Fréttatíminn - 12.11.2010, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 12.11.2010, Blaðsíða 44
Hljómplötuútgefandinn fyrrverandi, Steinar Berg, hefur í samvinnu við Brian Pilkington sent frá sér þriðju bókina um ævintýri trölla í Borgarfirði. Í þetta skiptið er það sjálf Grýla sem verður á vegi þeirra. Steinar er maður ekki einhamur. Ritstörfin stundar hann í hjáverkum en hann er hótelhaldari og veitingamaður í Fossatúni við Grímsá í Borgarfirði og því vel kunnugur sögusviði bókarinnar. Hringaló og Grýla er sjálfstætt framhald Tröllagleði og í aðalhlutverki er eins og fyrr ungtröllið Labbakútur. Við hótel Steinars er kominn vísir að tröllagarði þar sem hugmyndin er að koma fyrir styttum af helstu persónum bókanna. Grýla er þegar risin, en í tilefni af útgáfu bókarinnar ætlar hún að koma í bæinn í dag, föstudag, og taka sér bólfestu í Smáralind. -jk Efst á sölulista bóka það sem af er árinu trónir Stóra Disney mat- reiðslubókin. Hún geymir 124 uppskriftir fyrir alla fjölskylduna. Þegar flett er upp á höfundum kemur í ljós að bókin er samin og brotin um hér á landi þótt hún beri nafn Disneys en Edda útgáfa selur vörur þessa bandaríska fyrir- tækis hér á landi. Óskar Finnsson, Sigurður Gíslason, Stefán Ingi Svansson, Berglind Sigmarsdóttir, Sólveig Eiríksdóttir og Ebba Guðný Guðmundsdóttir eiga uppskriftirnar í bókinni. Gassi tók myndirnar og Marta María Jónasdóttir er stílisti. Margrét E. Laxness sá um útlit bókarinnar. Hér er því að finna fyrir- bærið gömlu góðu kjötsúpuna hans Andrésar – sem hefur ekki fram að þessu verið kennt við þann mæta stegg. Bókin er að öllu leyti frambærileg þótt letur á uppskriftum sé í minna lagi. -pbb Grýla og tröllin í BorgarfirðiMatreiðslubók fyrir börn  Bókadómur Þóra Biskups og raunir ... sigrún pálsdóttir Þ óra biskups stendur á kili nýrrar ævi-sögu Sigrúnar Pálsdóttur um dóttur Péturs Péturssonar biskups og eig- inkonu Þorvalds Thoroddsen. Faðirinn var samtímamaður Fjölnismanna, kvæntist inn í eina auðugustu ætt landsins um miðja nítj- ándu öld, hafði mikil áhrif í íslensku samfé- lagi þess tíma; eiginmaðurinn var fyrsti land- fræðingur okkar, raunar helsti og merkasti vísindamaður sinnar aldar, sá eini sem naut alþjóðlegrar viðurkenningar, maður sem skóp sér vísindaferil úr engum efnum. Þar til hann kvæntist Þóru og tók að njóta eigna hennar. Við andlát þeirra hjóna á öðrum og þriðja áratug síðustu aldar gáfu þau persónulegt skjalasafn sitt til þjóðarinnar og er það varð- veitt í Þjóðminjasafni. Þegar Sigrún hefur ævisöguna á óljósri frásögn af konu þeim samtíða sem sögð var hafa feikað sína eigin útför, sviðsett andlát sitt, getur lesandi sem kunnugur er arfi Þóru og Þorvalds ekki dregið aðra ályktun en þessa: Þau hjón vildu tryggja sess sinn í sögunni. En það hefur ekki gengið eftir. Þor- valdur nýtur ekki enn almennrar viðurkenn- ingar sem einn hinna stóru í okkar sögu, saga Þóru er fyrst rakin nú í riti Sigrúnar; seinnipartur titils verksins „... og raunir ís- lenskrar embættismannastéttar,“ er ekki sannnefni þótt í fjölskrúðugu tilvitnanasafni í bréf Þóru sé víða vikið að því hvað gerist kringum hana. Þar er til dæmis ekki vikið að örlögum barna Jóns Péturssonar eða Brynj- ólfs föðurbræðra hennar. Nú, eða örlögum áa Elínborgar systur þeirra. Ekki nema tæpt á örlögum mága móður hennar svo aðeins sé svipast um í nánasta hring þessa fólks. Þá er heldur ekki rétt að „margradda frásögn“ geymi bókin; hér er rödd Þóru ráðandi. Enn síður er rétt að þetta tímabil sögu okkar sé „hljóðlaust og frosið“. Útgáfa á verkum sem lýsa því frá síðustu misserum vitnar einmitt um að það er sprelllifandi: nýlegar tillögur um sameinuð Norðurlönd eru frá miðbiki aldarinnar, stofninn í hjálp kvenna við þá sem minna mega sín liggur þar. Vandi kvenna að gera sig gildar fari þær einhleypar um er sá sami þá og nú. Vantar inn í heildarmyndina Ævisaga Þóru er merkileg bók, þótt víða verði brýn þörf höfundar til útskýringa til trafala sem hún leyfir sér á ágripskenndan hátt víða. Þótt gögn um Þóru séu óvenjumik- Raunir Þóru Pétursdóttur Sigrúnu Pálsdóttur tekst ekki að bregða nema þröngu ljósi á það svið sem hún hefur kosið sér. Bókin um Þóru opnar samt glugga sem áður var aftur.  Þóra biskups og raunir ís- lenskrar emb- ættismanna- stéttar Sigrún Pálsdóttir 280 bls. JPV 44 bækur Helgin 12.