Fréttatíminn - 12.11.2010, Blaðsíða 60

Fréttatíminn - 12.11.2010, Blaðsíða 60
60 bíó Helgin 12.-14. nóvember 2010  frumsýningar Bíódagar í Paradís Haustbíódagar Græna ljóssins hefjast í Bíó Paradís í dag, föstudag, þar sem boðið verður upp á sjö umtöluðustu heim- ildarmyndir ársins. Feathered Cocaine, ný íslensk heimildar- mynd um fálkasmygl, er opnunar- mynd Bíódaganna. Hinar myndirnar eru Armadillo sem fjallar um danska hermenn í Afganistan, Freakonomics sem byggist á köflum úr samnefndri metsölubók, Catfish sem segir frá ungum ljósmyndara sem kemst að því að ekki er allt sem sýnist á Facebook. Gasland veltir upp þeirri spurningu hvort Bandaríkin séu hið nýja orku- veldi og í furðuverkinu I’m Still Here hættir Joaquin Phoenix að leika og gerist lélegur rappari. Síðast en ekki síst gefst fólki svo kostur á að sjá hina mögn- uðu Inside Job þar sem kafað er ofan í hvað liggur að baki heimskreppunni. Þ etta er óvenjuleg mynd og alls ekki dæmigerð heimildarmynd. Þetta er miklu frekar bíómynd. Þetta er bara stanslaus keyrsla,“ segir Gaukur sem fylgdi Jóni Gnarr eftir í kosningabarátt- unni og þá sérstaklega tvo síð- ustu mánuðina en þá var hann á hælum frambjóðandans nán- ast upp á hvern einasta dag. Þrátt fyrir þessar nánu sam- vistir við Jón segist Gaukur ekki vera orðinn leiður á Jóni. „Þvert á móti. Ég er alls ekki orðinn leiður á honum og eflist í hvert skipti sem hann kemur fram í þeirri trú að hann sé að gera rétt. Ég bað Jón um leyfi til að mynda kosningabaráttuna og hann gaf mér fullt frelsi, bæði til að taka þetta upp og gera það sem ég vildi við efn- ið.“ Einhver uggur mun vera í mótframbjóðendum Jóns vegna myndarinnar en Gauk- ur segist ekki skilja hvers vegna. „Myndin er bara mjög heiðarleg. Ég er ekki að leggja neinum orð í munn eða klippa úr samhengi til þess að gera þau fíflaleg. Þarna koma þau bara fyrir eins og þau eru og eru ekkert afskræmd. Mynd- in er heldur ekkert um þau og þau eru algerar aukapersónur. Þetta er fyrst og fremst mynd um fyndnasta mann Íslands- sögunnar, hans sýn og tilraun til þess að breyta einhverju í íslenskri pólitík sem er komin á villigötur.“ Að kosningabaráttunni lok- inni urðu þeir Jón og Dagur B. Eggertsson, oddviti Sam- fylkingarinnar, samherjar í borgarstjórn en Gaukur segir Dag ekki fá neina sérmeðferð. „Hann er alveg jafn asnaleg- ur og allir aðrir og ég passaði upp á að allir þessir aukaleik- arar kæmu jafn mikið við sögu þannig að það var ekki hallað á neinn með það.“ Gaukur segir að Dagur hafi ekkert amast við myndinni en þær Hanna Birna Kristjáns- dóttir og Sóley Tómasdóttir hafi beðið Jón að sjá til þess að þær kæmu ekki of mikið við sögu. „Jón útskýrði fyrir þeim að hann réði engu um endan- lega gerð myndarinnar en þær áttu erfitt með að trúa því að hann væri ekki aðalgaurinn í þessu. En þótt hann sé í aðal- hlutverki þá skilur hann alveg, sem listamaður, að hann ræð- ur þessu ekki. Hann er bara maðurinn sem við fylgdum eftir. Ég vona að þessi mynd og Besti flokkurinn í bland verði ákveðið framlag ákveðins hóps listamanna til að rífa okkur upp úr þessu volæði sem er allsráðandi. Þessi mynd er hugvekjandi, hún er falleg og hún er fyndin. Það á enginn að upplifa hana sem einelti á einn né neinn nema að vera með einhver ofboðslega stíf einelt- isgleraugu á lofti. Mér finnst þessi umræða á villigötum og vera niðrandi. Það er verið að leggja eineltið í einelti með þessu tali. Mér finnst mjög ódýrt að tala um einelti þegar þessi mynd er annars vegar enda er það alls ekki tilfellið.