Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1983, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.09.1983, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐID 201 naumum meirihluta. Miklar deilur urðu um petta mál bæði utan og innan pings. í lögum eru engin viðurlög ef öryggisbelti eru ekki notuð. Alþingismönnum voru rækilega kynnt- ar niðurstöður athugana frá mörgum þjóðum um að lögleiðing öryggisbelta án viðurlaga hefði reynst gagnslaus og þar af leiðandi hefðu margar erlendar þjóðir lært af þeim mistökum og tekið upp viðurlög (12). Ljóst er að íslendingar verða að taka til höndum í baráttunni við umferðarslysin. Dr. Leo Kaprio forstjóri Evrópudeildar Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar í Kaupmannahöfn gat þess í setningarræðu Norrænu umferðar- slysaráðstefnunnar í júní 1982 að meðal pró- aðra bjóða fækkaði slysum í umferð en fjölgaði meðai próunarpjóða (10). ÚRBÆTUR Eftirfarandi tillögur eru hér með lagðar fram. 1. Notkun öryggisbelta, öryggisstóia fyrir börn og hjálma í umferð verður að auka. Gagnslaust er að lögleiða notkun þessara öryggistækja nema einhver viðurlög komi til ef viðkomandi fer ekki að lögum. 2. Efla parf til muna alla umferðarfræðslu í skólum. Eftir að hafa kynnt mér námsefni í grunnskólum nágrannalanda er ljóst að við erum eftirbátar nágranna okkar á þessu sviði. Taka parf upp kennslu í reiðhjóla- og mótorhjólaakstri í grunnskólum. í sumum löndum fá unglingar ekki leyfi til þess að aka mótorhjólum nema þeir hafi fengið »ökuskírteini« frá skólunum. Stofna ætti slysanefnd í hverjum bekk er kanna skal nánar öll slys er bekkjarfélagar verða fyrir. í framhaldsskólum ber að taka upp kennslu í bifreiðaakstri. Líklega er tími til kominn að efla mjög starf námsstjóra í umferðarfræðum og fyrirbyggjandi slysa- fræði við grunn- og framhaldsskóla. Efla þarf kennslu meðal heilbrigðisstétta á orsökum slysa. Síðastliðin þrjú ár hafa læknanemar á 6. ári fengið nokkra tilsögn um þetta efni í sambandi við félagslæknis- fræðikennslu. 3. Endurskoða parf reglur er gilda um ökurétt- indi. Vitað er að hingað koma unglingar frá nágrannalöndum til þess að fá ökuréttindi þar eða kröfur eru minni hér en þar. Nauðsynlegt er að umferðarráð og öku- kennarar taki höndum saman og geri róttæk- ar tillögur til úrbóta hið bráðasta. 4. Umferðarráð verður að efla og gera starf- semi þess fjölbreyttari. Nú starfa t.d. engir fulltrúar lækna eða annarra heilbrigðis- stétta í ráðinu. Sú ráðstöfun er með öllu óskiljanleg þegar þess er gætt að fáir kynnast betur afleiðingum umferðaslysa en heilbrigðisstéttir. Það skal að vísu viður- kennt að læknar hafa verið heldur afskipta- litlir í umræðum um umferðaslysavarnir. 5. Skipulagsmál gatna og bygginga þurfa að vera í stöðugri endurskoðun. Sú regla að byggja og reka skóla og dagheimili við fjölfarnar götur getur ekki talist heppileg m.t.t. slysavarna. Greinilegt er að mun verr er búið að gangandi fólki og hjólreiða- mönnum í umferð hér en í nágrannalönd- um. 6. Tryggingafélög mega ekki sofa á verðinum. í Skandinavíu hefur ljóslega komið fram að slysagreiðslur tryggingafélaga hafi lækkað verulega eftir að öryggisbeltanotkun jókst þar. í>að er því skylda þessara félaga gagnvart viðskiptavinum sínum að berjast af alefli fyrir bættum öryggisráðstöfunum þ.á.m. öryggisbeltanotkun. HEIMILDIR 1. Skýrslur Umferðarráðs 1973-1980. 2. Norræna tölfræðihandbókin 1973-1980. Nord- iska Ministerrád Stockholm. 3. Umferðarslys og öryggisbelti — Fyigirit land- læknisembættisins 1980. 4. Bréf Elíasar Davíðssonar til Læknafélags fs- lands 1978. 5. Thorson J and Sande J. Hospital Statistics on Road Traffic Accidents Proceedings of the 3rd Triennial Congress I AATM 1969. p. 20. Univer- sity of Michigan 1981. 6. Hobbs CA et al. Classification of Injury Severily by Length of Stay in Hospital. Report 871 in Crowthorne, U.R. Transport and Road Rese- arch Institute 1981. 7. Nordentoft EL. Road Traffic Accident Statistics System in Denmark. Working Paper Presented to a WHO ad hoc Technical Group. Euro Reports and Studies 19 WHO Copenhagen 1979. 8. Upplýsingar frá Umferðarráði 1982. 9. Transport Arbeid i Norden 1960-1980 — Nor- disk Komitté for Transport Ökonomisk Forsk- ning. Publ nr. 31 apríl 1980. 10. Rune Andreasson. Nordisk Traffik Medicinsk Konferance Linköbing juni 1982. 11. Bíbelti — Fylgirit landlæknisembættisins 1981. 12. Peter O’Neill Health Crisis 2000 WHO Euro- Office Copenhagen 1982.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.