Fréttatíminn - 12.11.2010, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 12.11.2010, Blaðsíða 12
m ag gi @ 12 og 3. is 4 11 .0 08 Batik • Bíldshöfða 16 • 110 Reykjavík • Sími 557 2200 • sala@batik.is • www.batik.is Föt Fyrir káta krak ka! Frábært v erð! úlpa Frábært verð 14.990 FireFly FreeDOM parka Hlý vetrarúlpa með hettu og loðkraga sem taka má af. Barnastærðir. Við verðum að fá viðskiptavinina að samningsborðinu til að semja um skuldir sínar. Það þýðir ekki að þeir haldi að betra sé að bíða með að leysa úr vand- anum, segir Birna Einarsdóttir, banka- stjóri Íslandsbanka. „Þeir verða að koma núna. Annars komumst við ekki áfram.“ Hún segir að fjárhagsleg endurskipulagn- ing fyrirtækja hefði mátt ganga hraðar fyrir sig. „En það eru ýmsar ástæður fyrir því hve hægt hefur gengið. Ein er sú að stjórnvöld hafa lofað fleiri úrræðum og því hefur verið erfitt að draga fyrirtæki að samningsborðinu. Þau hafa heldur kosið frystingu lána eða aðra fram- lengingu á vandanum. Þau hafa viljað bíða og sjá og við höfum tekið þátt í því.“ Þá nefnir hún að bankinn hafi ekki vitað hvar hann stóð fyrr en efnahags- reikningurinn var klár ári eftir hrun og að ósveigjanlegar reglur til að gæta jafn- ræðis milli fyrirtækja hafi hægt á ferlinu. Birna segir fyrirtæki landsins hafa farið í gagngerar breytingar síðustu tvö ár. Tekjustreymi margra þeirra sé því sterkara en bankinn hafi þorað að vona. „Núna erum við komin á þann stað að við þurfum að einhenda okkur í að finna langtímalausnir fyrir fyrirtæki. Undir lok 2011 verðum við búin að afgreiða um 90% þessara mála; ég er fullviss um það.“ Þ að er fráleitt að stjórnvöld breyti kvótakerfinu á þann hátt að fyrirtækjunum blæði, segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Slíkt hefði ekki aðeins áhrif á sjávarútvegsfyrirtækin heldur einnig veruleg áhrif á efnahag stóru viðskiptabank- anna þriggja. Skuldir sjávarútvegsfyrirtækja skapi fjórða stærsta lánasafn Íslandsbanka, 12 prósent eða um 130 milljarða króna, en 24 prósent hjá Landsbank- anum, samkvæmt nýjum uppgjörum sem hún vísar í. „Við höfum reiknað út að breytingar á starfsum- hverfi sjávarútvegsins hefðu veruleg áhrif á okkur hér, en þó ekki þau áhrif að bankinn yrði gjaldþrota. Veikt fjármálakerfi hefur hins vegar takmarkaða getu til nýrra útlána og stuðnings við uppbyggingu atvinnu- lífsins. Þannig að við höfum af þessu miklar áhyggjur,“ segir Birna. Hún hélt í byrjun mánaðarins erindi um skuldastöðu sjávarútvegsfyrirtækja á aðalfundi LÍÚ, Landssambands íslenskra útvegsmanna, þar sem hún sagði mikilvægt að eyða óvissu og ná sátt um fyrir- komulag fiskveiðistjórnunar sem allra fyrst. Sjávarútvegsfyrirtæki í biðstöðu Í máli Birnu kom fram að 84 prósent sjávarútvegsfyrir- tækja í viðskiptum við bankann þyrftu enga eða litla aðstoð og að afskriftir af lánum til fyrirtækjanna hefðu verið óverulegar. Staða smærri sjávarútvegsfyrirtækja, sem keypt hefðu aflaheimildir á nýliðnum árum, væri helst erfið og unnið væri að endurskipulagningu þrjá- tíu fyrirtækja í sjávarútvegi hjá bankanum. „Við treystum á að sjávarútvegurinn myndi hjálpa okkur út úr hremmingum efnahagslífsins; að hann myndi fjárfesta. Tækifærin voru til staðar þótt greinin sé mjög skuldsett, en sjávarútvegsfyrirtækin hafa dregið saman seglin og það er ekki það sem við þurf- um á þessum tíma,“ segir Birna. Atli Rafn Björnsson, viðskiptastjóri sjávarútvegs- mála á fyrirtækjasviði bankans, situr gegnt Birnu í við- tali við Fréttatímann: „Okkur finnst eins og verið sé að skemma gulleggið. Með breytingum getum við farið aftur um tugi ára.