Fréttatíminn - 12.11.2010, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 12.11.2010, Blaðsíða 34
V algeir ákvað fyrir ári að taka þátt í keppn- inni og þurfti að leggja mikið á sig til að kom- ast í það form að geta klárað þríþrautina. „Ég æfði mjög stíft fyrir þessa keppni í eitt ár. Ég reiknaði þetta út og taldist til að ég hefði hlaupið 1.200 kílómetra, hjólað 1.500 kíló- metra og synt 50 til 60 kílómetra í undirbúningnum. Þetta voru tólf til fimmtán klukkutímar á viku, hvernig sem viðraði,“ segir Valgeir í samtali við Fréttatímann. Hann segir hugmyndina hafa fæðst í samtali við annan starfs- mann Össurar sem tók þátt í þess- ari keppni í fyrra. „Það er mikill heiður að fá að taka þátt í þessari keppni. Málefnið er frábært og ekki skemmir fyrir að Össur hefur styrkt þessa stofnun vel og lengi. Ég skráði mig í keppnina og þurfti síðan að byrja að safna áheitum. Mér tókst að safna þrjú þúsund dollurum en alls safnaðist um 1,1 milljón dollara,“ segir Valgeir. Aðspurður um þríþrautina sjálfa segir Valgeir að um sé að ræða tveggja kílómetra sundsprett, 90 kílómetra langan hjólreiðatúr og 21 kílómetra hlaup, svokallaðan hálfan Ironman. „Þetta var miklu, miklu erfiðara en ég hélt því það var svo mikið um brekkur. Hlaupið var lang- erfiðast, það var eiginlega alveg hræðilegt. Lappirnar voru mjúkar eins og hlaup eftir hjólreiðarnar og það var lítið eftir á tankinum. Ég byrjaði á því að fljúga á hausinn og hljóp síðustu tvo klukkutímana með krampa í kálfunum. Það er óhætt að segja að ég hafi farið hægt yfir þennan síðasta spöl,“ segir Valgeir og hlær. Allur sársaukinn hvarf hins vegar eins og dögg fyrir sólu þegar í mark var komið. „Það var margt sem kom upp í kollinn á mér þegar ég kom í mark. Ég varð hálfmeyr þegar ég staulaðist í markið og hef aldrei verið svona þreyttur á ævinni. En á sama tíma var þetta rosalega gott og hverrar mínútu virði, bæði á æf- ingum og í keppninni sjálfri,“ segir Valgeir. Og ótrúlegt nokk þá var hann fljótur að jafna sig eftir átökin. „Ég var orðinn þokkalega góður eftir heitt bað og tveggja tíma hvíld og alveg búinn að hrista þetta af mér eftir tvo daga,“ segir Valgeir. Hann ætlar sér að fara aftur í þessa keppni á næsta ári. „Ég ákvað strax eftir keppnina að taka þátt á hverju ári hér eftir og ég vonast til að draga nokkra félaga mína með mér á næsta ári. Ég er búinn að breyta um lífsstíl, líður miklu betur og hef aldrei verið í betra formi,“ segir Val- geir og bætir við að hann ætli sér að bæta tímann á næsta ári. „Ég fór á sex klukkutímum og fimmtíu mín- útum núna og stefni að því að fara undir sex klukkustundirnar næst. Það er raunhæft markmið,“ segir Valgeir. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Þreytti þríþraut til styrktar fótalausum Valgeir Pétursson, 43 ára starfsmaður Össurar, er nýkominn heim frá San Diego í Bandaríkjunum þar sem hann tók þátt í hrikalegri þríþrautarkeppni til styrktar Challenged Athletes Foundation, mannúðar- stofnun sem útvegar börnum og íþróttamönnum gervifætur til að stunda íþróttir. Allt klárt. Valgeir tilbúinn að skutla sér í sjóinn og synda tvo kílómetra. Valgeir kemur í mark í þríþrautinni. Ég er búinn að breyta um lífs- stíl, líður miklu betur og hef aldrei verið í betra formi ... Ég fór á sex klukkutímum og fimmtíu mínútum núna og stefni að því að fara undir sex klukku- stundirnar næst. Það er raunhæft mark- mið. Síðasti áfanginn. Hlaupið af stað. Hjólað af stað. Valgeir hjólaði níutíu kílómetra. Búinn með sundið og blæs ekki úr nös.Bræðraborgarstíg 9 Í vikunni kom á markað hið sögufræga spil Fimbulfamb í nýrri útgáfu, með nýjum orðum - en alveg jafn skemmtilegt. Hefur þú spilað Fimbulfamb? SPURNING VIKUNNAR Ásmundur Helgason Já, Fimbulfamb er einfald- lega skemmtilegasta spil sem ég hef spilað! Katla Hreiðarsdóttir Algjör snilld! Örugg uppskrift að frábærum stundum með fjölskyldu og vinum. Finnbogi Einarsson Féll kylliflatur fyrir þessu spili á sínum tíma. Get varla beðið eftir að fá mér nýju útgáfuna – spennandi tímar framundan! Hildur Sigurðardóttir Það eru allir að tala um hvað þetta Fimbulfamb sé skemmtilegt. Mun strax tryggja mér eintak , mér skilst að upplagið sé takmarkað. 34 tómstundir Helgin 12.-14. nóvember 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.