Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1983, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.11.1983, Blaðsíða 14
282 LÆKNABLADID heldur röddina, par eð hugsun er jafnskýr og áður og skilningur óbreyttur. Vöðvastífni get- ur komist á pað stig, að menn geta hvorki talað né sýnt nein svipbrigði. Hætt er við að menn gleymi pví að petta fólk hefur lifandi og næma sál í frosnum líkama. f>að er ekki langt síðan, að fjöldamargir Parkinsonssjúklingar voru taldir geðveikir og lokaðir inni á geð- veikrahælum, pótt peir væru algjörlega and- lega heilbrigðir. Þegar tekið var að nota lyfið L-dópavöknuðumargirParkinsonssjúklingartil betra lífs um lengri eða skemmri tíma og skilningur manna á Parkinsonsveiki hefur mjög aukist á síðustu árum. Parkinsonsveiki er nefnd eftir enskum lækni, sem varð fyrstur til að lýsa pessari veiki mjög nákvæmlega í fyrirlestri, sem hann hélt í London 1817. Margir telja pó, að pessi veiki hafi alla tíð hrjáð mannkynið. VII Þótt ég hafi talað um Parkinsonsveiki, er pó alls ekki víst, að sjúkdómseinkenni allra Par- kinsonssjúklinga eigi sér sömu orsök. Vitað er, að ákveðin tegund af heilahimnubólgu (Encep- halitis Lethargica) hafði pær afleiðingar, að menn fengu síðar Parkinsonisma. Orsök sjúk- dómseinkenna flestra Parkinsonssjúklinga er pó á huldu. Þó hafa menn komist að pví, að pessi sjúkdómseinkenni stafa að miklu leyti af skorti á efni, sem Dópamín nefnist í ákveðnum hluta heilans. Þessi uppgötvun var mjög mikil- væg og liggur til grundvallar pví, að mikil framför hefur orðið í baráttunni við sjúkdóms- einkenni Parkinsonisma. Ekki er hægt að gefa sjúklingum dópamín með neinum árangri, par eð efnið kemst ekki til heilans. Aftur á móti má gefa mönnum lyf, sem nefnist Lífódópa, en petta lyf kemst til heilans, par sem pað breytist í dópamín fyrir áhrif annarra efna. Lífódópa er venjulega stytt í L-dópa og er jafnan gefið í pillum. L-dópa læknar ekki Parkinsonsveiki, en minnkar mjög oft sjúkdómseinkennin og gerir allar hreyfingar miklu auðveldari. Því miður dugar petta lyf ekki öllum, og eins hefur langvarandi notkun pess ýmis óæskileg auka- áhrif. Sérstaklega má nefna ýmis konar óeðli- legar og óviðránlegar hreyfingar. Þó má nokk- uð minnka aukaverkanir L-dópa með pví að taka lyfið með öðrum lyfjum. Einnig hefur lyf, sem nefnist brómókryptín nýlega komið á markaðinn og tekst mörgum að minnka auka- áhrifin af L-dópa, með pví að nota petta lyf. Mörg önnur lyf eru gefin við Parkinsonsveiki, en ekkert pessara lyfja læknar pó sjúkdóminn. Skilningur vísindamanna á starfsemi heilans eykst nú hröðum skrefum og mjög er líklegt að önnur ný lyf komi á markaðinn áður en langt um líður. Á árinu 1980 datt mér í hug að setja á stofn Parkinsonsfélag í Kingston, sem væri deild úr Parkinsonsfélagi Kanada. Mér til mikillar undrunar komst ég að pví, að frönskukennari nokkur í Kingston, Victor Holman, hafði fengið nákvæmlega sömu hugmyndina. Við tókum okkur saman og stofnsettum félagið 3. júlí 1980. Victor hefur nú látið af störfum sem kennari og hefur verið aðalhreyfiafl félags okkar. Við höfum staðið fyrir fundum í peim tilgangi, að bæta hjúkrun Parkinsonssjúklinga og yfirleitt reynt að auka skilning á Parkinson- isma. Á hverju ári höfum við sex vikna námskeið í hjúkrunarleikfimi, en hjúkrunarleik- fimi er mjög nauðsynleg með lyfjunum og yfirleitt er mikilsvert að hafa sem mesta hreyfingu. Sagt er, að enski heimspekingurinn Hobbes hafi haft Parkinsonsveiki, en hafi pó haldið áfram að leika tennis par til hann var kominn yfir sjötugt. Margt má læra af hjúkrunarpjálfurum um pað, hvernig menn geta gert dagleg störf auðveldari, til dæmis að rísa úr sæti og jafnvel er hægt að nota ýmis brögð til að koma sér á hreyfingu, pegar menn frjósa á staðnum, akinesían festir pá. Victor hefur verið sérstak- lega leikinn í pví að finna aðferðir til pess að sigrast á akínesíunni, en hún grípur hann æðioft. Þannig hefur hann komist að pví, að setji hann framan við sig spýtu, aðra hindrun eða jafnvel strik á gólfið, pá getur hann alltaf stigið yfir hindrunina. Á heimili hans liggja spýtur með tveggja feta millibili um öll gólf og frá útidyrunum að bílnum, en Victor getur enn ekið bíl. Einnig uppgötvaði Victor að hann gat stundum geng- ið afturábak, pegar hann sat algjörlega fastur, ef hann reyndi að ganga áfram. Victor hefur ekið alla leið vesturstrandar Kanada til að kenna hreyfingartæknibrögð sín. Leikpátturinn, sem hér fer á eftir, var saminn til skemmtunar meðlimum Parkinsons- félags okkar á jólafagnaði félagsins 1980. Ég vona að menn læri einnig af leikpættinum, að hægt er að sjá heiminn í ýmsu ljósi, og að margt pað sem heilbrigt fólk dýrkar mest, er ekki eins rismikið og aðdáunarvert ef á pað er litið af sjónarhóli Parkinsonsfólks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.