Læknablaðið - 15.12.1985, Qupperneq 50
364
LÆKNABLAÐIÐ
VIÐAUKII
REGLUR RITSTJÓRNAR
um birtingu efnis, um frágang handrita, um meðferð og
mat á efni og um prófarkalestur
EFNI
Efni, sem óskað er birtingar á, skal sent
ritstjórn Læknablaðsins, Domus Medica,
Egilsgötu, 101 Reykjavík.
Skulu því fylgja upplýsingar um vinnustað
og heimilisfang höfundar (höfunda). Skal
þess getið frá hvaða stofnun(um) efnið er og
tengslum höfunda við stofnanir.
Læknablaðið birtir vísindalegar greinar um
öll svið læknisfræðinnar, hvort sem þær eru
byggðar á eigin athugunum og rannsóknum
eða um er að ræða samantekt á reynslu
annarra, bæði yfirlits- og fræðslugreinar.
Blaðið birtir efni er varðar málefni L. í.,
svæða- og sérgreinafélaga og um hvert það
efni annað, sem tengt er hagsmuna- og
áhugamálum lækna.
Þá eru og birtar stuttar athugasemdir og
lesendabréf.
GREINAR
Greinar skulu settar upp á skýran og ljósan
hátt. Efnivið fræðilegra greina skal skipað
niður samkvæmt IMRAD-kerfinu (Introduc-
tion, Material (or Patients) and Methods,
Results, Discussion: Inngangur, efniviður
(eða sjúklingar) og aðferðir, niðurstöður,
umræða).
Greinartitill skal vera stuttur, en skýr, og
lýsa viðfangsefni greinarinnar. Stundum er
betra að hafa undirtitil. Inniheldur aðaltitill
þá eitt eða fleiri lykilorð sem nauðsynleg eru
til réttar færslu greinarinnar í spjaldskrá.
Útdráttur (abstract): í upphafi greinar skal
í örstuttu máli segja frá efni hennar og þar sem
það á við, hvert sé tilefni hennar og/eða
tilgangur með birtingu hennar.
Greinar skulu vera á góðri íslenzku og skal
íslenzka öll erlend orð og heiti, verði því
komið. Ef ekki er til íslenzkt heiti eða hugtak,
skal það erlenda skilgreint í stuttu máli og það
síðan sett í sviga aftan við skilgreininguna.
HANDRIT
Ritstjórn skal senda frumrit, auk tveggja
eintaka í ljósriti. Einnig skulu tvö ljósrit fylgja
hverju fylgiskjali og öllum myndum.
Frágangur handrita skal vera í samræmi við
Vancouverkerfið, samanber International
Committee of Medical Journal Editors. Uni-
form requirements for manuscripts submitted
to biomedical journals. Br Med J 1982; 284:
1766-70.
Handrit skulu vélrituð skýrt og greinilega
öðrum megin á pappírsakir í stærðinni A4,
(með 50 mm eyðu vinstra megin og 20 mm
eyðu hægra megin). Línubil skal vera tvöfalt
(8,5 mm). Ekki er leyfilegt að vélrita á
jaðrana. Blaðsíður handrits skulu tölusettar í
röð í efra horni hægra megin. Slík töluröð er
áframhaldandi á efniságripi og heimildum.
Áður en handrit er sent ritstjórn skal það
vandlega yfirfarið. Minniháttar leiðréttingar
má vélrita inn á milli lína. Sé hins vegar um
meiriháttar leiðréttingar að ræða, skal vélrita
þann hluta að nýju.
TÖFLUR
Töflur spara oft langt mál og skal ekki að
nauðsynjalausu endurtaka í texta þær upplýs-
ingar, sem í töflum standa. Töflur skulu
hafðar eins einfaldar og skýrar og unnt er.
Töflur á að vera hægt að skilja óháð texta í
aðalmáli.
Á þeim skal vera númer, t.d. Tafla I, eða
Table I, þegar ástæða er til að hafa texta
töflunnar á ensku. Á þeim skal vera titill eða
yfirskrift. Þar skal í örstuttu máli gera grein
fyrir efni töflunnar, hvers konar upplýsingum
hefir verið safnað, hvar, hvenær o.s.frv.