Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1983, Blaðsíða 58

Læknablaðið - 15.09.1983, Blaðsíða 58
228 LÆKNABLAÐID við fyrstu skoðun, skal ætíð gerð kviðarhols- speglun eða skurðaðgerð. Sama regla gildir fyrir konur með óljósa fyrirferð við leg, pví oft er erfitt að greina meinvörp í fossa Douglasii frá vöðvahnútum á þeim stað. í konum eftir tíðahvörf gefur stækkun á eggjastokk eða óljós fyrirferð við leg ætíð tilefni til skurðaðgerðar frekar en kviðar- holsspeglunar. Fínnálsástungur frá æxlum í grindarholi eru oft notaðar sem hjálpartæki við greiningu, aðallega í sjúklingum, par sem almennt ástand sjúklings leyfir ekki skurðaðgerð. Forspárþættir Margir pættir geta haft forspárgildi hvað varðar lifun (survival) pessara sjúklinga. Hafa þessir þættir verið nefndir forspárþættir og eru þeir helstu taldir upp í töflu IV. Skoðanir hafa þó verið mjög skiptar um áhrif hvers einstaks þáttar, enda hafa flestar þessar rann- sóknir beinst að áhrifum þeirra á lifun sjúk- linga og ekki tekið tillit til innbyrðis á- hrifa þáttanna. Flestir eru sammála um að útbreiðsla sjúk- dóms, eins og hún kemur fram í aðalstiga- skiptingu, hafi mikið forspárgildi (8, 9, 10). Þýðing undirflokka þessara stiga og áhrif annarra þátta eru meira umdeild. Á stigi I hefur verið deilt um þýðingu vökvamyndunar (11, 12), þýðingu æxlisvaxtar utan á æxlisslíðri (13, 14), eða mikilvægi þess ef æxli springur í aðgerð (15). Á öðrum stigum hefur verið deilt um þýðingu skurðtækni (16, 17, 18, 19), og hvaða áhrif stærð restæxla eftir aðgerð hefur á lifun sjúklinga (9, 17, 20). Forspárgildi vefjagerðar hefur verið haldið á loft og þá sérstaklega að sjúklingar með mucinous æxli hafi lengri lifun en þeir sem eru með önnur æxli (12, 21, 22). Á síðari árum hefur þó æ oftar verið bent á mikilvægi sérgreiningar (sérhæf- Table IV. Factors with stated prognostic value in ovarian cancer. SOEB: Bilateral salpingo-oophorec- tomi. HIT: Hysterectomy. OME: Omentectomy. Stage Histology Grade Residual tumour Age Ascites Excrescenses Adherenses Rupture Treatment OPERATION TECHNIQUE (SOEB/SOEB + HIT ± OME) ingar) æxlisvefjar umfram mikilvægi sjálfrar vefjategundar æxlisins (5, 10, 11, 14). Önnur atriði, sem talin eru hafa forspárgildi eru aldur sjúklings, sumir telja að eldri sjúk- lingar hafi verri batalíkur en yngri (22, 23), og loks hvaða meðferð er beitt. Á síðari árum hafa komið fram tölfræði- legar aðferðir (24), sem gera kleift að kanna samtímis áhrif margra forspárþátta á lifun sjúklinga og sjá hvaða þættir hafa mest áhrif (25). Haldgóð þekking um mikilvægustu for- spárþætti þessa sjúkdóms skapar möguleika á skiptingu sjúklinga í forspárflokka, sem síðan má nota sem beinagrind fyrir meðferðaráætl- anir, til að bera saman árangur meðferðar, jafnframt því að vera leiðbeinandi um með- ferð einstakra sjúklinga. Við háskólasjúkrahúsið í Lundi hafa undan- farin ár farið fram rannsóknir á illkynja epithelial æxlum í eggjastokkum (26) hjá 494 sjúklingum, sem meðhöndlaðir voru á árunum 1974-78. Meðal annars rannsóknir á hinum ýmsu forspárþáttum þessa sjúkdóms (27) og var kannað forspárgildi (tafla IV) með hjálp tölfræðilegra aðferða (24, 28, 29). Helstu nið- urstöður þessara rannsókna (27) eru: 1. Æxlisvöxtur utan á æxlisslíðri eða sprungið æxli á stigi I og vökvasöfnun á stigi I og II (Stig Ic og IIc) hafa ekki forspárgildi þegar tekið er tillit til sérgreiningar æxlisvefjar- ins. 2. í sjúklingum á stigi I og Ila er möguleiki til að fjarlægja allan æxlisvöxt við skurðað- gerð, en á s'tigi Ilb og III er tæknilega oft ekki hægt að fjarlægja allan æxlisvöxt og hefur þá stærð restæxlis, sem skilið er eftir við skurðaðgerð, mikið forspárgildi. Sjúk- lingar, sem hafa engin eða lítil (2 cm) rest- æxli eftir skurðaðgerð hafa lengsta lifun, en þeir sjúklingar sem hafa stærri restæxli (> 2 cm) stysta lifun (mynd 4). 3. Sjúklingar með illa sérgreindan æxlisvef hafa stysta lifun (mynd 5) en þessi áhrif hverfa í sjúklingum með stór restæxli (>2 cm) eftir aðgerð. Vefjagerðin hefur engin áhrif á lifun þegar tekið er tillit til vefja- sérgreiningar æxlisins. 4. Aðalstig sjúkdómsins hafa mikla þýðingu fyrir lifun sjúklingsins, jafnvel þó tillit sé tekið til stærðar restæxlis og sérgreiningar vefjagerðar (mynd 3). 5. A stigi IV er æxlisdreifing og magn æxlis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.