Fréttatíminn - 12.11.2010, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 12.11.2010, Blaðsíða 16
Þ ær systur Ingibjörg (50) og Sigurlína (53) búa yfir óhuggnanlegri sögu ofbeldis, bæði and- legs og kynferðislegs, af hendi eiginmanns móðursystur þeirra. Þær fluttu með fjölskyldu sinni, þar af sex af níu systkinum, á neðri hæðina í húsi ofbeldismanns- ins árið 1969. Móðir þeirra var þá ófrísk að níunda barninu og faðir þeirra á sjó. Þær segja máginn hafa borið með sér óþokka frá fyrstu kynnum – en verið spennandi. Hann hafi áunnið sér traust Ingibjargar áður en hann beitti hana kynferðis- ofbeldi og nauðgaði – jafnvel svo að börn sæju til. Hann hafi ekki náð á sama hátt til Sigurlínu, enda eldri, en brotið hana niður andlega. Hann hafi notað hvert tækifæri sem gafst. Þær segjast ekki vera þær einu sem eigi sögu um ofbeldi af hendi þessa manns, en það sé ekki þeirra að upp- lýsa um reynslu annarra. Hann hafi einnig leitað á önnur börn í götunni og komist upp með það. Maðurinn sé Ægir Geirdal Gíslason, frambjóð- andi til stjórnlagaþings. „Við erum fegnar því að hann stíg- ur þetta skref því það gefur okkur færi á að bera málið upp,“ segja þær systur. Þær segja frá reynslu sinni af Ægi á netinu í bréfi sem þær sendu stórfjölskyldu sinni í september fyrir tveimur árum, á eitt hundrað ára minningarafmæli ömmu þeirra. Bréfið birtu þær á dögunum og hefur vefsíðan fengið yfir fjörutíu þúsund heimsóknir. „Í baráttu okkar í gegn- um árin reyndum við að sækja stuðn- ing til fjölskyldunnar. Við leituðum á röngum stað. Við finnum hann núna þegar við galopnum málið eftir ára- tuga baráttu og drifkrafturinn er gífurlegur,“ segja þær. Þöggun í fjörutíu ár Þögn og þagnarmúr í fjörutíu ár. „Það er óttinn og net hans hefur ver- ið spunnið í kringum ofbeldið. Fólk telur sér trú um að það verndi sig og sína fjölskyldu með því að þegja og verndi þá sem eru í kringum ofbeld- ismanninn,“ segir Sigurlína. „Á það treystir hann. Það er öryggisnetið hans,“ botnar Ingibjörg. Samkennd þeirra systra skín í gegn þar sem þær sitja á Duus-hús- um í Keflavík. Rokið dynur á húsinu. Þær systur hafa staðið saman þótt þeim finnist sem stórfjölskyldan hafi ítrekað reynt að stía þeim í sundur. Ingibjörg hafi gárað vatnið með því að opinbera minningar sínar um barnaníðið og í kjölfarið hafi verið hringt í Sigurlínu og spurt hvernig hún hafi það eftir orrahríðina. Af- mæli ömmu þeirra hafi verið vendi- punktur, tíminn þar sem þær ákváðu að ættingjar þeirra gætu ekki leikið tveimur skjöldum, þeir þyrftu að taka afstöðu með eða á móti ofbeldinu. „Við berum ábyrgð. Við öll sem vit- um af kynferðisofbeldi í garð barna berum ábyrgð á meðan ofbeldismað- urinn fær að vera óáreittur. Hvernig eiga börn að stíga fram og greina frá ofbeldinu ef fullorðna fólkið þegir?“ spyrja þær systur. „Bréfið var okkar stóra útspil fyrir tveimur árum. Við vorum búnar að reyna allt og bjuggumst við miklum viðbrögðum. Við héldum að fólkið okkar myndi nota tækifærið og stíga fram, sem það gerði ekki.“ Þær syst- ur byrja og botna setningar hvor annarrar og lýsa vonbrigðum sínum. „Við fórum í sorgarferli enn á ný.“ Skelfilegt, segja þær. „Við vissum ekki hvaða skref við myndum stíga næst en við vissum þó að við gæf- umst aldrei upp og hættum ekki fyrr en tekið verður á vandanum.