins sem sinnti dóttur minni. Þetta er engin færi- bandavinna, heldur heyrði maður hvernig læknar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar töluðu af ástúð til barnanna. Það var svo gott að vita af barninu í góðum höndum þegar við vorum ekki á staðnum.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Nýfædd, slöngum þrædd á vökudeild Landspítalans. Emma Sigrún átta tímum eftir fæðingu, komin í öndunarvél. Hafdís, Jón Baldur Baldursson, Sigurgeir Árni og Alexander Gauti með litlu stúlkunni Emmu Sigrúnu. Hún varði fyrstu sjö vikum lífs síns á vökudeild, fæddist 1.750 g og varð léttust 1.400 g þar til hún náði sér á strik. Ljósmynd/Hari 8 fréttir Helgin 12.-14. nóvember 2010

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.