Fréttatíminn - 12.11.2010, Blaðsíða 68

Fréttatíminn - 12.11.2010, Blaðsíða 68
68 dægurmál Helgin 12.-14. nóvember 2010 Hugvekjur Péturs Greinasafn Péturs Gunnarssonar geymir ræður, erindi, greinar og hugvekjur sem sumar hafa birst opinberlega en aðrar ekki. Pétur skrifar á mannamáli um efni sem skipta máli. Forvitnileg og uppbyggjandi bók www.forlagid.is NÝ KILJA  Plötuhorn Dr. Gunna allt sem þú átt  Friðrik Dór Nútímalega R&B- poppið hans Friðriks Dórs er sams konar stöff og heyrist allan daginn á FM957. Frið- rik er mjög sann- færandi söngvari og viðkunnanlegur náungi sem gæti hæglega orðið alvöru poppstjarna. Lögin eru flest virkilega flott. Færir takkastrákar hafa klætt þau í svalan búning, þau grúva vel og húkka fast. Friðrik er píkupoppaður í rómantískustu text- unum sínum (allir á íslensku), en skiptir oft í tjillaðan töffaraskap. Mjög vel heppnuð poppplata. MS-GrM  Gylfi Ægis, Rúnar Þór og Megas Þessir þrír eru sannarlega aðals- menn í bransanum og samvinna þeirra er óvænt og vel til fundin. Hér snýst allt um að hafa gaman af og minna um listræna nýsköpun. Tvö glæný lög eru þó á plötunni, bæði frábær. Karlarnir eru í eins konar rokk- karókíi, syngjandi hver annars smelli, glaðir og reifir í þétt- rokkuðum umbúðum hljómsveitarinnar. Þetta er blátt áfram stuðplata sem þykist ekki vera neitt annað. orphic oxtra  Orphic Oxtra Meðlimir þessarar fjölmennu sveitar eiga það sameiginlegt að stunda nám í hljóð- færaleik við LHÍ eða FÍH. Bandið spilar frum- samda tónlist undir rótsterkum áhrifum frá balkantónlist, klezmer og sígaunatónlist. Bandið kannar þannig svipaðar slóðir og Skárr’en ekkert og Nix Noltes og býður upp á vænan skammt af taktfastri, lífsglaðri og ofurhressri stuðtónlist. Þetta er vel gert en maður þarf að vera „inni í“ þessari tón- listartegund til að njóta hennar til fullnustu. Hin gullfallega Eva Longoria, sem leikur Gabrielle Solis í Aðþrengdum eiginkonum, fór á kostum sem kynnir á MTV Europe-tónlistarhátíðinni sem haldin var í Madríd á sunnudags- kvöldið. Longoria skipti þrettán sinnum um föt meðan á hátíðinni stóð og birtist meðal annars í skinkubúningi. Meðal þeirra sem stigu á svið voru Lady GaGa, Rihanna, Shakira og Kate Perry ásamt gömlu rokkurunum í Bon Jovi. Longoria virtist skemmta sér konunglega þrátt fyrir mikla fyrirhöfn við kjólaskipti og breytta hárgreiðslu því hún skrifaði á Twitter-síðu sína að hún elskaði Madríd og að hún hefði átt frábært kvöld. Lady GaGa var sigurvegari kvöldsins, fékk þrenn verðlaun. Hinn ungi Justin Bieber fékk tvenn verðlaun. Kólumbíska þokkadísin Shakira dillaði bossanum af miklum móð. Longoria fór á kostum á MTV-hátíðinni Gamli gítarhaukinn Slash var mættur á svæðið LadyGaGa fór að venju ekki troðnar slóðir á sviðinu. Söngkonan Miley Cyrus var glæsileg í hvítum kjól. Gossip Girl-gellan Taylor Momsen vakti athygli fyrir djarfan klæðaburð. Hjónin nýgiftu Kate Perry og Russell Brand geisluðu. Ófáir gestir sneru sig úr hálslið þegar söngkonan glæsilega Rihanna gekk fram hjá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.