Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1983, Blaðsíða 54

Læknablaðið - 15.09.1983, Blaðsíða 54
224 LÆKNABLADID 69, 224-225, 1983 Gunnlaugur Snædal, Gunnar Biering, Helgi Sigvaldason, Jónas Ragnarsson Fæðingar á íslandi 1972-1981, 7. grein: FÆÐINGARRÖÐ BARNA Einn af mörgum þáttum sem hafa veigamikil áhif bæði á meðgöngu, fæðingu og burðar- málsdauða er fæðingarröð barns (birth order). Enginn veit fyrirfram hvernig gangur fæðing- ar muni verða hjá frumbyrju. Pótt allur þorri þeirra fæði eðlilega er sjálfsagt talið að fylgjast vel með þeim bæði á meðgöngutíma og í sjálfri fæðingunni. Frumbyrjur teljast því til áhættuhóþa meðal barnshafandi kvenna. Hins vegar eru miklar líkur á því að kona sem fætt hefur eðlilega áður muni einnig fæða sín næstu börn á eðlilegan hátt. Afbrigði eru algengari hjá frumbyrjum en fjölbyrjum, þ.e.a.s. þar til barnafjöldinn fer að nálgast fyrsta tuginn, en þá fara vandkvæðin vaxandi á ný. í síðari grein verður nánar rætt um áhrif fæðingarraðar á burðarmálsdauða. Vakin skal athygli á því að í þessari grein er rætt um fæðingarröð barna, sem er þýðing á »birth order«, enda er sþurt um fjölda áður fæddra barna í fæðingartilkynningu. Hér er því ekki átt við »parity«, sem hefur verið þýtt sem fæðingafjöldi móður. Muninn á þessum tveim hugtökum má skýra með tvíburafæð- ingu, sem dæmi. Þá hækkar »birth order« um tvo en »parity« um einn. Tafla 1 sýnir fæðingarröð á íslandi árin 1972- 1981 í tveim fimm ára tímabilum. Frum- byrjuhópurinn er jafn stór bæði tímabilin. Taflan sýnir að fjöldi kvenna er fæðir annað og þriðja barn hefur vaxið nokkuð á síðara tímabilinu, bæði raunverulega og hlutfallslega, en eftir það fer dæmið að snúast við. Fjórbyr- jur eru nú nokkru færri, talsverð fækkun er á konum sem eiga sitt fimmta barn og helmings- fækkun hjá konum sem eiga sjötta barn eða síðara. Ekki er getið fæðingarraðar hjá 203 konum á fyrra tímabilinu en hennar er getið hjá öllum í fæðingartilkynningum 1977-1981. Þetta sýnir að skráningin er nú betri en áður var. Mynd 1 sýnir skiptingu lifandi fæddra eftir fæðingarröð, frá 1961 til 1980, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Árin 1961-65 voru 50 % fæðandi kvenna að eiga sitt fyrsta eða annað barn en 1976-80 var þannig ástatt fyrir 69 % kvenna. Á sama tíma hefur hlutfall þeirra kvenna sem voru að eiga sitt sjötta barn eða síðara lækkað úr 9,4 % 1 1,7 %. Fylgst hefur verið með því hvernig konur Tafla 1. Fæðingarröð íslenskra barna, 1972-1981. Fæðingarröð 1972-1976 1977-1981 1. barn 8.232 38,2 % 8.094 38,1 % 2. barn 6.161 28,6 % 6.486 30,5 % 3. barn 3.799 17,6 % 4.122 19,4 % 4. barn 1.833 8,5 % 1.666 7,9 % 5. barn 830 3,9 % 532 2,5 % 6. barn eða síðara 697 3,2 % 326 1,6 % Alls 21.552 100,0 % 21.266 100,0 % Ekki getið 203 0 Alls 21.755 21.266 Mynd 1. Skipting lifandi fæddra eftir fæðingarröð barna (birth order), 1961-1980.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.