Fréttatíminn - 12.11.2010, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 12.11.2010, Blaðsíða 54
54 heimili Helgin 12.-14. nóvember 2010 Ef þú kemur að borða á Saffran á sunnudögum með mömmu eða pabba þá máttu velja þér rétt af matseðli litla fólksins og færð hann frítt! Gildir fyrir börn 10 ára og yngri, til 15. des. og eingöngu ef borðað er á staðnum með fullorðnum. Og munið: Skrímsli borða ekki krakka sem borða hollan mat! Allt í lit Úr svarthvítu í lit Svarthvít heimsklassahönnun hefur nú tekið á sig nýjan lit, eða öllu heldur liti, því í auknum mæli er farið að framleiða þekkta hönnun í lit. Fyrirtækið Vola, sem framleiðir meðal annars blöndunartæki fyrir bað og eld- hús, býður nú upp á krana hannaða af Arne Jacobsen í sterkum regnbogalitum. Sama gildir um húsgagnafram- leiðandann ítalska CASSINA sem hefur hafið framleið- slu á frægum LC2 -stólnum, hönnuðum af Le Cor- busier, í sælgætislitum. Naumhyggja síðari ára stendur nú inni á heimilum eins og hvítur strigi og bíður þess að litirnir fylli rýmið og útlit er fyrir að af nægu verði að taka. Smáhlutir og nostalgía Jólastjaki með útlínur jólatrés vakti mikla athygli á nýafstaðinni handverkssýningu Handverks og hönnunar í Ráðhúsi Reykjavíkur; svo mikla að stundum myndaðist biðröð við stjakann. Guðný Haf- steinsdóttir keramiker er hönnuður og skapari stjakans. Guðný Hafsteinsdóttir á vinnustofu sinni í Kópavoginum. Örsmáir vasar sem geta staðið við hvern disk á matarborðinu. Þessir eru hluti af jólalínu Guðnýjar. É g er afskaplega mikið fyrir smáa hluti,“ segir Guðný Hafsteinsdóttir keramiker. „Ætli ég hafi það ekki frá dvöl- inni í Danmörku en þar er algengt að skreyta með smáhlutum.” Um leið handfjatlar hún litla vasa sem standa þrír saman á borði á vinnu- stofunni hennar í Kópavoginum og lýsir því hvernig þessir litlu vasar geti staðið við matardiskana á jóla- borðinu. Vinnustofan er björt og út- sýnið sláandi. Vinnustofan er einn af eftirlætisstöðum Guðnýjar, annar er eldhúsið. „Eldhúsið er einn af mínum eftir- lætisstöðum og mér finnst mjög fal- legt að skreyta borðið með mörgum smáum hlutum, það er alltaf pláss fyrir þá á borðinu og þeir eru aldrei fyrir neinum.“ Jólastjakinn, sá af grip- um Guðnýjar sem vakti einna mesta athygli á nýafstaðinni sýningu Handverks og hönn- unar í Ráðhúsi Reykja- víkur, er reynar enginn smágripur, eða hvað? „Hann er samsettur úr litlum kertastjökum og smáfuglum, það er hægt að taka stjakana af grindinni sem þeir standa á og nýta þannig á marga vegu,“ segir Guðný. Notagildi er henni hugleikið og kallar hún eldhúslínu sína Not. „Not er nostalgísk lína því ég sæki form eldhúshluta úr æsku minni og nota í mína hönnun auk þess að nota mín eigin form í bland. Þegar ég var barn voru þetta hversdagslegir hlutir en í dag vekja þeir notalegar tilfinningar auk þess sem ég átta mig betur á fegurðar- og hönnun- argildi þeirra. Köflótta mynstrið sem gengur einnig eins og minni í gegnum línuna er fengið úr gömlum viskustykkjum sem enn eru fram- leidd.“ Í hönnun sinni notar Guðný viskustykki sem koma frá vinnustof- unni Ási og fær þar jafnframt af- ganga og notar Köflótta mynstrið sem gengur eins og minni í gegnum línuna er fengið úr gömlum visku- stykkjum sem enn eru framleidd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.