“ Þær eru ekki hræddar við viðbrögðin við frásögninni heldur undirbúnar. Brotin séu Ægis. Hann sé rót vand- ans, ekki þær. Hann þurfi að taka afleiðingunum, ekki þær. Hann eigi að bera ábyrgð á gjörðum sínum, sem séu ástæða þess að þær standi upp og segi sögu sína. Þær vilja að afleiðingarnar verði þær að hann verði tekinn úr umferð og misnoti ekki fleiri börn. Reyndu oft að rjúfa þögnina „Brotin gagnvart okkur stóðu yfir í langan tíma og það skal enginn telja mér trú um að hann sé hættur og hafi hætt þarna. Enginn hefur reynt að stöðva hann,“ segir Ingibjörg. „Hvers vegna ætti hann að hætta?“ Þær segja: „Allt fullorðið fólk sem þekkir Ægi og veit um brot hans, þekkir sögu hans og hefur lent í hon- um, þarf því að stíga fram og hjálpa okkur að taka niður þetta öryggis- net í kringum hann. Fólk reynir nú að brjótast út eftir að bréfið komst á netið. Það þarf gríðarlegan stuðning til að fylgja því skrefi eftir.“ Þær gera þá kröfu á fullorðið fólk sem stendur næst Ægi að það hætti að finnast það þurfa að vernda fjölskyldu hans. „Hún á engan séns nema að fólk rífi sig úr vefnum.“ Þær lýsa því hvernig stuðningur- inn, sem þær hafa hvor af annarri, sé forsenda þess að þær tókust á við vandann. „Ég hefði aldrei komist í gegnum sögu mína og baráttu hefði Sigurlína ekki verið til staðar,“ segir Ingibjörg og greinir frá því hvernig hún reyndi í gegnum tíðina að greina frá kynferðisofbeldinu. Fyrst þegar hún slasaðist á grunnskólalóðinni og grét, var óstöðvandi í sólarhring; miklu lengur en slysið gaf tilefni til. „En það áttaði sig enginn á því að eitthvað annað væri að.“ Svo síðar eftir að hún lenti í alvarlegu vinnu- slysi, tæplega sautján ára gömul, þegar hún missti vinstri handlegg- inn í fiskvinnsluvél á Suðurnesjum. „Þá fyrst koma fram minninga- brot, sem ég hafði bælt niðri, og ég segi foreldrum mínum frá reynslu minni. Þá lokar mamma á systur sína,“ segir Ingibjörg. „Já, mamma og pabbi tóku afstöðu með okkur,“ segir Sigurlína og Ingibjörg segir að í því hafi falist styrkur. „En ég sá samt eftir því að hafa opnað á þetta því vandamál fjölskyldunnar urðu svo mikil. Ég kunni ekki að takast á við þau og lokaði strax aftur. En við hvert einasta áfall í lífinu helltist minningin yfir mig og það var ekki fyrr en ég brotnaði sjálf sem ég gat unnið úr reynslunni.“ Það var í kjöl- far þess að Ingibjörgu var tæplega þrítugri nauðgað við kirkjugarð af óþekktum manni sem réðst á hana. Umfangsmikil leit var gerð að nauðg- aranum, þar sem ekkju hafði verið nauðgað viku fyrr á þessum sama stað þegar hún vitjaði leiðis eigin- manns síns. Málið komst í fjölmiðla. „Ferlið sem fór þá í gang var svo rétt. Allt samfélagið var á því að brot- ið hefði verið svo rangt. Réttlætis- kenndin var mikil,“ segir Ingibjörg. „Já, lögreglan notaði okkur sem beit- ur. Við vorum gerðar út til þess að reyna að ná manninum,“ segir Sig- urlína og Ingibjörg lýsir því hvernig æskuminningarnar um barnaníð- ið helltust enn á ný yfir hana. „En enginn vildi svo hlusta á þegar ég sagði frá þeim eða vildi hjálpa mér að klára málið. Það væri fyrnt. Það sýndi mér hvað kóngulóarvefurinn var þétt spunninn,“ segir Ingibjörg, og Sigurlína tekur við. Endaði í tætlum á geðdeild „Hún bað mig að bera vitni í málinu [gegn Ægi]. Það ætlaði ég að gera og það kom aldrei annað til greina en að segja frá og segja sannleikann. Ég trúði því að tekið yrði á þessu. Ég beið og beið og beið. Það var ekk- ert gert,“ segir Sigurlína. Kona sem í æsku hafði verið nágranni þeirra og með reynslu af ofbeldi Ægis hafi ver- ið tilbúin að bera vitni, en hafi heldur ekki verið kölluð til. „Það var þagað, því kerfið ræður ekki við barnaníð- inga. Þetta væri ekki sama vanda- málið ef það gerði það,“ segir Ingi- björg. „Alltaf finnst okkur við hafa gengið á vegg, en eftir á að hyggja hefur dropinn holað steininn,“ segir hún. „Það er skelfilegt að búa yfir þessum upplýsingum og enginn vill taka við þeim. Enginn vill gera neitt við þær.