“ Hann segir mikla orku fara í varnar- baráttu sjávarútvegsins gegn óljósum fyrirætlunum stjórnvalda. „Endurskipulagningin á að ganga út á að koma fyrirtækjum í það horf að þau fjárfesti, ráði til sín fólk og fari út úr kreppunni, en íslensk sjávarútvegsfyr- irtæki gera ekki annað en fyrst og fremst að halda sjó.“ Atli segir það ekki aðeins vegna fyrirhugaðrar fyrningar aflaheimilda heldur takist útvegsmenn á við margar litlar breytingar. Til dæmis á veiðiskyldu eða takmörkun á flutningi aflaheimlda á milli ára og fleiri minni atriði. „Punkturinn er að gríðarleg orka fer í að glíma við stjórnvöld og óvissuna sem þau hafa skapað auk annarra.“ Gremja útgerðarmanna snýst, að hans sögn, um að uppbyggingu til áratuga sé kastað fyrir róða. Sveigjanleikinn rústaður En af hverju ver Íslandsbanki kvótakerfið? Birna segir áhrifin af breytingu kerfisins einfaldlega það mikil. „Þegar við lánum út, lánum við ekki eingöngu út á veðið heldur fyrst og fremst út á sjóðstreymið. Ef það skerðist, sem gerist efnvið förum þessa leið, kemur það niður á afborgunarhæfni viðskiptavina okkar,“ segir Birna. „Við höfum mestar áhyggjur af því að tekjur við- skiptavina okkar skerðist. Þurfi sjávarútvegsfyrirtækin einnig að kaupa sér aflaheimildir eða leigja og annað til viðbótar verður staða þeirra mjög slæm. Við bendum á að góð framlegð í sjávarútvegi er ekki sjálfgefin. Með breyttu kerfi er hætta á að aflinn verði dreginn á land á röngum tíma og rústi sveigjanleikann sem nú er og gerir útgerðum kleift að sækja aflann þegar hann er verðmætastur. Það er gefið að arðsemin minnkar með breyttu kerfi,“ segir Birna. Atli Rafn tekur undir þetta: „Af þeim tekjum sem sjávarútvegurinn skapar eru greidd laun, þau eru skattlögð og fyrir þær fjárfest. Heilar atvinnugreinar byggjast upp í kringum sjávarútvegsfyrirtæki og hafa sínar þjónustutekjur af viðskiptum við þau. Ef fyrir- tæki í greininni hafa ekki þrótt til að fjárfesta hefur það margföldunaráhrif í samfélaginu. Við erum því hrædd við breytingarnar, bæði gagnvart bankanum og þeim uppbyggingarfasa sem samfélagið er í. Við skiljum því ekki af hverju stjórnarflokkarnir vilja keyra þetta mál svona áfram.“ Þið óttist ekki að Íslandsbanki verði stimplaður varð- hundur kvótakerfisins? Birna neitar því: „Ég blanda mér ekki í þessa pólitísku umræðu, heldur horfi út frá hagsmunum bankans og hræðist því þessar aðgerðir.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is  FjármálaFyrirtæki Birna Einarsdóttir Bankastjóri í viðtali Settum traust okkar á sjávarútveginn Bankastjóri Íslandsbanka hefur áhyggjur af högginu sem bankinn yrði fyrir færu sjávarútvegsfyrir- tækin í þrot. Hann geti þá ekki staðið við bakið á atvinnulífinu sem skyldi eins og þörf er á núna. Verðum að fá viðskiptavini að samningsborðinu Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. 12 fréttir Helgin 12.-14. nóvember 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.