Fréttatíminn - 12.11.2010, Síða 57

Fréttatíminn - 12.11.2010, Síða 57
Viðskiptavinir með íbúða- og fasteignalán hjá Landsbankanum geta lækkað höfuðstól lána sinna með því að óska eftir 110% aðlögun eða 25% höfuðstólslækkun lána í erlendri mynt. LAUSNIR FYRIR HEIMILI | landsbankinn.is | 410 4000 Við tökum vel á móti þér um land allt. 110% aðlögun · Höfuðstóll íbúða- eða fasteignalána er færður niður í 110% af virði eignar · Fyrir þá sem eru með íbúða- og fasteignalán með höfuðstól umfram virði eignar 25% höfuðstólslækkun lána í erlendri mynt · Höfuðstóll lána í erlendri mynt færður niður um 25% samhliða breytingu í verðtryggt eða óverðtryggt íbúðalán í íslenskum krónum · Fyrir þá sem eru með lán í erlendri mynt N B I h f. ( L a n d s b a n k in n ), k t . 4 7 1 0 0 8 - 0 2 8 0 . E N N E M M / S ÍA / N M 4 4 2 8 3 Lægri höfuðstóll dægurmál 57Helgin 12.-14. nóvember 2010 „Mér þótti strax mjög spennandi þessi hugmynd Ragnars um mál- arann og módelið, þessa karaktera sem eru fastir í þessu endalausa mómenti,“ segir Ragnheiður Gests- dóttir um „Eins og við værum“, 30 mínútna heimildarmynd sína um verk Ragnars Kjartanssonar á Fen- eyjatvíæringnum árið 2009. Þar sat Páll Haukur Björnsson fyrir á meðan Ragnar málaði mynd af hon- um daglega í hálft ár frammi fyrir stöðugum straumi gesta sem skiptu tugum þúsunda. Ætla mætti að mynd um slíkan gjörning yrði einhæf en Ragnheið- ur segir ekki skorta á dramatíkina. „Þeir eru þarna á barmi brjálæðis í langan tíma þannig að þetta er há- dramatísk listræn mynd.“ Ragnheiður segir verkefnið hafa tekið á og hún hafi eytt drjúgum tíma í að klippa myndina. „Ég hafði auðvitað áhuga á þessari einhæfni en það eru nú samt takmörk fyrir því hvað maður nennir að horfa á sama hlutinn oft.“ Eins og við værum er tekin á 16 mm filmu og er sögð vera dimm, dularfull og tilraunakennd en ekki skemmtiefni eða venjuleg heimild- armynd. Almenningi gefst kostur á að sjá myndina þriðjudaginn 16. og fimmtudaginn 18. nóvember í Bíó Paradís. Aðeins verður um þessar tvær sýningar að ræða. -þþ Daðurdrottningin og kynlífssérfræðing- urinn Tracy Cox er stödd á Íslandi í tilefni af útkomu bókar hennar Lostaleikir og messaði daðurfræði sín yfir landanum á fimmtudagskvöld. Tracy er mörgum land- anum vel kunn enda hafa nokkrar bækur hennar komið út áður á Íslandi, þar á með- al Súpersex og Súperflört. Tracy er mjög áfram um að fólk „geri það bara“ og sleppi fram af sér beislinu við rúmstokkinn. „Eftir því sem þú stundar meira kynlíf, þeim mun meira kynlíf viltu. Ekki hafa áhyggjur af magninu og gæðunum strax. Það er betra að eiga þrjá stutta spretti í viku heldur en eitt maraþon í mánuði. Ef þú hefur endalausar áhyggjur af því að þú sért ekki að stunda kynlíf, og finnst þú þurfa að „bæta fyrir glataðan tíma” muntu einfaldlega fresta því enn lengur. Drífið bara í þessu,” segir Tracy Cox og mælir bæði af reynslu og mikilli visku. Ekkert hik við rúmstokkinn Fólk kemur ekki að tómum kofunum hjá Tracy Cox þegar daður og kynlíf eru annars vegar. Mynd um Feneyja-gjörning Ragnar Kjartansson málaði sömu fyrirsætuna daglega í hálft ár.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.