Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1985, Síða 41

Læknablaðið - 15.12.1985, Síða 41
LÆKNABLAÐIÐ 357 þessum sjö línum eru innifalin titill, undirtitill þegar við á, texti og tölur, auk þess sem setja má neðanmáls við töfluna, svo sem útlistun á tölfræðilegri marktækni og útskýringar t.d. á táknum. Þegar um flóknar töflur er að ræða, skaltu skipta þeim upp í tvær eða fleiri einfaldari, svo þú getir haldið framangreinda reglu. Flóknar töflur, sem henta í tímaritsgrein, eiga alls ekkert erindi á sýningartjald í fyrirlestrarsal. Texti og tölur eiga að vera auðlesin á skyggnunni, þegar henni er haldið íarmslengd frá auga. Ef ekki, er allt að því víst, að þau verði ólæsileg á tjaldi. Notaðu skyggnuna til fulls og hafðu því fyrirmyndina í sömu hlutföllum, t.d. 2:3, ef þú notar 35 mm filmu. Merktu röð skyggnanna í efra horni, hægra megin. Límmiðar vilja losna af með timanum og þá helst þegar verst stendur á. Vilja þeir þá festast inni í sýningarvélinni. Skiptu því um merkimiða, ef þeir byrja að losna. Hafir þú í hyggju að sýna sömu myndina tvívegis eða oftar, settu þá inn aðra(r) sams konar á réttum stöðum. Til upprifjunar: Texti af skyggnu (glæru) á að vera auðlesinn hvaðan sem er úr fyrirlestrar- sal. Þar eiga aðeins að vera nauðsynlegustu upplýsingar. Skyggna (glæra) er ofhlaðin upplýsingum, ef viðstaddir geta ekki lesið og túlkað myndir og texta, án þess að þú þurfir að bæta við viðbótarskýringum. Um innviði töflunnar Engar algildar reglur eru til um það, hvað sett er í dálka eða línur, en almennt má segja, að hvers konar flokkun er sett í textareitinn til vinstri. í töflu O eru sýndir hlutar hennar og nöfn á þeim. Sömu upplýsingar hafa verið settar inn í töflu 00, ásamt viðbótarupplýsingum. í töflum I-VI er sýnd mismunandi uppsetn- ing og síðan eru sömu töflur minnkaðar og felldar inn á þann flöt, sem til umráða er á 35 mm skyggnu (36 x 24 mm), myndir 5 til 10. Tafla I sýnir það, hverjir voru skráðir eigendur sjúkrarúma á íslandi i maí 1982. Þessar tölur voru kynntar á ráðstefnu erlendis og hafa ekki verið birtar hérlendis áður. í töflu II koma fram sömu upplýsingar miðað við rekstraraðila og þjónustu, eftir að töl- unum hefur verið speglað og þeim snúið um níutíu gráður. Hér ber að sjálfsögðu að benda á, að hugtökin rekstraraðili og eigandi eru afstæð, þar eð ríkissjóður greiðir lögum samkvæmt 85-100% byggingarkostnaðar sjúkrastofn- ana og frá 90-100% af reksturskostnaði. í töflu III eru teknar saman upplýsingar um eignaraðild að sjúkrarúmum miðað við árin 1962, 1972 og 1982. Neðanmáls er svo greint frá því, hversu mörg sjúkrarúm komu á hverja 1000 íbúa fyrrgreind ár. Fjórða taflan segir sömu sögu og sú næsta á undan. Að sjálfsögðu er í fræðilegri grein óleyfilegt að taka sér slíkt bessaleyfi, sem höfundur tekur sér hér, að hafa sumar töflurnar á móðurmál- inu og aðrar á framandi tungumáli. Hér er rétt að árétta, að ef talið er, að efnið eigi erindi út fyrir landsteinana, skal texti í töflum og með myndum vera á ensku og þá skal greininni fylgja efnisyfirlit (summary) á sömu tungu. Fimmtu og sjöttu töflunni er smeygt með, til þess að koma á framfæri nýjustu tölum um fjölda lækna og um hugsanlega fjölgun til aldamóta. Að síðustu, áður en við snúum okkur að myndunum, skulu hér tilgreind nokkur til- brigði við aldursflokkaskiptingu og eru sýndir þeir flokkar, sem oftast eru notaðir: < ls árs.......................................... <1 ls-4raára........................................ 1-4 5-14 ára........................................ 5-14 15-24 ára...................................... 15-24 25-44 ára eða 25-34 ára........................ 25-34 35-44 ára............................ 35-44 45-64 ára eða 45-54 ára........................ 45-54 55-64 ára............................ 55-64 65 + eða 65-74 ára............................. 65-74 75+ eða 75-84 ára.............................. 75-84 85 + Aðrar flokkaskiptingar liggja á sviði töl- fræðinnar og er visað til hennar. MYNDIR koma ekki í staðinn fyrir töflur, heldur er þeim ætlað að bæta þær síðarnefndu upp. Ef um flókin talnasambönd er að ræða, er oft hægt að túlka þau mjög vel í myndum. Á sama hátt ber að hafna myndum, sem ekki auðvelda skilning eða að í þeim er endurtekið, það sem í textanum stendur eða að staðreyndirnar blasa við augum í töflu(m).

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.