Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1986, Page 6

Læknablaðið - 15.12.1986, Page 6
322 LÆKNABLAÐIÐ Fram til miðs árs 1978 voru mótefnaskimpróf takmörkuð við D-neikvæðar konur, nema sérstakar aðstæður væru fyrir hendi. Þegar vélrænt skimpróf var tekið upp í mars 1978, varð einnig unnt að leita mótefna í blóðsýnum úr D-jákvæðum konum. Ef fyrsta skimprófið reyndist neikvætt hjá þeim voru ekki fleiri próf gerð um meðgöngutímann. Framhaldsrannsóknir við jákvætt skimpróf fólu í sér greiningu mótefnisins, magnmælingu (titer) þess og fullflokkun rauðra blóðkorna konunnar. Fullflokkun náði að staðaldri til eftirfarandi mótefnavaka: C, E, c- og é-(Rhesus-flokkur), K (Kell-flokkur), Fya (Duffy-flokkur), M, N og S (MNSs-flokkur) og P, (P-flokkur). Þegar niðurstöður kröfðust, voru gerðar enn fleiri flokkanir. Ef ástæður gáfu tilefni til, voru faðirinn og barnið einnig flokkuð. ABO og D flokkun ásamt beinu Coombsprófi voru að staðaldri aðeins gerð á naflastrengsblóði þeirra barna, sem fæddust D-neikvæðum mæðrum. Við þessa könnun fór höfundur yfir allar rannsóknarniðurstöður, sem skráðar voru á vinnublöð og geymd í skjalasafni Blóðbankans. Upplýsinga um einstaklinginn var og leitað í þjóðskránni. Mörgum tilfellum var sleppt vegna tvískráninga sama mótefnis eða ófullnægjandi rannsókna. Samkvæmt lokauppgjöri voru 166 konur með raunverulegt mótefni. Hjá 39 konum greindist kuldavirkt mótefni (20 D-jákvæðar og 19 D-neikvæðar) og voru þær felldar úr rannsókninni. Höfundur sendi konunum eyðublað með spurningum um meðgöngur, fæðingar, blóðgjafir (transfusions) og sjúkrahúslegur. Tilgangurinn var að bæta við upplýsingum um barneignir og meðgöngur, sérstaklega hjá D-jákvæðum mæðrum. Um þær var lítið skráð í Blóðbankanum eftir byrjun hverrar meðgöngu. Vegna ófullnægjandi upplýsinga mæðranna safnaði höfundur nauðsynlegum viðbótargögnum úr spjaldskrá Blóðbankans og skýrslum heilbrigðisstofnana. Að/erðir. Heilblóðssýni voru send Blóðbankanum frá öllum mæðraeftirlitsstöðum landsins. Ekki verður getið um aldur sýnanna fyrir rannsókn, en hann var háður flutningstíma frá töku og því talsvert breytilegur. Geymsluskilyrði voru einnig misjöfn, en eftir móttöku í Blóðbankanum voru sýnin varðveitt í blóðkæliskáp. Venjuleg blóðflokkun fór fram daglega alla virka daga, en naflastrengsblóðsýni voru rannsökuð innan þriggja sólarhringa frá fæðingu, þegar sýni bárust innan þeirra tímamarka. Skimpróf voru unnin vikulega, og gátu því sýni orðið yfir sjö sólarhringa gömul áður en mótefnaleit fór fram. Framhaldsrannsóknir eins og mótefnagreining og fullflokkun voru framkvæmdar næstu virka daga, þegar skimpróf reyndist jákvætt. Við ABO- og D-flokkun ásamt Coombsprófi voru hefðbundnar aðferðir notaðar, en fullflokkun fór fram samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda prófefna (Ortho Diagnostics; Behring). Við skimpróf og mótefnagreiningu voru fram að september 1976 notuð rauð blóðkorn úr fullflokkuðum blóðgjöfum. Síðan var prófað með aðkeyptum próffrumum (Biotest Cell-1, Biotest Panel) og ensím-aðferð með papaíni (Biotest Diagnostics) samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda (3). í mars 1978 var tekið upp vélrænt skimpróf með AutoAnalyzer (Technicon) samkvæmt aðferð Lalezaris með LISP og rauðkornaupplausn úr þekktum blóðgjöfum (5). NIÐURSTÖÐUR Fjöldi fæðinga og skimprófa vanfærra kvenna á árunum 1970-1984 koma fram í töflu I. Meðaltíðni skimprófa á hvern meðgöngutíma er sýnd í mynd 1. Á fyrsta ári Rhesusvarna var blóðsýni sent í mótefnaleit tvisvar úr flestum D-neikvæðum konum. Sýnum fjölgaði ár hvert og 1984 reyndust þau fimm að meðaltali. Þegar skimpróf hófust hjá D-jákvæðum konum, var Tafla I. Meðalliðni skimprófa á hverri meðgöngu hjá RhJDj-neikvœðum konum 1970-1984 og hjá Rha (D)-jákvæðum konum 1978-1984. Ár D-neikvæðar konur D-jákvæðar konur Skim- próf Fæö- ingar Meðal- tíöni Skim- próf Fæð- ingar Meðal- tiðni 1970. .. 830 463 1,79 _ 3.421 _ 1971. .. 1.311 576 2,28 - 3.550 - 1972. .. 1.395 619 2,25 - 3.966 - 1973. .. 1.253 524 2,39 - 3.979 - 1974. .. 1.302 552 2,36 - 3.647 - 1975. .. 1.438 549 2,62 - 3.741 - 1976. . . 1.547 512 3,02 - 3.733 - 1977. .. 1.605 561 2,86 - 3.364 - 1978. . . 1.831 558 3,28 1.937 3.626 0,55 1979. .. 1.930 554 3,48 2.960 3.896 0,76 1980. .. 2.324 642 3,62 3.560 3.763 0,92 1981. .. 2.481 604 4,11 3.968 3.725 1,07 1982. .. 2.479 567 4,37 4.110 3.735 1,10 1983. .. 2.671 591 4,52 4.292 3.756 1,14 1984. .. 2.831 535 5,29 5.044 3.548 1,42

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.