Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1983, Qupperneq 32

Læknablaðið - 15.11.1983, Qupperneq 32
294 LÆK.NABLAÐID 69,294-296,1983 HOLLRÁÐ HANDA UNGUM HÖFUNDI Heill og sæll í fyrra bréfi mínu í síðasta hefti Læknablaðs- ins, dagsettu 15/10/1983, ræddi ég við þig um það, hvað vera eigi athæfi fróms fyrirlesara. Fyrst af öllu vil ég árétta: Hafir þú í hyggju að senda inn grein, sem þú hefir unnið uþp úr þeim efnivið, sem þú notaðir í erindi þitt, farðu þá eftir þeim reglum, sem ritstjórn hefir sett um frágang og gerð handrita (1). Þær reglur eru í samræmi við svo kallað Vancouverkerfi. Er það kennt við samnefenda borg í Kanada, en þar voru árið 1978 samþykktar reglur, (The original Vancouver document (2)), undanfari þeirra, sem nú gilda hjá helztu læknisfræði- tímaritum í hinum enskumælandi heimi og á Norðurlöndunum (3). Óþarfi ætti að vera, að árétta, að slíkar reglur hafa þann tilgang, að spara höfundum tíma og að koma í veg fyrir óþarfa vinnu og tafir. Við skulum heldur ekki gleyma því, að ritstjórn hefir hér nokkurra hagsmuna að gæta. Gæfumuninn gerir, að höfundur, sem ekki heldur leikreglurnar er alltaf þolandinn. Þú nefnir hugmynd þína um áframhaldandi könnun og spyrð hvernig fara eigi að. Þú biður um leiðbeiningar og segir ritstjórn gera vel, ef hún leiðbeini byrjendum. Hægt væri að benda þér á nokkur ágæt erlend rit (3-7). Hér gæti ég látið kyrrt liggja og sagt þér að leita fanga, samanber Mt 7.8. Hins vegar er þar í næstu andrá varað við nefndu athæfi. í samræmi við það mun ég reyna að gefa þér ráð. Sumt er sótt í reynslu undanfarinna ára við ritstjórn málgagns okk- ar. Það sem ég hefi að auki stælt og stolið, munt þú kannast við, þegar þú færir þig upp á skaftið og ferð að lesa þér til í umræddum ritum. Það mun gerast, þegar þú ferð að huga að því, að fá greinar þínar birtar í erlendum tímaritum. Hvers vegna skrifa læknar? Á þér standa mörg spjót. Þú ert að safna þér í sérfræðiviðurkenningu og verður því að skrifa stíl (8). Auk þess verðurðu að gera þig gjaldgengan á vinnumarkaðnum (»Hæfni við vísindastörf: Metist fyrst og fremst af skráðum gögnum« (1)). Frami þinn á deildinni getur verið undir því kominn, að þú gangir frá einum eða tveimur pappírum á næstu mánuðum. Hér gildir nefnilega í auknum mæli, það sem menn hafa lengi haft fyrir satt í útlöndum: »Publish or perish«. En það eru aðrar og brýnni ástæður fyrir því, að læknar þurfa og eiga að skrifa vísinda- greinar. í hvert sinn sem læknir ákveður meðferð hvort það nú er að láta breyta mataræði, ávísa lyfi eða að gera skurðagerð, er hann að gera tilraun. Árangurinn ber að skrá. Áður en því verður slegið föstu, að breyting til hins betra eða verra sé tengd viðkomandi meðferð, þarf að ganga úr skugga um það, hvort meðferðinni hafi verið beitt nægilega oft hjá sambærilegum einstaklingum, hvort niðurstaðan sé tengd eðlilegum gangi sjúkdómsins eða hvort til hafi komið ytri þættir tengdir meðferðinni. Læknar eru þann- ig í daglegu starfi sínu að vega og meta meðferð einstaklinga með hliðsjón af til- tækum upplýsingum. í samræmi við fengnar niðurstöður er meðferð breytt, ef þörf er eða hún er lögð til hliðar, hafi hún reynst illa. Stöðugt og samfellt uppgjör er þannig eðli- legur hluti læknisstarfins. Þetta leiðir síðan eðlilega til þess, að þegar upplýsingarnar fara að verða flóknari og meiri að vöxtum, þarf formlegri vinnubrögð. Við erum komnir inn á svið rannsóknanna. Öllum rannsóknum er ætlað að verða kveikja nýrrar þekkingar. Hvort það tekst er að sjálfsögðu ekki hægt að segja um fyrir fram. Þess vegna er það ekki sjálfgefið, að þó að fjármunum og tíma hafi verið veitt til könn- unar, að niðurstöðurnar eigi erindi í tímarit. Sumt efni kemur að notum innanhúss og á ekki erindi á næstu bæi. Hafðu að leiðarljósi að tilgangurinn með útgáfu verka þinna á fyrst og fremst að vera
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.