Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1983, Page 13

Læknablaðið - 15.11.1983, Page 13
LÆKNABLADIÐ 281 hvernig það er að vera annar maður eða kona. Samt geta allir reynt að taka til greina ýmsa þá skaþferliseiginleika og aðstæður, sem valda því hve ólík áhrif verk okkar hafa á annað fólk. V Eitt það, sem gefur gildi Parkinsonsfélagi okkar í Kingston og öðrum svipuðum félög- um, er það að meðlimirnir skilja hvors annars reynslu. Pað er á stefnuskrá okkar að reyna að auka þennan skilning. Leikþátturinn, sem ég nefni Leikarnir, er hluti af þessari viðleitni, þótt hann væri reyndar fyrst og fremst saminn til þess að skemmta meðlimum félags okkar. Leikþátturinn var saminn á ensku, en þið munuð heyra hann í lauslegri þýðingu minni. Ég er nú með aðstoð sjón- varpsdeildar Queen’s háskólans að gera sjón- varpsþátt, sem sýnir Parkinsonveiki frá sjón- arhóli sjúklingsins og verður saga leikþáttar- ins ofin inn í sjónvarpsþáttinn, sem mun sýna viðtöl við lækna, vísindamenn og sjúklinga og setja fram margvíslegan fróðleik um tilraunir, sem verið er að gera til þess að auka þekkingu okkar á þessum sjúkdómi. Ætlun mín er að þátturinn hafi léttari tón en almennt er um fræðsluþætti um sjúkdóma. Leikþátturinn á meðal annars að sýna, að kímni án illkvittni getur hjálpað til að auðvelda samúðarskilning. Sjúkir og heilbrigðir lifa í sama heimi og »Leikarnir« reyna að sýna, að lítum við á heiminn frá sjónarmiði Parkinsonsfólks þá verður ýmislegt það sem við metum mest ekki alveg eins aðdáunarvert og við venjulega gerum ráð fyrir að það sé. Upprunalegu ensku segulbandsspóluna hef ég notað við siðfræðikennslu í sjúkdómafræði- og heilsuverndardeild Queen’s háskóla með fyrirlestrum í heimilislæknadeild sama há- skóla, fyrirlestrum fyrir starfsfólk í spítala fyr- ir ólæknandi fólk og á samkomum í aðalspítal- anum í Kingston til fræðslu klerka um Parkin- sonsveiki. Leikþátturinn var birtur í tímariti, sem nefnist »Future Health Perspectives, San- te«, og er gefið út í Montreal af félaginu »Canadians For Heaith Research, en mars- hefti tímaritsins 1982 fjallaði eingöngu um heilann og taugasjúkdóma. Til þess samt að auðvelda skilning á leikþættinum er ef til vill ekki úr vegi að minnast á nokkur einkenni Parkinsonsveiki og segja frá því hvernig leikþátturinn varð til. VI Árið 1980 var helgað fötluðum og lömuðum, en heila- og taugasjúkdómar eru algeng orsök þess að menn verða að einhverju leyti fatlaðir. Einn þessara sjúkdóma er Parkinsonsveiki. Parkinsonsveiki er miklu algengari en flestir gera sér grein fyrir. Almennt er talið, að í löndum, þar sem menn ná svipuðum aldri og á íslandi hafi einn af hverjum þúsund íbúum snert af veikinni einn af hverjum 200 íbúum yfir fertugt og einn af hverjum 100 íbúum yfir sextugt. Af þessu má sjá að veikin er miklu algengari hjá eldra fólki og er veikin hrörnun- arveiki, hver svo sem orsök hrörnunarinnar kann að reynast. Heilafrumur í þeim hluta heilans, sem gegnir mikilvægu hlutverki í stjórn hreyfinga, missa eiginleikann til þess að framleiða efni, sem dópamín nefnist og er nauðsynlegt til þess að frumur í þessum hluta heilans geti sent skeyti, sem stjórna líkam- legum viðbrögðum. Helstu sjúkdómseinkenni Parkinsonisma eru: Mjög hægur skjálfti, sem er mest áberandi, þegar sá líkamshluti, sem skjálftinn er í, er hreyfingarlaus. Þótt mest áberandi sé skjálfti í fingrum eða höndum, geta Parkinsonssjúkl- ingar haft skjálfta í öðrum líkamshlutum, til dæmis fótleggjum. Allar hreyfingar fólks með Parkinsonsveiki eru hægari en heilbrigt er og nefnist þetta bradykinesia. Parkinsonsfólk á oft mjög erfitt með að taka fyrsta skrefið, eða yfirleitt hefja hreyfingar. Heitir þetta akínesía. Sjúklingurinn kann að sitja fastur, eins og hann sé límdur við jörð eða gólf. Að lokum má benda á, að erfitt er oft fyrir Parkinsonssjúklinga að stöðva sig, ef þeir geta hafið göngu. Þeim hættir þá mjög til að ganga æ hraðar með höfuðið á undan búknum, missa endanlega jafnvægið og detta beint á hausinn eins og K. N. Júlíus ofurölvi. Ólíklegt er þó, að þeir standi upp aftur fljótt og stundum geta sjúklingarnir alls ekki staðið upp án hjálpar. Hér er þó ekki um lömun að ræða heldur vöðvastífni, sem á sér orsök í efnaskorti í heilanum. Fyrstu sjúkdómseinkenni Parkinsonsveiki eru lítið áberandi: stundum svolítill skjálfti, eða stífni í liðamótum, menn verða ef til vill örlítið haltir. Smám saman ágerast sjúkdóms- einkennin, en venjulega þó mjög hægt. Oft verða skriftir erfiðar Parkinsonsveiku fólki og stundum missa menn málið eða öllu

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.