Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1983, Side 47

Læknablaðið - 15.11.1983, Side 47
LÆK.NABLAÐIÐ 69,303-305,1983 303 Gunnlaugur Snædal, Gunnar Biering, Helgi Sigvaldason, Jónas Ragnarsson Fæðingar á íslandi 1972-1981, 9. grein: LENGD MEÐGÖNGU Mat á réttri lengd meðgöngu er einn af peim páttum sem mikil áhersla er lögð á í mæðra- verndarskoðunum. Einkum skiptir pað máli að matið sé sem nákvæmast, pegar flýta parf fæðingu. Áður fyrr var oft vandkvæðum bundið að meta rétta lengd meðgöngu. Það atriði sem helst var stuðst við í pví sambandi voru upplýsingar um síðustu blæðingar konunn- ar, p.e. fyrsta dag síðustu tíða, sem hefur ávallt verið talið upphaf meðgöngu. Skoðun á fyrri hluta meðgöngu hefur einnig mikið gildi, einkum ef hún er gerð á fyrstu premur mánuðum meðgöngutímans. Upplýsingar um fyrstu fósturhreyfingar eru einnig pýðingar- miklar við mat á lengd meðgöngu. Sama gildir um mælingar á legbol og stækkun hans frá einni skoðun til annarrar. Þessar upplýsingar geta pó ekki talist mjög nákvæmur mæli- kvarði. Á síðasta áratug hafa komið fram á sjónarsviðið aðferðir svo sem sónarskoðanir, sem aukið hafa til muna nákvæmni við mat á réttri meðgöngulengd. Hér skiptir miklu máli að fyrsta sónarskoðun sé framkvæmd snemma í meðgöngu eða fyrir miðjan meðgöngutíma og síðan sé gerður samanburður á peirri skoðun og síðari ef vafi leikur á. Mat á lengd meðgöngu hefur ávallt verið talið pýðingarmikið atriði í tengslum við fyrirburafæðingar. Sem dæmi má geta pess að í íslenskri ljósmæðralöggjöf frá 1933 eru ákvæði um að andvana burður skuli teljast fósturlát ef konan er gengin með 28 vikur eða skemur en barn ef hann fæðist eftir pennan tíma. Á peim tíma var talið nánast óhugsandi að fóstur gengið skemur en 28 vikur gæti fæðst lifandi. Fyrrnefnd atriði til mats á lengd meðgöngu eru pó oft brigðul. Þannig muna konur ekki alltaf dagsetningu síðustu blæðinga og getur jafnvel munað um heilan mánuð hvað pað snertir. Skoðun hjá lækni getur einnig skeikað um tvær til prjár vikur, jafnvel pótt sú skoðun fari fram á fyrsta priðjungi meðgöngutímans. Skekkjan getur orðið enn meiri ef fyrsta skoðun fer fram á síðari hluta meðgöngu. Upplýsingar um fósturhreyfingar eru heldur ekki óskeikular, og sama má segja um són- arskoðun, pó par sé minnst hætta á röngu mati. Á síðari árum hefur einnig verið lögð áhersla á pyngd nýbura, pví að par er um beina mælingu að ræða. Um pyngd og lengd nýbura verður nánar rætt í síðari grein. Faglegt proskamat á nýburum, gert eftir fæðinguna, sker úr um lengd meðgöngunnar svo að litlu skeikar, ef hin atriðin hafa á einhvern hátt brugðist. Gallinn er sá að petta proskamat verður einungis gert eftir að barnið er fætt. Allt frá pví að nýja fæðingaskráningin hófst árið 1972 var lögð áhersla á skráningu á lengd meðgöngu og jafnframt óskað upplýsinga um fyrsta dag síðustu tíða í fæðingartilkynningu. Telja má að vel hafi tekist pegar frá byrjun pví að á fyrsta ári skráningarinnar var lengdar ro o' ■'T Mynd 1. Hlutfallsleg skipting fæðinga eftir medgöngulengd, 1972-1981.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.