Fréttatíminn - 26.11.2010, Síða 14

Fréttatíminn - 26.11.2010, Síða 14
Berum virðingu fyrir stjórnarskránni Við verðum að vanda til verka á stjórnlaga- þinginu og ná sátt um stjórnarskrána. Setjum Ingu Lind í eitt af efstu sætunum. 8749www.ingalind.is O líufélögin hækkuðu öll verð í síðustu viku og benti Félag ís- lenskra bifreiðaeigenda á að eng- inn utanaðkomandi þáttur lægi ákvörðuninni til grundvallar. Ol- íufélögin lækkuðu verðið tveimur dögum síðar, N1 mest um tæpar fjórar krónur. Þetta er ekki í fyrsta skipti á árinu sem olíufélögin hækka verð án þess að hægt sé að skýra hana með utanað- komandi þáttum, eins og heimsmarkaðsverði og gengi krónunnar. Það gerðist einnig fyrir páska. Ekkert ólöglegt við það – liggi ekkert samráð að baki. „Ég hef ekki trú á að olíufélögin stundi verð- samráð með beinum hætti,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, en félagið hefur í þrígang frá árinu 1993 kært olíufélögin til Samkeppniseftirlitisins fyrir bága sam- keppni. Síðast í fyrra þegar olíufélögin brugð- ust öll eins við tilkynningu um hækkun stjór- nvalda á olíugjöldum og skýrðu svo, að sögn Runólfs, mistök sín eins. „Við vildum meina að þarna væru fagaðilar á markaði sem ættu að vita betur en að vera með tilbúnar lögskýr- ingar.“ Samkeppniseftirlitið hafi hafnað öllum þessum erindum. „Við fórum í haust yfir allar fréttir okkar til þess að sjá hvort hægt væri að greina hvort eitt olíufélaganna þriggja, Olís, Skeljungur eða N1, leiddi hækkanirnar og eitthvert annað þeirra lækkanir. Við sáum engin merki um neitt mynstur við verðbreytingarnar og því virðist sem það sé handahófskennt hvert þeirra hækkar eða lækkar fyrst verð.“ Hann gefur sér að olíufélögin hafi fengið lögfræðiráðgjöf um að passa að ekkert slíkt mynstur myndist: „Eini aðilinn sem hækkar ekki verðið fyrstur er minnsti aðilinn á markaði, Atlantsolía.“ Samfylgd eða samráð? Jóna Björk Helgadóttir, héraðsdómslögmaður hjá Landslögum, segir að á fákeppnismarkaði, þar sem stór fyrirtæki séu, varan á markaðnum einsleit og kostnaðaruppbygging seljendanna svipuð, geti myndast fákeppnishegðun því keppinautarnir geti vel lesið í hegðun hver annars. „Þessar aðstæður eru almennt séð taldar geta valdið því að fyrirtækin fara að taka gagn- kvæmt tillit hvert til annars, og elta hvert annað í stað þess að keppa. Þannig kallar verðlækkun eins seljanda á sömu verðlækkun hjá hinum og fyrirtæki hækka helst ekki verð nema það sé nokkurn veginn öruggt að hin fyrirtækin muni gera slíkt hið sama,“ segir Jóna Björk. „Þegar verð hækkar á slíkum markaði er oft erfitt að greina á milli þess hvort um samantekin ráð í skilningi samkeppnislaga er að ræða eða hvort um er að ræða eðlilega hegðun á fákeppnis- markaði og það er ekki víst að samhliða hegðun dugi sem sönnun um ólögmætt samráð, þegar annarra sönnunargagna nýtur ekki við.“ Jóna Björk hnykkir þó á því að eltingarleik- urinn sé ekki ólöglegur því þá væru fákeppnis- markaðir í raun ólögmætir: „En það eru þeir ekki í sjálfu sér. Hegðunin er lögleg, byggist hún aðeins á eðli og uppbyggingu markaðar- ins, en hún er ólögleg ef hún byggist á samráði keppinauta.