Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1983, Side 30

Læknablaðið - 15.11.1983, Side 30
292 LÆKNABLADIÐ UMRÆÐA Rannsóknin leiddi í ljós að C. trachomatis sýkingar voru 44 % algengari en lekandi meðal sjúklinga, sem komu á húð- og kynsjúk- dómadeildina árið 1982. Par sem um 80% lekandasjúklinga, sem skráðir voru í heilbrigð- isskýrslur árin 1978-79 (7) voru greindir á deildinni, verður að telja líklegt að nið- urstöðurnar endurspegli tíðni klamydiasýk- inga í landinu í samanburði við lekanda. Fjöldi jákvæðra ræktana, bæði fyrir lekanda og klamydíu, var hlutfallslega nokkru hærri í þessari rannsókn, en í svipaðri rannsókn, sem gerð var í Lundi í Svípjóð árin 1977-9 (3). Þó er ekki víst, að um mun á tíðni þessara sjúkdóma sé að ræða í þessum tveim sam- félögum og má benda á, að 50 % fleiri einstaklingar voru rannsakaðir á deildinni í Lundi að meðaltali á mánuði, en á deildinni í Reykjavík. Kynsjúkdómadeild Heilsuvernd- arstöðvar Reykjavíkur þjónar þó líklega ívið fleira fólki en deildin í Lundi. Árið 1979 var tíðni lekanda mjög svipuð í Svíþjóð og á íslandi eða nálægt 220 á hverja 100.000 íbúa (6, 8). Það er því sennilegt að tíðni klamydíasýk- inga sé svipuð í þessum tveim löndum. Aldursdreifing lekanda og klamydíasýkinga var svipuð og voru báðir sjúkdómarnir algeng- astir hjá konum 19 og 20 ára og hjá körlum 21 og 22 ára. Þessi munur á kynjunum er svipaður því, sem fundist hefur annars staðar (9). Upplýsingar voru fyrir hendi um fjölda rekkjunauta 87 % hópsins. Af þeim gáfu að- eins 20-21 % upp fleiri en einn rekkjunaut. Þrjátíu og eitt % lekandasjúklinga höfðu samfarir við tvo eða fleiri. Þetta er minna en það sem fannst í sænskum rannsóknum á síðari hluta áttunda áratugsins, en í þeim gáfu 40 til 60 % sjúklinga, sem haldnir voru lek- anda, upplýsingar um fleiri en einn rekkjunaut (10). Enginn marktækur munur var á fjölda rekkjunauta eftir kynjum í þessari athugun en í rannsókn frá Uppsala í Svíþjóð frá árunum 1969 og 1974 gáfu karlar oftar en konur upp fleiri kynsambönd en tvö (11). Oft er talað um að fylgni sé milli fjölda rekkjunauta og tíðni kynsjúkdóma, en á mynd 5 má sjá að fleiri konur á aldrinum 17 og 18 ára gáfu upp tvo eða fleiri rekkjunauta en á aldrinum 19-20 ára, þar sem nýgengi var mest, en munurinn er ekki tölfræðilega marktækur. Aftur á móti var um fjórðungur þeirra, sem báðar bakteríurnar ræktuðust frá einmitt karlmenn á aldrinum 21 og 22 ára. Munur virðist vera á sjúkdómunum Mynd 5. Aldursdreifing -peirra sem höfdu lekanda og/eða kiamydíasýkingu og gáfu upp tvo eda fieirí rekkjunauta. Heiiar súlur tákna karla og stríkadar súiur konur. Tafla IV. Fjöidi rekkjunauta og nidurstöður rækt ana. Niðurstaða ræktunar Alls Einn rekkjunautur Fleiri en einn rekkjunautur Ræktun neikvæð . 528 434 (82 %) 94(18 %) N. gonorrhoeae ræktaðist 147 101 (69 %) 46(31 %) C. trachomatis ræktaðist 238 201 (84 o/o) 37(16%) N. gon. og C. trachom. ræktuðust 88 61 (69 %) 27 (31 %) Samtals 1001 797 (80 %) 204 (20 %) Tafla V. Fjöidi rekkjunauta karla og kvenna. Kyn Alls Einn rekkjunautur Fleiri en einn rekkjunautur Karlar 689 547 (79 o/o) 142 (21 o/o) K.onur 312 250 (80 %) 62 (20 %) Alls gáfu 1001 upplýsingar eða 87 % peirra sem rannsakaðir voru. TaflaVI. Sjúkiingar sem ádur. hafa haft kynsjúkdóm Niðurstaða ræktunar Haft áður Alls kynsjúkdóm Ræktun neikvæð ... 654 131 (20 o/o) N. gonorrhoeae ræktaðist ... 150 38 (25 o/o) C. trachomatis ræktaðist . ... 258 56 (22 %) Bæði GK og klamydía ræktuðust 89 15(17 %) Samtals 1151 240(21 %)

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.