Fréttatíminn - 12.11.2010, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 12.11.2010, Blaðsíða 50
Þ essi ákveðni stíll hefur notið talsverðra vinsælda á Norðurlöndunum og oftast má sjá nokkur sjúskuð húsgögn á síðum danskra glanstímarita sem fjalla um heimili og hönnun. Stíll- inn er þó vandmeðfarinn því línan er fín á milli þess að hann sé smart eða hreinlega sóðalegur. Eitt lykilatriðið til að láta hann ganga upp er að velja húsgögn sem eru falleg í laginu. Vel getur verið að eitt slíkt leynist inni á heimilinu, í geymslunni, á antíksölum eða Góða hirðinum. Ágætt er að leita að fyrirmynd áður en haldið er af stað. Þær er að finna víða, bæði á vefnum og í tímaritum og blöðum. 50 heimili Helgin 12.-14. nóvember 2010 Yfir 400 einfaldar og fljótlegar uppskriftir úr hinum sívinsælu þáttum Eldsnöggt með Jóa Fel. Eldað mEð Jóa FEl Ný matreiðslubók frá Jóa fel er væNtaNleg á Næstu dögum F A B R IK A N  Heimavinna nýtt verður notað Ákveðinn sjarmi er yfir gömlum slitnum viðar- húsgögnum þar sem málningin er farin að mást af og viðurinn lætur á sjá. Aðferð til að sjúska húsgögn: 1Húsgagnið er málað. Fyrst er það þrifið vel til að losa alla fitu og jafnvel pússað létt yfir með sandpappír. Húsgagnið er grunnað með grunnmálningu og svo málað. Athugið að fara eftir leiðbeiningum á umbúðum um þurrktíma málningar- innar. 2Þegar málningin er vel þornuð, eftir einn til tvo daga, er hægt að fara yfir með sandpappír hér og þar. Ágætt er að sjá fyrir sér fyrst hvar væri líklegt að húsgagnið myndi sjúskast og ráðast á þá staði með sandpappír. Mikilvægt er þó að fara sér hægt og nudda ekki of fast. 3Til að láta viðinn sjúskast enn frekar er hægt að setja keðju inn í koddaver og slá í hús- gagnið hér og þar til að fá dældir í það. Einnig er hægt að þrýsta á viðinn með smáu skrúfjárni eða pinna til að láta líta út fyrir að skordýr hafi gert göt í viðinn. Önnur ágæt aðferð er að láta hús- gagnið standa úti og láta það veðrast, þannig gránar viðurinn svipað og rekaviður, en hafa skal hugfast að hann verður veikari fyrir vikið og líklegri til að brotna upp. Þessi aðferð virkar best á húsgögn sem eru úr gegnheilum viði, eða á húsgögn úr málmi sem hafa verið máluð. Þæfð ull Nú er bíómyndin Beðmál í borginni 2 komin út á DVD og þá er hægt að sökkva sér ofan í hana með pásutakkann að vopni, frysta mynd- ramma á skjánum og rannsaka það sem fyrir augu ber. Fatatískan er vissulega grípandi en innanhússhönnunin er ekki síðri. Íbúð Carrie og Big er veisla fyrir augað og uppspretta hugmynda, auk þess sem þar er að finna hönnun sem vekur athygli. Þar á meðal er blár skemill sem hefur þýðingarmiklu hlutverki að gegna í innilegri senu á milli Carrie og Big. Skemillinn er verk finnska hönnuðarins Anne Kyyro Quinn sem vinnur nánast einvörðungu með þæfða ull. Og að sjálfsögðu er blái skemillinn úr þæfri ull. Í viðtali við listrænan stjórnanda myndarinnar varð þessi skemill fyrir valinu því blái liturinn kallaðist á við bláu veggina í gömlu íbúðinni hennar Carrie og vegna þess hvernig þæfða ullin sem saumuð er utan um hann gerir hann einstakan og athyglisverðan. Anne Kyyro Quinn hannar einnig púða úr þæfri ull og býr til úr henni stór listaverk sem sum hver þekja heilu veggina.  Beðmál í Borginni Skemilinn Lola eftir hina finnsku Önnu Kyyro Quinn Sjúskuð húsgögn Ákveðinn sjarmi er yfir gömlum slitnum viðarhúsgögnum þar sem málningin er farin að mást af og viðurinn lætur á sjá. Með tímanum og við notkun ná húsgögnin þessu slitna útliti en hægt er að flýta fyrir ferlinu með einfaldri aðferð, sé óskað eftir þessu sérstaka útliti. Þetta skrifborð er sérsmíðað en látið líta út fyri að vera gamalt með sérstakri vinnsluaðferð.  Hugmynd Pappírs-eldstæði Draumurinn um arin í stofunni getur ræst á einfaldan og ódýran máta með því að láta prenta stóra mynd af arni og koma fyrir í stofunni. Reyndar fylgir sá ókostur að ekki er hægt að kveikja upp í arninum. Kosturinn er sá að ódýrt er að innrétta með þessum hætti, auðvelt að skipta út fyrir annað og eldhættan er engin. Hugmyndina má útfæra á marga vegu og jafnvel nota ljósmyndir innan úr kastölum eða bókasöfnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.