Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1983, Page 58

Læknablaðið - 15.11.1983, Page 58
312 LÆKNABLADID Níu eru við störf erlendis, en einn þeirra hefur hlotið 75 % starf á íslandi og er á leið heim. Átta sérfræðinganna, sem svöruðu, eru í Svíþjóð og einn í Bretlandi. Allir höfðu í hyggju að koma heim. Einn hafði árangurslaust sótt tvisvar um stöðu og annar einu sinni. Einn telur atvinnuhorfur góðar hér heima, 4 sæmilegar og 4 slæmar. Af yngri læknunum, sem svöruðu, voru 18 búsettir í Svíþjóð, 9 í Bandaríkjunum, 3 í Noregi, 2 í Þýzkalandi, 1 í Bretlandi og 1 í Danmörku. Einn kvaðst ekki ætla að flytja heim til íslands, 10 svöruðu ekki sþurningunni, en 23 hafa í hyggju að koma heim og 2 höfðu þegar sótt um stöður árangurslaust. Fjórir töldu líkur á starfi góðar, 20 sæmilegar, en 9 slæmar. Sex töldu sig fá uþþlýsingar um, þegar stöður losnuðu, 8 stundum, en 19 kváðust ekki fá upþlýsingar um lausar stöður. Það veldur vonbrigðum, hversu fáir svöruðu Sþurningalistanum. Á undanförnum árum hafa bor- izt allmargar óskir til stjórnar L.Í. um að gera for- sþá um atvinnuhorfur og í einkaviðtölum kemur fram talsverður uggur yfir horfunum, en sé litið á þessar niðurstöður, mætti ætla, að ástandið væri ekki svo slæmt. Sé litið á sérfræðinga þá, sem komn- ir eru heim, er aðeins 1 í hálfu starfi og annar hafði fengið starf, en þó ekki í sérgrein sinni. Erlendis voru 8 sérfræðingar og a.m.k. 2 þeirra ekki tilbúnir til að koma heim alveg strax. Þetta er ekki stórt vandamál. Sé litið til yngri læknanna eru 23-30, sem hyggjast koma heim á næstu árum, og jafnvel þótt þeir væru tvisvar sinnum fleiri, þá er það heldur ekki stórt vandamál. En svörin eru svo fá, að niðurstöður eru ekki marktækar. Framhaldsmenntun Aðalviðfangsefni aðalfundarins 1975 var framhalds- menntun lækna og atvinnuhorfur yngri lækna í íslandi. Á fundinum var samþykkt ályktun um, að hið fyrsta verði komið á skipulagðri framhalds- menntun lækna á íslandi. Síðan hefur mikið verið unnið að málinu, m.a. skipaðar 3 nefndir, sem sömdu álitsgerðir varðandi skipulagt framhaldsnám í hand- lækningum, lyflækningum og heimilislækningum. Álitsgerðirnar hafa birzt í Læknablaðinu. Hugmyndin er, að fyrstu 2 ár framhaldsmenntun- ar í ofantöldum greinum geti farið fram hérlendis, en náminu yrði lokið erlendis. Á síðasta aðalfundi var samþykkt tillaga, þar sem stjórninni var heimilað að ráða mann í hlutastöðu til að vinna að þessu starfi. Ekki kom til þess, en stjórn L.Í. hafði samvinnu við yfirlækna lyfjadeilda spítal- anna í Reykjavík, þá Gunnar Sigurðsson, Tómas Árna Jónasson og Þórð Harðarson, og skipaði þá í nefnd ásamt fulltrúum aðstoðarlækna, þá Guðmund Þór Axelsson og Atla Árnason. Hlutverk nefndar- innar var að standa fyrir hálfs dags námskeiðum, þar sem fluttir yrðu 3-4 fyrirlestrar og tekið fyrir tiltölulega afmarkað svið hverju sinni, en farið nokkuð nákvæmlega í það. Gert var ráð fyrir töluverðri þekkingu þátttakenda, þ.e. að þeir hafi starfað sem aðstoðarlæknar í 1-2 ár og þeir undirbú- ið sig fyrir námskeiðin. Haldin voru 2 námskeið á vetrinum, það fyrra þann 18. marz, og var þá rætt um gigtarsjúkdóma, en hið síðara þann 13. maí, og þá voru skjaldkirtilssjúkdómar á dagsskrá. Gert er ráð fyrir, að framhald verði á þessum námskeiðum næsta vetur. Stjórnin nýtti lítinn hluta þess fjár, sem heimilað var til að greiða fyrirlesurum á námskeiðum þessum. Aðalfundur F.U.L. 26. nóv. sl. samþykkti áskorun til heilbrigðisráðherra um að koma á fót framhalds- námi fyrir lækna hér á landi. í framhaldi af því skipaði ráðherra nefnd til að kanna málið, og er Guðjón Magnússon, aðstoðarlandlæknir, formaður hennar, en auk hans eru í nefndinni Finnbogi Jakobsson, formaður F.U.L., Árni Gunnarsson, skrif- stofustjóri í menntamálaráðuneytinu, Þorsteinn Svörfuður Stefánsson frá læknadeild og Þorvaldur Veigar Guðmundsson frá Læknafélagi íslands. Útgáfustarfsemi Læknabladid, sem kemur nú út reglulega 10 sinnum á ári, hefur í rúm 3 ár verið prentað í Danmörku. Nú er í undirbúningi að flytja prentunina aftur heim til íslands. Viðræður standa yfir við íslenzkar prent- smiðjur um vinnslu blaðsins. Um sl. áramót gekk Bjarni Þjóðleifsson úr rit- stjórn blaðsins. Bjarni var ritstjóri blaðsins í fimm og hálft ár, og þakkar stjórnin honum fyrir vel unnin störf í þágu blaðsins. í stað Bjarna kom Guðmundur Þorgeirsson í ritstjórnina. Fréttabréf lækna, sem byrjað var að gefa út á þessu ári, hefur nú komið út mánaðarlega auk sérstaks blaðs, sem fjallaði um Domus Medica. Fréttabréfið hefur hlotið góðar undirtektir, einkum hafa læknar erlendis fagnað nýjum tíðindum frá Fróni, þ.á.m. stöðuauglýsingum. Stöðugt fleiri aðilar nýta sér blaðið sem upplýsingamiðil. Auglýsingar standa undir prentunarkostnaði. Handbók lækna kom út í maí og á að hafa borizt öllum áskrifendum Læknablaðsins. Þetta er önnur útgáfa bókarinnar, og hefur hún verið aukin og endurbætt. Viðræður eru að hefjast við landlæknis- embættið um, hvort hugsanlegt sé, að samvinna um útgáfu læknaskrár þess og handbókarinnar geti átt sér stað báðum aðilum til hagsbóta og sparnaðar. Læknatal er nú í prentun, og er gert ráð fyrir, að það komi út í nóvember. Ritskrá lækna er í undirbúningi eins og greint hefur verið frá í fyrri ársskýrslum. Á síðastliðnum vetri var ákveðið að tölvusetja skrána, sem mun mjög einfalda viðbætur og endurútgáfu. Enn hefur ekki tekizt að finna heppilegt kerfi fyrir skrána og hefur það tafið undirbúningsstarfið. Jóhannes Tómasson, blaðamaður, hefur undan- farin ár starfað I hlutastarfi sem ritstjórnarfulltrúi við Læknablaðið. Hann hefur nú verið ráðinn I fullt starf og er jafnframt ritsjtóri Fréttabréfsins og

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.