Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1985, Page 4

Læknablaðið - 15.12.1985, Page 4
334 LÆKNABLAÐIÐ INNGANGUR Bæklingur sá, sem nú kemur fyrir sjónir lækna, er miðaður við þarfir þeirra, sem ekki hafa áður skrifað fræðilega grein eða flutt fyrirlestur um niðurstöður kannana/rann- sókna. f Læknablaðinu komu leiðbeiningar fyrir greinahöfunda fyrst á árinu 1960 (1). Við þær varaukið 1973 (2)og ennfimm árum síðar(3). Árið 1981 (4) var endanlega horfið að kröfum Vancouverkerfisins (5). Fjöldi ritstjóra tíma- rita á sviði læknisfræði og skyldra greina hafa komið sér saman um það, að kerfið gildi um handrit, sem send eru með ósk um birtingu (6). Leiðbeiningar ritstjórnar (4) voru tvívegis birtar óbreyttar í Handbók lækna (7, 8). Á árinu 1983 birtust í Læknablaðinu tvær greinar. Fjallar önnur um það, hvernig fara megi að við að semja og flytja fyrirlestur (9). Hinn er um helstu reglur, er gilda um ritun fræðilegra greina (10). Við fyrri greinina hefur verið aukið efni og settar inn myndir og er hún nú orðin sérstakur kafli: Að tala á fundum og ráðstefnum. Nokkurra ára reynsla við ritstjórn málgagns lækna hefur fært mér sönnur þess, að nauðsynlegt er að auka við leiðbeining- arnar til greinahöfunda, þó ekki væri til ann- ars en að létta ritstjórn starfið. Áður hefur ver- ið ymprað á því að taka beri upp kennslu í læknadeild Háskóla fslands í ritun vís- indagreina (11). Meðan það gerist ekki, verð- ur þetta fræðslukver að nægja. Efnis hefur verið aflað víða, m.a. úr bókum og tímaritum. Þeirra er getið í tilvitnunum, sem eru í samræmi við kröfur Vancourver- kerfisins, samanber endurskoðaðar reglur ritstjórnar Læknablaðsins (12). TILVITNANIR 1. Læknablaðið 1960; 44: XVIII. 2. Leiðbeiningar til greinahöfunda. Læknablaðið 1973; 59; 34-5. 3. Leiðbeiningar til greinahöfunda. Læknablaðið 1978; 64: 37-40. 4. Leiðbeiningar fyrir greinahöfunda. Læknablaðið 1981; 67: 23-6. 5. International Steering Committe ofMedical Editors. Br Med J 1978; i: 1334. 6. International Committee of Medical Journal Edi- tors. Uniform requirements for manuscripts submit- tedtobiomedicaljournals. BrMed J 1982; 284:1766- 70. 7. Leiðbeiningar til greinahöfunda. Handbók lækna 1. árg. 1981-82. Kaupmannahöfn, Læknablaðið: 1981; s. 73-6. 8. Leiðbeiningar fyrir greinahöfunda. Handbók lækna 2. árg. 1983. Kaupmannahöfn, Læknablaðið: 1983, s. 83-6. 9. Bjarnason Ö. Heilræði handa verðandi fyrirlesara. Læknablaðið 1983; 69: 243-5. 10. Bjarnason Ö. Hollráð handa ungum höfundi. Læknablaðið 1983; 69: 294-7. 11. Bjarnason Ö. Um norrænan vinnumarkað lækna, rétt til sérfræðiviðurkenningar og skylduritgerðir umsækjenda. Læknablaðið 1981; 67: 190-1. 12. Reglur ritstjórnar Læknablaðsins um birtingu efnis, um frágang handrita, um meðferð og mat á efni og um prófarkalestur. Handbók lækna 3. árg. 1984/85. Kaupmannahöfn: Læknablaðið, s. 35-8.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.