Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1983, Síða 9

Læknablaðið - 15.11.1983, Síða 9
LÆKNABLAÐIÐ 279 ingu, hann kann að vera bifvélavirki sjálfur. Sama máli gegnir um eiganda líkamans. Hann kann að vera læknir og betur að sér en læknirinn, sem hann leitar til. Hér sjáum við þó veikleikann í samanburðinum á bifreið og líkama. Eigandi bifreiðarinnar er ekki bifreið- in, en ég er minn eiginn skrokkur. Það er aðeins ein leið til pess að skilja bifreiðar og læra að gera við þær og eigandi bifreiðarinnar verður að nota nákvæmlega sömu lærdóms- aðferðir og bifvélavirkinn, ef hann vill ná valdi á tækni hans. En sjúklingurinn, sem læknirinn fæst við hefur bæði möguleika á pví, eins og læknirinn að rannsaka sjálfan sig utanfrá, og getur einnig lært ýmislegt af beinni reynslu, sem aðrar lifandi verur, og þar með læknirinn, geta ekki komist að án hjálpar hans. Með- vitund hvers manns er nauðsynleg til pess að honum sé lífið kært eða leitt. Sá dauði, sem máli skiftir, er endanlegur missir möguleikans til meðvitundar. Meðvitundin er innra líf okkar, en bifreiðin hefur ekkert innra líf. Hana er aðeins hægt að skoða utan frá. Ef ég á ekki eftir annað líf en pað sem verður að skilja utanfrá, hefur lífið misst allt gildi fyrir mig. Jafnvel bíllinn hefur gildi einungis vegna með- vitundar eigandans og annarra peirra manna, sem hafa við hann einhver tengsl, svo sem að hafa tryggt hann, vera vinur, eða frændi eigandans o.s.frv. Að sjálfsögðu verður að leggja mikla á- herslu á sjúkdómsgreiningar, sem læknirinn get- ur gert án pess að taka tillit til pess að sjúkling- urinn hefur meðvitund. Hlutlægar athuganir er nú hægt að gera með hjálp alls kyns tækja. Þó er enn nauðsynlegt að notfæra sér beina reynslu sjúklingsins, spyrja hann hvar hann finni til, hvort hann hafi áhyggjur af pví að fólk stari á hann o.s.frv. Læknirinn notfærir sér beina reynslu sjúklingsins, til pess að gera sjúkdómsgreiningu og fylgjast með pví, hver áhrif læknisaðgerðir hafa á innra líf sjúklings- ins, sem frá sjúklingsins sjónarmiði er mergur- inn málsins. Pað, sem hætt er við að gleymist, ef litið er á lækna sem líkamsvirkja, sambæri- lega bifvélavirkjum, er einmitt pað sem mestu máli skiftir sjúklinginn, innra líf hans. En til pess að sjúklingur og læknir geti skilið hvorn annan purfa peir að tijeinka sér skilningsríka samúð, en ég hef á ensku notað yfir pessa hugmynd »sympathetic imagination«. rv Á 18. öld lögðu bæði skozki heimspekingurinn David Hume og landi hans, Adam Smith, mikla áherzlu á mikilvægi samúðar og benti Smith sérstaklega á pað, að skilningur okkar á öðru fólki feli pað í sér, að við setjum sjálf okkur í fótspor pess. »Samúð« (sympathy) má skilja á fleiri en einn veg og kemur petta skýrt í ljós, ef litið er á pað, hvernig Smith reyndi að sýna fram á, að ýmis ólík fyrirbæri byggðust á samúð. Oft dregur hann fjöður yfir pað, að hann notar mörg samúðarhugtök og er margt pað, sem hann segir um hlutverk samúðarinn- ar hreint ekki sannfærandi. Tökum fyrst sem dæmi pað sem hann segir til skýringar á pví, að við kennum í brjósti um dáið fólk. Petta segir Smith að rekja megi til pess, að í huganum setjum við okkur sjálf í líkkistu sex fet undir yfirborði jarðar, ormum og öðrum kvikindum að bráð. Takið eftir pví að hann gerir ráð fyrir pví, að hann sé í pessu óæskilega ástandi með fullum skilvitum. Hann setur sig í huganum lifandi í líkkistu og er pað stórum óæskilegra en að liggja í kistunni dauður. Hvernig má skýra með pessu móti meðaumkun með fólki, sem lætur brenna sig? Það er ekki hægt að ímynda sér hvernig manni myndi líða, pegar menn eru ekki annað en aska og reykur eða pegar menn eru aftur að moldu horfnir. Pað er einnig álitamál hvort við kennum yfirleitt í brjósti um dáið fólk. Það sem Smith virðist vera að útskýra er hræðsla okkar við dauðann og er ekki ósennilegt að myndin af manni sjálfum í líkkistunni hafi dottið mörgum í hug. Sem betur fer, er notkun Smith’s á samúðar- hugtakinu ekki alltaf jafnfráleit. Pannig reynir hann að skýra með pví að skírskota til pessa hugtaks, pað fyrirbrigði, að við skömmumst okkar stundum fyrir hönd annarra. Maður syngur ótilkvaddur í samkvæmi og er pess alls ómeðvitandi að hann hefur bæði ljóta rödd og er laglaus. Við ímyndum okkur sjálf í fótspor- um slíks manns og skömmustan verður okkar hlutskipti, ekki pó vegna pess að hann skamm- ist sín, pví hann er sjálfur hinn ánægðasti með sönginn. Ef nokkuð er pá skiljum við manninn verr, er við setjum okkur í fótspor hans, pví við gerum okkur grein fyrir pví, að við myndum aldrei getað gert úr okkur jafnmikið fífl og hann gerir. En Smith leggur oftar pann skilning í samúð, að hún liggi til grundvallar skilningi okkar í öðru fólki. En til pess að samúðin geti gegnt pessu hlutverki er ekki nóg að setja sjálfan sig í fótspor annars manns. Hann kann að vera

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.