Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1983, Side 61

Læknablaðið - 15.11.1983, Side 61
LÆKNABLADID 313 vinnur að ýmsu varðandi útgáfustarfsemi læknafé- laganna. Samskipti við önnur lönd 1. Annað hvert ár koma fulltrúar stjórna læknafélag- anna á Norðurlöndum saman á fund, sem kallast Central styrelses möte. Mæta par gjarnan 10-15 fulltrúar frá hverju félagi. Síðasti fundur var haldinn í Loen í Noregi dagana 9.-13. júní 1982. Formenn L.i. og L.R. og gjaldkeri L.Í. sátu fundinn sem fulltrúar íslands. Auk almennra upplýsinga um félagsstarfið í hverju landi var rætt um afstöðu læknafélaganna til bandalaga háskólamanna í hverju landi, um lækna- pörf og atvinnuhorfur og samvinnu læknafélag- anna á Norðurlöndum, pegar þau standa í kjaradeil- um. Samþykkt var að athuga stofnun kjaradeilu- sjóðs eða á annan hátt tryggja, að læknasamtök í kjaradeilum ættu rétt á fjárhagslegum stuðningi frá læknasamtökum hinna landanna. Petta mál var síðan rætt á fundi, sem haldinn var í sambandi við 125 ára afmæli danska læknafélagsins og er enn í athugun, en áhugi er mikill á málinu. Ákveðin ósk kom fram um, að næsta Central styrelses möte yrði haldið á Íslandi, og er nú ákveðið, að það verði haldið dagana 17.-22. júní 1984. Hvert land greiðir allan kostnað við þátttöku eigin fulltrúa. 2. Den almindelige danske lægeforening hélt 125 ára afmælisfagnað dagana 31. ágúst og 1. sept. 1982 og síðan 100. ársþing sitt 2. sept. D.a.d.l. bauð L.í. að senda 2 fulltrúa ásamt mökum í afmælisfagnaðinn, og fóru formaður og varaformaður ásamt eigin- konum. Þeir færðu danska læknafélaginu fundar- hamar að gjöf frá L.í. Hamarinn er úr íslenzku birki, og á hausinn eru felldar skífur úr hvaltönn. Hamar- inn er útskorinn, og eru m.a. á honum merki danska og íslenzka læknafélagsins. Práinn Árnason, mynd- skeri, gerði hamarinn. 3. Nordisk Federation for Medicinsk Undervisning hélt fund á Höfn í Hornafirði dagana 26.-29. sept. 1982. Fundarefni var: Udformning af det nordiske samarbejde vedrörende lægers videreuddannelse. Þorvaldur Veigar Guðmundsson og Haraldur Sig- urðsson (frá F.U.L.) voru fulltrúar L.Í. í upphafi var gerð grein fyrir framkvæmd samnings um sam- eiginlegan norrænan vinnumarkað i hverju landi fyrir sig og reynslu þeirri, sem fengizt hafði. Á fundinum kom fram, að greinilega væri mikil þörf fyrir að samræma framhaldsmenntun á Norðurlönd- unum og sérstaklega var deilt á Svíþjóð fyrir að hafa of lágar kröfur í sumum greinum. Rætt var um þörf þess að stofna nefnd til að vinna að og vera ráðgefandi um samræmingu framhaldsmentunar á Norðurlöndum. Stjórnin lagði til, að leitað yrði eftir að stofna slíka nefnd á vegum Norðurlandaráðs, en meiri hluti fundarmanna taldi eðlilegt, að N.F.M.U. stæði sjálf fyrir stofnun hennar, enda er N.F.M.U. stofnun Norðurlandaráðs. Stjórninni var falið að vinna upp nýjar tillögur, og voru skipaðir 2 fulltrúar frá hverju landi til að fara síðan yfir þær. Þorsteinn Sv. Stefánsson og Þorvaldur Veigar Guðmundsson voru tilnefndir fulltrúar íslands. Nýjar tillögur bárust frá nefndinni síðla vetrar, en gengu enn í sömu átt og stjórnin hafði áður gert ráð fyrir, og voru þær ekki samþykktar. Síðan hefur ekki heyrzt frá stjórninni. 4. Finnska læknafélagið stóð fyrir fundi í Helsinki dagana 12.-13. okt. 1982 og bauð til hans fulltrúum læknafélaganna á Norðurlöndum og læknafélaga í norðanverðri Vestur-Evrópu. Formaður L.í. var fulltrúi íslands. Á fundinum var rædd afstaða lækna- félaganna til World Medical Association. Annað þeirra félaga, sem enn var í W.M.A. (írland), hafði tilkynnt úrsögn sína, og hitt (Bretland) er að íhuga að ganga úr samtökunum. Einkum var rætt um samvinnu fundarlandanna um siðamál og aðeins minnzt á möguleika á að stofna Evrópusamband læknafélaga. Norska læknafélagið hefur boðað til framhaldsfundar um þessi mál í lok september 1983. 5. Sveinn Magnússon, þáverandi formaður F.Í.L.Í.S., var fulltrúi L.Í. á aðalfundi sænsku læknasamtak- anna, sem haldinn var í Stokkhólmi 13.-14. nóv. 1982. Hann sendi skýrslu um helztu mál, sem þar voru rædd. 6. Danska læknafélagið bauð L.Í. að senda fulltrúa á fund, sem haldinn var 24. maí sl., en þar voru sjúklinga- og lyfjatryggingar til umræðu. Stjórnin fékk Jón Snædal, sem er núverandi formaður F.Í.L.Í.S. og býr í Lundi í Svíþjóð, til að sitja fundinn fyrir íslands hönd. Hann sendi greinargóða skýrslu um fundinn. Önnur mál 1. Árlega berast L.í. til umsagnar reglugerða- og frumvarpstillögur. Á síðasta ári bárust m.a. tillögur um frumvarp til laga um málefni fatlaðra og frumvörp um breytingar á lögræðislögum og lögum um heilbrigðisþjónustu. Stjórnin leitar að jafnaði aðstoðar ýmissa lækna við gerð umsagna. Frum- varpið um breytingu á lögum um heilbrigðisþjón- ustu var þó kynnt óvenjuvel. Það var sent stjórnum allra svæðafélaganna, Félagi yfirlækna, Félagi ísl. heimilislækna, Sérfræðingafélagi íslenzkra lækna og læknaráðum stærri spítalanna. Athugasemdir bárust frá allmörgum þessara aðila, og vann stjórn L.Í. úr þeim umsögn, sem send var heilbrigðis- og trygginganefnd neðri deildar Alþingis. Bréflega og munnlega var þess farið á leit að fá tækifæri til að skýra athugasemdirnar munnlega fyrir nefndinni. Þetta virtist fá jákvæðar undirtektir, en gefið í skyn, að frumvarpið yrði ekki afgreitt á yfirstandandi þingi. Það fór þó svo, að málið var fyrirvaralaust tekið á dagskrá Alþingis 3 dögum fyrir þingslit. Nokkrar athugasemdir L.Í. voru teknar til greina, en ekki þær, sem mest áherzlan var lögð á, svo sem að fella niður eða breyta 2. gr. frumvarpsins um kvörtunarnefnd. Til þessarar nefndar má skjóta

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.