-14. nóvember 2010  Bókadómur spegill Þjóðar njörður p. njarðvík verðlaunaBók Hin magnaða bók Hreinsun eftir Sofi Oksanen, handhafa bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, er í þriðja sæti metsölulista Eymundsson. Sigrún er reyndar haldin pólitískri afstöðu til yfirstéttar þessa samfélags sem stundum blindar hana ger- samlega. il vantar samt mikið inn í heildarmyndina, til dæmis um uppvaxtarár hennar eins og ágrip á bls. 18 og 19 sýnir. Sigrún er reyndar haldin pólitískri afstöðu til yfirstéttar þessa samfélags sem stundum blindar hana ger- samlega: þegar ungar konur í Reykjavík fara dagleið út fyrir bæinn til að ná sér í jurtir til að skreyta bæinn þegar stytta Thorvald- sens er gefin hingað og læra af því mátt samstöðunnar, stofna í framhaldi Thorvald- sens-félagið og hefja líknarstarf í þessum fimmtán hundruð manna eymdarbæ, kemst höfundurinn að þeirri niðurstöðu að það geri þær sér til dægrastyttingar en ekki af kristilegu uppeldi, félagslegri þörf og sam- hygð. Þar stendur raunar stofninn að því víð- feðma félagsstarfi kvenna sem hrinti af stað kvennaskólahreyfingunni (sem löngum hef- ur verið þyrnir í augum kvennasögufólks), kröfunni um kosningarétt, stofnun Háskól- ans og söfnun fyrir Landspítala svo eitthvað sé nefnt. Inngróið höfðingjahatur Auðvitað tilheyrði Þóra yfirstétt, menntaðri yfirstétt, og hún valdi sér sögulegt hlut- verk: hannyrðakennsla til að styrkja smá- iðnað, myndlistarkennsla til að auka veg lista, sögulegar rannsóknir á myndlistararfi okkar sem var raunar upphaf rannsókna sem yngri menn eins og Hörður Ágústsson og Björn Th. Björnsson byggðu á hugmynda- fræðilega; arfur íslenskra handmennta og lista verður ekki skorinn frá sameiginlegum arfi Evrópu. „Raunir“ Þóru voru því marg- breytilegar og um margt stóð hún á undan sinni samtíð, fremst á sínum tíma. Þess utan ber bókin því vitni að hún var skemmtileg og lífsglöð kona þótt hún mætti, eins og allir menn þessa tíma, þola ótímabær andlát sinna nánustu, veikindi, fjárhagslega erfiðleika allt í kringum sig. Yfirstéttin ís- lenska á 19. öld var ekkert of sæl þótt hún byggi við meiri velmegun en almúgi. Það er hægur sess fræðimönnum okkar daga að líta af foragt niður á heldri stéttir, höfðingjahatur er inngróið í samfélagsskoðun hugvísinda og byrgir mönnum gjarna sýn. Fullt gagn er ekki af riti Sigrúnar, það nær of skammt í breiðari skoðun á samfélaginu. Henni tekst ekki að bregða nema þröngu ljósi á það svið sem hún hefur kosið sér: að- ferðin er ævisöguleg en í þrengra lagi. Ritið opnar samt glugga sem áður var aftur. Arfar Boga á Staðarfelli reyndust ýmist vera stofn embættismannaveldis, varkárir og sérgóðir hvar í fjórðungi sem þeir voru, hér á landi eða í Danmörku, eða þá að þeir hurfu inn í danskar verslunarstéttir. Saga Þóru er ekki nema glufa inn í þann heim heldri stétta konungsdæmisins, en um þá glufu má lesa merkilega og einstaka ævi konu sem nú er skýrari þótt myndin sé ekki víð. Hin síðari misseri hefur Njörður P. Njarðvík lagt sitt til umræðu um þjóð- félagsmál. Hann er einn þeirra eldri manna sem sestir í helgan stein telja ekki eftir sér að tala umbúðalaust um það sem þeim þykir miður fara í sam- félagsgerð okkar. Hann var virkur í undirbúningi þjóð- fundar um síðustu helgi og langt viðtal birtist við hann á síðum þessa blaðs í undanfara þess fyrir viku. Njörður hefur lengi verið einn for- kólfur í þeirri sveit manna hér á landi sem vill sækja sem mest til Norður- landa. Hann starfaði um tíma í Svíþjóð og í nýútkomnu riti sínu, Spegli þjóðar, lýsir hann því yfir að sænski jafnaðar- mannaflokkurinn standi honum næst, sterk liðsheild í öðru landi, sem segir sína sögu. „Persónu- legar hugleiðingar um íslenskt sam- félag“ er undirtitill Spegilsins. Þetta er ekki langt rit, í kiljubroti 143 síður, en Njörður fer víða, rekur upphaf sitt á Ísafirði, hvernig atvinnurekstur föður hans var leikinn í pólitísku róti og spillingu og hvernig hann braust til mennta. Síðan rekur hann þær samfélags- breytingar sem hér hafa orðið og eru at- huga- semdir hans og skoðan- ir líklega mörgum að skapi. Hann er einarður í skoðun- um, glöggskyggn á þá bresti sem voru búnir íslensku sam- félagi og siðavandur. Spegillinn sem hann vill vísa okkur á sýnir þjóð sem tap- aði áttum frá fornum gildum og kann ekki ráð til að komast aftur á þann veg sem mörgum þykir nú gæfulegastur. Rit Njarðar er áhrifamikið aflestrar, honum er mikið niðri fyrir og eins og gjarna er um boðendur sann- færir hann lesanda sinn í mælsku sem er hófleg í beitingu rökstuðnings. Holl hugvekja á erfiðum tímum. -pbb Andófsraddir  spegill þjóðar Njörður P. Njarðvík 144 bls. Uppheimar Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.