Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1983, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.09.1983, Blaðsíða 37
LÆKNABLADID 211 marktækur, pví sjúklingar eru of fáir. í yngsta aldurshópnum, 0-9 ár, var fjöldi stúlkna næst- um tvöfalt meiri en drengja. Svipuð niðurstaða fékkst við breska könnun (20). Jöfn kyn- dreifing augnáblásturssjúklinga er óvenjuleg. Langflestar kannanir hafa leitt í ljós verulega hærri tídni meðal karla, a.m.k. meðal fullorð- inna. Enginn veit með vissu af hverju pað staf- ar, en þeirri skýringu hefur verið varpað fram, að karlmenn verði frekar fyrir barðinu á ýms- um sjúkdómsespandi páttum (meiðslum, kulda, vosbúð, sólargeislum, áfengi o.s.frv.) í flestum tilvikum hefur tíðnin verið u.p.b. tvöfalt hærri meðal karla (2, 9, 13, 18, 21). Einn höfundur fann fjórfalt hærri tíðni meðal karia en kvenna (10), en önnur könnun leiddi í ljós jafnari dreifingu eða u.p.b. prjá karla á móti tveimur konum (16). Enga líklega skýringu er unnt að gefa á þessari óvenjulegu kyndreifingu, nema hér sé um tölfræðilega brenglun að ræða vegna fæðar sjúklinganna. E.t.v. er hún vísbending um meira jafnrétti kynjanna á íslandi en í flestum öðrum löndum, pó heldur sé pað neikvætt í pessu tilviki. Staða, atvinna Að undanskildum hinum almennu stöðuhóp- um, börnum, skólanemendum og húsmæðrum, var augnáblástur í pessari könnun algengastur meðal verkafólks, 5, bænda, 4 og verslunar- fólks, 3. Fjöldi í hverri stétt er pó svo takmarkaður, að dreifingin er tæpast mark- verð. Samkvæmt a.m.k. einni heimild (22) er tíðni augnáblásturs hærri meðal svonefndra lægri stétta í pjóðfélaginu. Petta kemur pó illa heim og saman við aðra könnun (21), sem leiddi í ljós hærri tíðni meðal tannlækna en annarra stétta. Skýringin á pví síðarnefnda er pó sú, að mjög margir frískir einstaklingar skilja stöðugt út (eða af og til) áblástursveirur í munnvatni sínu og fleiri yfirborðsvökvum. Arstíd. Mikið hefur verið ritað um dreifingu augnáblásturstilfella eftir árstíðum. Margar kenningar um ákveðna árstíðadreifingu hafa komið fram, misjafnar eftir löndum, en engum hefur pó tekist að sýna óyggjandi fram á marktækan mun milli árstíða eða mánaða. í pessari könnun var tíðnin mest (og jöfn) í mánuðunum mars, ágúst og október. Dálítið aukin tíðni kom fram síðla vetrar (janúar- mars) og á haustin (ágúst-október). Munurinn er ekki tölfræðilega marktækur, en þó ekki langt frá pví, p = 0.67 (runs próf). Austurrísk rannsókn, sem spannaði prjá áratugi (18), leiddi í Ijós svipaða árstíðadreifingu fyrir alla prjá áratugina: Aukna tíðni mánuðina janúar- apríl og mælanlega aukningu á haustin eða snemma vetrar. Höfundar vitna til fimm ann- arra heimilda, sem sýna svipaða niðurstöðu. f nokkrum löndum hefur komið fram aukin tíðni augnáblásturs eftir árstíðum: í Englandi á haustin, í febrúar og nóvember í Japan, að vetrarlagi í Bandaríkjunum (23). Vafasamt er hins vegar, að sá munur hafi verið tölfræðilega marktækur. Aðrar kannanir hafa ekki sýnt tölfræðilegan mun eftir árstíðum (2, 6, 8, 10, 14, 24). í raun virðist fremur ólíklegt, að um mismunandi árstíðadreifingu sé að ræða, pví hin svonefndu sjúkdómsespandi atriði eru svo mörg og mismunandi, og stór hluti þeirra er alls ekki árstíðabundinn. Hvort augad? Þegar litið er á töflu 2, kemur fram nokkur munur milli karla og kvenna. Konur höfðu áblásturinn á vinstra auga í 55 % tilfella, en karlar á hægra auga í 58 % tilfella. Fjöldi sjúklinganna er hins vegar svo lítill, að pessi munur er ekki marktækur (0.10<p< 0.25). Sé öllum sjúklingunum safnað í einn hóp, verður dreifingin svo til jöfn. Við breska könnun fyrir hálfum öðrum áratug (20) reynd- ust 66 % kvenna hafa fengið áblástur á vinstra augað. Einn sjúklingur af hvoru kyni hafði áblástur á báðum augum samtímis, og einn karlmaður til viðbótar hafði sögu um áblástur á báðum augum. Af tiltækum heimildum er ekki unnt að sjá, að nein könnun hafi leitt í ljós á tölfræðilega marktækan hátt, að augnáblástur komi frekar á annað augað en hitt. Hins vegar hefur komið fram talsverður munur í einstaka könnunum (2, 13). ■ Tíðni áblásturs á báðum augum samtímis er í pessari könnun 3 % og jöfn fyrir bæði kyn. Flestar heimildir telja, að áblástur á báðum augum sé sjaldgæfur, tíðnin venjulega á bilinu 2-6% (2, 13, 18, 23). Aðrir hafa fundið mun lægri tíðni (9), en einnig hærri (6, 21). Sumir telja, að börn fái frekar áblástur á bæði augu en fullorðnir (6). í þessari könnun voru tveir sjúklingar með áblástur beggja vegna, 9 ára stúlka og 28 ára karlmaður. Frumsýking Sjúkdómsmynd við frumsýkingu í auga af völdum áblástursveirunnar er venjulega bráð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.