“ Á endanum varð reynslan Ingibjörgu það erfið að hún fékk taugaáfall. Hún var lögð inn á geð- deild í kringum 1990. „Ég vissi ekki að ég væri svona illa farin á sálinni. Við hvert áfall í lífinu komu minningabrot um kyn- ferðisofbeldið upp á yfirborðið. Fyrst hélt ég að það væri ímyndun og að ég væri klikkuð. Það tók mig tvö ár að krafsa mig út úr því ástandi. Það eru árin tvö sem ég grét. Ég var brotin í tætlur.“ Hún var þá orðin móðir telpu og segir að á þessum tíma hafi hún orðið að velja á milli þess að sinna móðurhlutverkinu eða gefa hana frá sér, hugarangistin hafi verið slík. „Ég var ekki orðin það veik að ég gat valið og ég valdi réttu leiðina.“ Hún hafi kostað mikla vinnu. Ingi- björg lýsir því hvernig hún var undir læknishendi í tíu ár. Eftir þau hafi verið kýrskýrt í huga hennar hvað hún þyrfti að gera. „Ég safnaði kjarki og lagði reynslu mína á borðið. Ég fékk ekki tæki- færi, ég var fryst úti. Fjölskyldan fór strax í leiki þagnarinnar,“ lýsir Ingi- björg. „Hann var ógnin í hverfinu og það vissu það allir. Allir vissu að hann var ekki traustsins verður, en ekki af hverju,“ segir Sigurlína. „Af honum segir enginn sömu sögu. Hann brýt- ur misjafnlega á fólki og auðvitað byrjaði hann á því að brjóta eigin fjöl- skyldu niður.“ Hann hafi brotið kon- una sína niður, það hafi verið fyrsta skrefið. „Þegar hann eignaðist börn notaði hann þau sem vopn á hana,“ segir Ingibjörg. „Svo gerist það sem ég óttaðist mest. Hún verður vegg- urinn sem ég rekst á. Hún er það ennþá og allt fólkið í kringum okkur og hana telur sig vera að vernda hana með því að stíga ekki fram.“ Krefja ættingja um afstöðu Þær systur lýsa því hvernig margir í fjölskyldunni hafi reynt að halda samskiptum á báða bóga. „Það er ekki hægt. Við höfum lokað á það. Við skildum við þá,“ segja þær. „Við upplifðum það sem svik þegar ætt- ingjar okkar sem fengu bréfið héldu áfram að vera í þöggunarliðinu. Þeir gátu ekki gert það án þess að gera sögu okkar að lygi.“ Baráttan í gegnum árin segja þær að hafi verið mjög kaflaskipt en Ingi- björg segir þó að ekki hafi skort á andlega aðstoð við þær systur. „En hin hliðin, sú sem snýr að ofbeldis- manninum, er alltaf í lausu lofti. Það tekur enginn á honum. Það er ekk- ert í umhverfinu sem styður að það Rufu þagnarmúr um ofbeldi í æsku Léttir, loksins viðbrögð og nú er á okkur hlustað,“ segja systurnar Ingibjörg og Sigurlína (53) Ólafsdæt- ur. „Þögnin hefur verið í kringum okkur í fjörutíu ár. Við stigum ekki út í gær. Við gerðum það fyrir tutt- ugu árum og veggurinn hefur þykknað ef eitthvað er.“ Þær vísa í þagnarmúr sem reistur hefur verið í kringum barnaníðing í stórfjölskyldu þeirra, sem beitti þær ofbeldi fyrir áratugum. Þær krefja ættingja sína um afstöðu og vilja að þjóðin taki ábyrgða nú þegar hún viti af níðingnum. Þær systur hafa snúið bökum saman frá því að þær deildu reynslu sinni af ofbeldinu sem mágur móður þeirra beitti þær. Ingibjörg lýsir Sigurlínu sem klettinn í lífi sínu. Ljósmynd/Hari Ég vissi ekki að ég væri svona illa farin á sálinni. Við hvert áfall í lífinu komu minn- ingabrot um kyn- ferðisofbeldið upp á yfirborðið. 16 fréttir Helgin 12.-14. nóvember 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.