Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1986, Side 5

Læknablaðið - 15.12.1986, Side 5
LÆKNABLAÐIÐ 1986; 72: 321-9 321 Soili Hellman-Erlingsson GREINING BLÓÐFLOKKAMÓTEFNA HJÁ VANFÆRUM KONUM OG MÆÐRUM Á ÍSLANDI 1970-1984 ÚTDRÁTTUR Lýst er árangri af leit að nýjum blóðflokkamótefnum hjá vanfærum konum og hjá mæðrum á árunum 1970-1984 og greiningu þeirra. Skýrt er frá ástæðum mótefna- myndunarinnar og áhrifum þeirra á móður og barn. Byggt var á niðurstöðum rannsókna í Rhesusvarnastöð Blóðbankans ásamt upplýsingum úr sjúkraskýrslum heilbrigðisstofnana. Þekktar og viðurkenndar aðferðir voru notaðar við blóðónæmisrannsóknirnar. Alls voru gerð 53.096 skimpróf hjá 34.456 konum. Eftir að farið var að gera mótefnaleit í hverri þungun fundust hlutfallslaga fleiri mótefni hjá Rhesus D-jákvæðum konum en hjá Rhesus D-neikvæðum. Alls voru 151 mótefni greind, þar af 97 hjá áttatíu Rhesus D-neikvæðum og 54 hjá fjörtíu og sjö Rhesus D-jákvæðum einstaklingum. Fimmtungur allra nýrra Rhesus-mótefna og flest (80%) mótefna í öðrum aðalblóðflokkum (Kell, Duffy, Kidd, MNSs) fundust í D-jákvæðum blóðsýnum. Greining mótefna hjá D-neikvæðum konum var oftast gerð á síðustu þrem mánuðum þungunar, en flest mótefna D-jákvæðra kvenna voru greind í tengslum við fæðinguna. Helmingur D-jákvæðra og einn tíundi D-neikvæðra kvenna höfðu fengið blóð fyrr á ævinni. Mótefni í Rhesus-flokki (anti-D, anti-(D-t-C) eða anti-(D + E)) hjá D-neikvæðum mæðrum fannst bundið við rauð blóðkorn allra nýbura, sem höfðu erft samsvarandi mótefnavaka (94 af 130 nýburum fæddum). Hjá börnum D-jákvæðra mæðra með mótefni svöruðu rauðu blóðkornin beinu Coombs prófi jákvætt í helmingi tilvika, eða 10 af 20, sem rannsökuð voru af alls 36 fæddum. INNGANGUR Skipulögð leit að blóðflokkamótefnum hjá vanfærum konum hófst með stofnun Rhesusvarnastöðvar Blóðbankans í lok desember 1969 (1). Frá þeim tíma voru flestallar Frá Rhesusvarnastöð Blóðbankans. Barst 17/07/1986. Samþykkt 25/07/1986. blóðónæmisrannsóknir fyrir mæðraeftirlit í landinu framkvæmdar í sérstakri rannsóknareiningu í Blóðbankanum. Megináhersla var upphaflega lögð á blóðflokkun ABO og Rhesus RH0(D), ásamt mótefnakönnun hjá Rhesus D-neikvæðum konum. Greinargerð um starfsemi og áhrif Rhesusvarna var tvívegis birt í Læknablaðinu (1-3) og í árlegum skýrslum til heilbrigðisyfirvalda. Þar kom fram, að ónæmisaðgerðir með anti-D immúnglóbúlíni þáru fljótlega árangur, en marktæk fækkun ^nti-D tilfella meðal vanfærra kvenna kom fyrst í ljós árið 1978. Reynslan erlendis sýndi, að jafnhliða fækkun anti-D mótefna varð hlutfallsleg aukning á tíðni annarra blóðflokkamótefna (4). Mótefni hjá Rhesus D-jákvæðum konum urðu sífellt algengari vandamál á meðgöngutímanum og tíðari orsök fóstur- og nýburagulu (erythroblastosis foetalis et neonatorum). Hér verður gerð grein fyrir öllum nýfundnum rauðkornamótefnum, að undanteknum anti-A og anti-B, sem geta leitt til fóstur- og nýburagulu og greinst hafa hjá Rhesusvörnum Blóðbankans ár hvert. Einnig er skýrt frá tíðni og dreifingu hinna ýmsu mótefnategunda, en samskonar athugun hefur hingað til ekki verið gerð hérlendis. Þá er greint frá ástæðum fyrir myndun mótefnanna og metin er þýðing þeirra fyrir móður og barn. Að lokum er kynnt tillaga varðandi æskilegar blóðónæmisrannsóknir, sem miðar að auknu öryggi mæðra og barna í framtíðinni. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Efniviður. Könnunin náði til allra kvenna, sem voru rannsakaðar í Blóðbankanum á vegum Rhesusvarna á árunum 1970-1984 (tafla I). Rannsóknirnar fóru fram samkvæmt leiðbeiningum um Rhesusvarnir (1-3). Á byrjunarárum starfseminnar var fyrsta flokkun (ABO og Rhesus D) látin nægja, nema flokkunarpróf væru eldri en tíu ára. Síðar var til öryggis tekinn upp sá siður að endurflokka allar konur.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.