Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1983, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.09.1983, Blaðsíða 45
LÆKNABLADID 69,217-233,1983 217 Páll Sigurðsson FORVÖRN OG GREINING LANGVINNRA SJÚKDÓMA OG EFTIRLIT MEÐ PEIM Sammvinnuverkefni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og nokkurra aðildarþjóða. INNGANGUR Langvinnir sjúkdómar hafa á síðustu árum orðið eitt aðalviðfangsefni heilbrigðisþjónustu þróaðra landa. Vonir stóðu til, að viðfangsefni heilbrigðisþjónustunnar yrðu færri, þegar valdi væri náð á smitsjúkdómum, en sú hefur ekki orðið raunin. Hjá þjóðum eins og okkur hafa í stað smitsjúkdómanna komið í vaxandi mæli aðrir sjúkdómar, svo sem hjarta- og æðasjúkdómar, krabbamein, lungnasjúkdóm- ar, gigtsjúkdómar og slys, sumir í raun eins og faraldrar, þegar til lengri tíma er litið. Um árabil hafa menn hugað að varnarað- gerðum gegn hverjum sjúkdómi fyrir sig og heilbrigðismálastofnun Sameinuðu þjóðanna (WHO) hefur haft forgöngu um slík verkefni, t.d. um hjartasjúkdóma og krabbamein. Hjá okkur þekkjum við þetta sama fyrirkomulag: Krabbameinsfélögin hafa einbeitt sér að ill- kynja sjúkdómum, greiningu, leit og skrán- ingu; Hjartavernd að hóprannsóknum með tilliti til hjartasjúkdóma; gigtarfélögin að með- ferð gigtsjúkdóma og svo mætti lengi telja. Innan vébanda Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar (WHO) hefur þeirri skoðun vaxið fylgi á allra síðustu árum, að eigi að nást árangur að ráði við að afstýra þessum sjúk- dómum, verði að ráðast að rótum þeirra og taka meira tillit til þess en hingað til, hvað þeir eiga af sameiginlegum orsökum. Orsakir þeirra eru að vísu mjög margþættar og oft alls ekki þekktar. Hins vegar hafa menn smám saman orðið sammála um, að ákveðn- ir áhættuþættir séu þeim sameiginlegir og sér- stakir áhættuþættir séu til fyrir nokkra sjúk- dóma. Um 1950 var því fyrst hreyft innan WHO að skynsamlegt væri að setja upp verkefni, þar sem reynt yrði að ráðast gegn mörgum sjúkdómum samtímis. Ekki varð þó af fram- kvæmdum, en málið var endurvakið og síðustu 5-6 ár hefur það verið í sviðsljósinu og nokkrir Barst ritstjórn 25/06/1983. Samþykkt til birtingar og sent í prentsmiðju 28/06/1983. vinnuhópar og fundir fjallað um málið af hálfu WHO. Hjá stofnuninni er málið nú á því stigi, að ákveðið hefur verið að bjóða átta þjóðum að taka þátt í verkefni af þessu tagi og ísland er eitt þeirra landa, sem fengið hafa slíkt boð. VERKEFNIÐ er í höndum svæðisskrifstofu Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunarinnar (World Health Organi- zation, Regional Office for Europe) í Kaup- mannahöfn. Skrifstofunni er skipt í deildir: Stjórnun og fjármál, heilbrigðisskýrslur og tölfræði, rannsóknir og áætlanir, umhverfis- heilsuvernd, þróun heilbrigðisþjónustu og að lokum forvarnarstarf og eftirlit med sjúk- dómum og fjallar sú deild um verkefnið. Lengi vel voru langvinnir sjúkdómar allir í einum flokki hjá WHO/EURO. Síðustu ár hef- ur petta breyst og krabbamein fékk sérstakan umsjónarmann 1979 og slys 1981. Nú eru í áðurnefndri deild sérstakir stjórnendur, sem fjalla um langvinna sjúkdóma (þar undir hjartasjúkdómar), krabbamein, geðsjúkdóma, tannsjúkdóma og slys. Aður en lengra er haldið, er rétt að geta þess, hvað sérstaklega hefur þótt áhugavert í þessum flokkum hingað tii og hvað er á dagskrá hjá WHO/EURO. 1.1 Hjartasjúkdómar Aðalverkefni nú: 1.1.1. Að auka þekkingu á tengslum umhverfis- mála og hegðunar einstaklinga og þróunar ýmissa langvinnra sjúkdóma, þ.á.m. hjartasjúk- dóma. 1.1.2. Að meta þá tækni í skurð- og lyf- læknisfræði, sem getur haft auka- og hliðar- verkanir. 1.1.3. Að kanna þau forvarnar-eftirlitskerfi, sem tiltæk eru og eftirsóknarverð þykja. Pau eftirlitskerfi og verkefni, sem nú eru á stokkunum fyrir tímabilið 1983 til 1985 eru: Að kanna gang hjartasjúkdóma og forvörn gegn þeim,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.