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is bíó H já CI A stendur skammstöfunin RED fyrir Retired and Extremely Dangerous – Á eftirlaunum og stórhættu- leg. Og það er víst óhætt að segja að aðalpersónum RED verði ekki mikið betur lýst en einmitt með þessum orðum. Jaxlinn Bruce Willis leikur klárasta leyniaðgerðagaur- inn í gervallri sögu CIA. Hann er sestur í helgan stein en þegar hópur morðingja ryðst inn á heimili hans eina nóttina hrekkur hann í gamla gírinn, snýr vörn í sókn og ræðst gegn andskotum sín- um. Hann byrjar á því að smala saman gamla genginu sínu; öldungi sem kominn er á elliheimili (Morgan Freem- an), snarbiluðum vænisjúk- lingi sem felur sig í fenjum Flórída (John Malkovich) og breskri heldri konu sem var áður færasti morðingi bresku leyniþjónustunnar en rekur nú gistiheimili (Helen Mir- ren). Þau kippa svo einnig fornum rússneskum fjanda úr gamla KGB um borð (Bri- an Cox). Þegar á hólminn er komið hefur þetta fólk engu gleymt varðandi vopnaburð og dráp. Þessi saga er í raun ósköp stöðluð og fátt sem kemur á óvart en myndin er samt sem áður prýðileg skemmtun. Bruce Willis er alveg jafn harður og svalur í dag og hann var í Die Hard 1989 og heldur kúlinu út í gegn. Morgan Freeman fer blindandi með sína rullu og John Malkovich fer á sínum alkunnu kostum og lyftir myndinni upp í hlutverki geðsjúklingsins sem engum treystir. Helen Mirren og Bri- an Cox eru bæði dásamlegir leikarar og renna sér í gegn- um myndina á gamalkunn- um sjarma þannig að ekki er hægt að kvarta yfir vel völd- um mannskapnum í mynd- inni sem er stórgóð skemmt- un þar sem spennu, ofbeldi og gríni er blandað saman í nokkurn veginn réttum hlut- föllum. Þórarinn Þórarinsson Easy A Leikkonan unga og bráð- efnilega Emma Stone (Superbad, Zombieland) leikur menntaskólastelpu sem upplifir sig eins og sögupersónuna Hester Prynne úr skáldsögunni The Scarlet Letter eftir að saklaus lygi um að hún hafi misst meydóminn fer á flug. Hún ákveður að notfæra sér orðróminn til þess að styrkja félagslega og fjárhagslega stöðu sína. Í öðrum hlutverkum eru meðal annarra Lisa Kudrow og Stanley Tucci. Aðrir miðlar: Imdb: 7,7/10, Rotten Tomatoes: 87%, Metacritic: 72/100 Unstoppable Leikstjórinn Tony Scott og leikarinn Denzel Washington virðast hafa ægilega gaman af því að vinna saman en þeir hafa gert Deja Vu, The Taking of Pelham 1 2 3, Crimson Tide, Man on Fire saman og eru nú mættir eina ferðina enn í Unstoppable. Hér segir frá vélstjóra og yfirmanni hans sem reyna að stöðva stjórnlausa flutningalest fulla af eiturefnum en nái þeir ekki stjórn á henni er heilt bæjarfélag í stórhættu. Auk Washing- ton fara Rosario Dawson og Chris Pine með stór hlutverk í myndinni. Aðrir miðlar: Imdb: 7,1/10, Rotten Tomatoes: -, Metacritic: - Arthur 3 Þriðja teiknimynd franska leikstjórans Luc Besson um ævintýri Arthúrs í heimi Mínímóanna. Aðrir miðlar: Imdb: 5,8/10, Rotten Tomatoes: -, Metacritic: - Eldri borgarar í drápsham  gaukur Úlfarsson: leggur frambjóðendur ekki í einelti Bjánar í þrívídd Steve-O, Johnny Knoxville og hin fíflin sem kenna sig við Jackass hafa gert garðinn frægan með því að reyna allt sem í þeirra valdi stendur til þess að slasa sig eða jafnvel drepa með alls kyns áhættuatriðum. Þeir eru búnir að henda í þriðju bíómyndina með asnastrikum sínum og til þess að magna upplifunina fyrir áhorfendur er djöfulgangurinn nú í þrívídd. Aðrir miðlar: Imdb: 7,3/10, Rot- ten Tomatoes: 62%, Metacritic: 56/100 Gaukur segir Jón Gnarr borgarstjóra vera að reyna að benda á hversu skakkur fókusinn sé enn á íslenska pólitík. „Það er eins og það sem stendur í Rannsóknarskýrslunni um stjórnmál sé bara aukaatriði. Upplifun fulltrúa Besta flokksins í Ráðhúsinu er svolítið sú að enginn hafi lært neitt og fólk ætli bara að sitja þetta af sér og svo haldi sömu Remax-sölumennirnir áfram að selja okkur sama gamla bullið.“ Fyndin hugvekja gegn volæði Gnarr, heimildarmynd Gauks Úlfarssonar um kosningabaráttu Jóns Gnarr og Besta flokksins, verður frumsýnd í dag, föstudag. Gaukur segir Jón ekki hafa fengið neinu ráðið um efnistök hans og þvertekur fyrir að myndin sé einelti í garð ákveðinna stjórnmálamanna.  bíódómur: red Opnunartími virka daga 12-18 laugardag 12-16 Grensásvegi 8 - 108 Reykjavík - 517-2040 LAGERSALA www.xena.is Gönguskór St. 36-46 Verð áður 14.995 Verð nú 9.995  941_2 941_3 Phoenix í ruglinu í Í m Still Here. Eða hvað? Þetta er framlag ákveðins hóps listamanna til þess að rífa okkur upp úr þessu volæði sem er allsráðandi. Gömlu kall- arnir eru engin lömb að leika sér við þegar þeim er ógnað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.