“ Rannsaka þurfi markaðinn til að ganga úr skugga um hvort heldur sé. Sakfelling fengist aðeins ef einhver gögn eða upplýsingar fyndust um ólögmæt samskipti keppinauta. En hvað fá fyrirtækin út úr þessari hjarð- hegðun? Sérfræðingur Fréttatímans sem þekkir vel til málanna segir augljóst að lækki eitt félagið verðið um tíu krónur eigi hin félögin engra annarra kosta völ en að lækka verð sitt um leið. Að öðrum kosti væri líklegt að það félag, sem lækkaði verð, myndi kaupa sér stóra markaðshlutdeild á stuttum tíma. Þegar allir keppinautarnir viti þetta sé það eina sem gerist þegar verðið lækkar, að aðrir elta og allir tapa. Því sé augljóst að hvatinn til að stunda verð- samkeppni sé afar lítill. Eins sé um hækkanir. Hækki eitt félaganna verð án þess að önnur geri það tapi það stórfé og markaðshlutdeild til hinna. Því sé skynsamlegt fyrir félögin að halda sjó saman og rugga ekki bátnum að óþörfu. Sama verðmyndunin og alltaf Gísli Baldur Garðarsson, stjórnarformaður Olís og lögmaður þess í olíumálinu, segir það enga spurningu að úrskurður Samkeppniseftirlits- ins um verðsamráð olíufélaganna hafi skaðað Olíufélögin í halarófu  NeytaNdi GuNNar alexaNder ÓlafssON „Mér blöskrar“ Gunnar Alexander Ólafsson, stjórn málafræðingur með masters- gráðu í hagfræði, lagði inn kvörtun í gegnum heimasíðu Samkeppnis- eftirlitsins í apríl eftir að stóru ol- íufélögin þrjú hækkuðu öll verð á bensíni á skírdag. „Mér blöskraði. Á sama tíma skoðaði ég heims- markaðsverð á olíu; það var stabílt og gengi krónunnar líka. Olíufélög- in gátu því ekki gripið til þeirra áhrifaþátta hækkunar og það var heldur ekki tilkynnt á heimasíðum fyrirtækjanna. Þetta voru (að mínu mati) mjög ljót samantekin ráð.“ Gunnar hringdi í Samkeppnis- eftirlitið mánuði eftir að hann lagði inn kvörtunina. „Þá skildist mér að þeir hefðu ekki enn ákveðið hvort þeir tækju þetta fyrir. Þá væri þetta erindi mitt aðeins kvörtun og því færu þeir yfir hvort þeir teldu efni og ástæðu til athafna. En svo gæti ég einnig lagt fram formlega kæru en þá þyrfti ég að styðja hana gögnum. Það er rosalega mikið mál og ég sagðist hvorki hafa resúrsa né tíma til að gera slíkt. Ég hef ekkert heyrt frá þeim síðan og því getur vel verið að þetta mál hafi dagað uppi.“ Gunnari finnst blóðugt að sjá olíufélögin hækka elds- neytisverðið án þess að fyrir því liggi sýnilegar ástæður, þótt þeim sé það leyfilegt, því verðhækkanir þeirra hafi áhrif á húsnæðislán heim- ilanna til hækkunar. „Það gerist ekki úti í heimi og er grafalvar- legt mál.“ Gunnar segir enn gríðarlegt vantraust ríkja í garð olíu- fyrirtækja. Þau hafi líka farið illa með valdið sem þau hafi. „Já, ég trúi því að þau stundi verðsam- ráð, þá kannski með þeim hætti að sá stærsti ákveði verð fyrir hina,“ segir hann. Nú þegar verð hafi hækkað í síðustu viku hafi sú ákvörðun Atlants- olíu að fylgja ekki í kjöl- far hinna þriggja valdið því að þau hafi orðið afturreka með hækkun sína. „Það er óþolandi að stóru olíufélög- in haldi að þau komist upp með svona hækkanir. Þegar þau sáu að Atlantsolía fylgdi ekki í kjölfarið lækkuðu þau verðið aftur.“ Eldsneytisverð rauf í síðustu viku 200 króna múrinn í annað sinn hér á landi. Hvað veldur því að olíufélögin hækka öll verð án þess að heimsmarkaðs- verð eða gengi breytist? Er það fákeppni, samfylgd, samráð eða samkeppni? Gunnhildur Arna Gunnars- dóttir rýndi í markaðinn. Við fórum í haust yfir allar fréttir okkar til þess að sjá hvort hægt væri að greina hvort eitt olíufélag- anna þriggja, Olís, Skeljungur eða N1, leiddi hækkanirnar og eitthvert annað þeirra lækkanir. Við sáum engin merki um neitt mynstur við verðbreytingarnar og því virðist sem það sé handahófskennt hvert þeirra hækkar eða lækkar fyrst verð. Framhald á síðu 16 14 fréttaskýring Helgin 26.-28. nóvember 2010
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.