Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1985, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 15.12.1985, Blaðsíða 8
336 LÆKNABLAÐIÐ Venjulega er í boði getið um efni eða að minnsta kosti um hvaða efnissvið þú átt að fjalla. Ef nokkur vafi er í huga þér, skrifaðu eftir nánari fyrirmælum. Nægi bréfaskiptin ekki, er oft hægt að leysa málin endanlega símleiðis. Ef fleiri fyrirlesurum er boðið og ætlunin er að fjalla um tiltekið þema, tryggðu þér þá, að þú farir ekki inn á svið, sem öðrum er ætlað. 777 áréttingar: Taktu ekki boðinu, fyrri en búið er að taka af öll tvímæli. Með því setur þú undir þann leka, að misræmi verði milli titils i auglýsingu og innihalds erindis þíns. Ákvörðun þína, hvort þú þekkist boðið um að flytja fyrirlesturinn, tekur þú eftir að þú hefur vegið og metið það, sem mælir með og á móti. Eitt af því, sem mælir með því, að þú takir slíku boði, er að sjálfsögðu það, að þú færð tækifæri til þess, að koma fram fyrir stéttar- bræður þína. Sú kynning, sem þú færð á þennan hátt, getur hæglega leitt til þess, að þér verði boðið aftur og víðar. Þú færð einnig tækifæri til þess að æfa þig og það sem ekki er minna um vert: Þú færð tækifæri til þess að fræða aðra. Endanlega verður ekki horft fram hjá fjárhagslegum ávinningi, beinum og óbeinum. Til þess að vega hugsanlega neikvæða þætti má spyrja svofellt: • Geturðu bætt á þig þeirri auknu vinnu, sem er því samfara að undirbúa og æfa fyrir- lesturinn? • Geturðu treyst því, að öll nauðsynleg gögn verði tilbúin? • Hefurðu nýtt efni tiltækt? • Hefurðu áhuga á efninu? Hugsanlegt er, að þér reynist erfitt að fylgja þessari köldu greiningu. Öll viðurkenning kitlar hégómagirndina. Þú óttast ef til vill, að takir þú ekki þessu ágæta boði, verði þér ekki boðið aftur. Hafðu samt að leiðarljósi: Betra er að sitja heima, heldur en að mæta illa undirbúinn og hafa ef til vill ekkert að segja. Verði niðurstaða þín sú, að allt eða fleira mæli með því, að þú gefir jáyrði þitt, er komið að því að gera gróft uppkast að erindinu. Þessu veltir þú fyrir þér um stund. Sért þú enn sama sinnis gefur þú jákvætt svar í bréfi. AÐ KYNNA SJÚKLING Nú þurfum við að fara dálítinn útúrkrók. Áður en kemur að því, sem að ofan er lýst, hefur þú fengið boð, sem þú getur ekki neitað. Þar er átt við þá sígildu klíník í læknadeild, fundi á sjúkrahúsum og deildum þeirra og fleira í þeim dúr. Þetta rit er ekki vettvangur leiðbeininga í »rúmstokksvenjum« (bedside manners). Hins vegar skulum við minnast þess, að það er á þessum fundum, sem þú leggur grunninn að sviðshegðun þinni, góðum siðum og vondum, sem eiga eftir að fylgja þér í fyrir- lestrahaldi. Hverfum því að frumraun þinni, við að kynna sjúkling og vandamál hans, þinni fyrstu klíník. Þú færð mjög skamman tíma til þess að undirbúa þig. Þú hefur trúlega ekki tækifæri til þess að útbúa hjálpargögn, nema í mesta lagi að skrifa á nokkrar glærur. Miklu Iíklegra er, að þú þurfir að skrifa beint á töflu eða arkir (flip-over) meðan á framsögn þinni stendur. Hafðu ávallt I huga, að þú ert að frœða áheyrendur og skapa skilyrði fyrir frjórri umrœðu. Áður en þú kynnir sjúkling, segðu til nafns, nema að þú sért alveg viss um það, að allir áheyrendur þekki þig, að þú hafir verið kynntur í auglýsingu og/eða að fundarstjóri hafi rækt skyldu sína. Jafn sjálfsagt er, að kynna sig fyrir fundarmönnum og það er, að kynna sig í síma. Ekki skiptir máli, hvort áheyrandi þinn sér þig eða ekki. Þér ber að gæta trúnaðar við sjúkling, halda þagnarskylduna og leyna því, sem leynt á að fara. Hafðu í huga, að þú ert í þann veginn, að kynna sjúkling fyrir blönduðum hópi og óvarleg frásögn getur leitt til þess, að eitthvað af því berist út, sem óþarft er, að aðrir viti. Byrjaðu á því að greina frá nafni sjúklings og því, á hvaða deild hann er, á hvaða deild hann var fyrst vistaður og hvenær. Greindu frá sjúkrasögu hans í þátíð. Gefðu upp tímalengd miðað við upphaf veikinda, innlögn, aðgerðir eða breytingu til hins betra eða verra; fremur en að þylja upp runur dagsetninga. Hins vegar er dagsetning örugg viðmiðun. Fráleitt er að segja: »Sjúklingur kom inn á laugardag.« (Hvaða laugardag?). Eða: »Á öskudag þurfi að gera bráða aðgerð.« Á meðan páskar eru miðaðir við tímatal Gyðinga og færast fram og aftur frá ári til árs, er vissara að segja: »Áttunda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.