Fréttatíminn - 12.11.2010, Blaðsíða 57

Fréttatíminn - 12.11.2010, Blaðsíða 57
Viðskiptavinir með íbúða- og fasteignalán hjá Landsbankanum geta lækkað höfuðstól lána sinna með því að óska eftir 110% aðlögun eða 25% höfuðstólslækkun lána í erlendri mynt. LAUSNIR FYRIR HEIMILI | landsbankinn.is | 410 4000 Við tökum vel á móti þér um land allt. 110% aðlögun · Höfuðstóll íbúða- eða fasteignalána er færður niður í 110% af virði eignar · Fyrir þá sem eru með íbúða- og fasteignalán með höfuðstól umfram virði eignar 25% höfuðstólslækkun lána í erlendri mynt · Höfuðstóll lána í erlendri mynt færður niður um 25% samhliða breytingu í verðtryggt eða óverðtryggt íbúðalán í íslenskum krónum · Fyrir þá sem eru með lán í erlendri mynt N B I h f. ( L a n d s b a n k in n ), k t . 4 7 1 0 0 8 - 0 2 8 0 . E N N E M M / S ÍA / N M 4 4 2 8 3 Lægri höfuðstóll dægurmál 57Helgin 12.-14. nóvember 2010 „Mér þótti strax mjög spennandi þessi hugmynd Ragnars um mál- arann og módelið, þessa karaktera sem eru fastir í þessu endalausa mómenti,“ segir Ragnheiður Gests- dóttir um „Eins og við værum“, 30 mínútna heimildarmynd sína um verk Ragnars Kjartanssonar á Fen- eyjatvíæringnum árið 2009. Þar sat Páll Haukur Björnsson fyrir á meðan Ragnar málaði mynd af hon- um daglega í hálft ár frammi fyrir stöðugum straumi gesta sem skiptu tugum þúsunda. Ætla mætti að mynd um slíkan gjörning yrði einhæf en Ragnheið- ur segir ekki skorta á dramatíkina. „Þeir eru þarna á barmi brjálæðis í langan tíma þannig að þetta er há- dramatísk listræn mynd.“ Ragnheiður segir verkefnið hafa tekið á og hún hafi eytt drjúgum tíma í að klippa myndina. „Ég hafði auðvitað áhuga á þessari einhæfni en það eru nú samt takmörk fyrir því hvað maður nennir að horfa á sama hlutinn oft.“ Eins og við værum er tekin á 16 mm filmu og er sögð vera dimm, dularfull og tilraunakennd en ekki skemmtiefni eða venjuleg heimild- armynd. Almenningi gefst kostur á að sjá myndina þriðjudaginn 16. og fimmtudaginn 18. nóvember í Bíó Paradís. Aðeins verður um þessar tvær sýningar að ræða. -þþ Daðurdrottningin og kynlífssérfræðing- urinn Tracy Cox er stödd á Íslandi í tilefni af útkomu bókar hennar Lostaleikir og messaði daðurfræði sín yfir landanum á fimmtudagskvöld. Tracy er mörgum land- anum vel kunn enda hafa nokkrar bækur hennar komið út áður á Íslandi, þar á með- al Súpersex og Súperflört. Tracy er mjög áfram um að fólk „geri það bara“ og sleppi fram af sér beislinu við rúmstokkinn. „Eftir því sem þú stundar meira kynlíf, þeim mun meira kynlíf viltu. Ekki hafa áhyggjur af magninu og gæðunum strax. Það er betra að eiga þrjá stutta spretti í viku heldur en eitt maraþon í mánuði. Ef þú hefur endalausar áhyggjur af því að þú sért ekki að stunda kynlíf, og finnst þú þurfa að „bæta fyrir glataðan tíma” muntu einfaldlega fresta því enn lengur. Drífið bara í þessu,” segir Tracy Cox og mælir bæði af reynslu og mikilli visku. Ekkert hik við rúmstokkinn Fólk kemur ekki að tómum kofunum hjá Tracy Cox þegar daður og kynlíf eru annars vegar. Mynd um Feneyja-gjörning Ragnar Kjartansson málaði sömu fyrirsætuna daglega í hálft ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.