Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.1986, Qupperneq 17

Læknablaðið - 15.12.1986, Qupperneq 17
LÆKNABLAÐIÐ 331 (stór)slysum eða dauða. Oftast verða slys í sambandi við ófyrirséða atburði, sem orsakast af skyndilegum krafti eða áhrifum er valda líkamlegri sköddun í meira eða minna mæli. Orðið vinnuslys merkir auðvitað að áverkinn sé tilkominn við eða vegna einhverskonar starfs, sem slasaði hefur fengist við þegar slysið varð. Hins vegar er skilgreining þess hvað er vinna mjög á reiki, enda gætir verulegs ósamræmis í ýmsum lögum og reglugerðum varðandi mál þessi bæði hér á landi og annars staðar. Til dæmis gilda lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum (nr. 46/1980) um alla starfsemi, þar sem einn eða fleiri menn vinna, hvort sem um er að ræða eigendur fyrirtækja eða aðra starfsmenn, en nokkur atriði eru þó undanskilin t.d. heimilisstörf í einkaíbúðum og starfsemi er varðar siglingamál og loftferðir. Hins vegar koma fram verulega ólík sjónarmið í lögum um almannatryggingar (nr 67/1971). Tryggingastofnun ríkisins greiðir slysabætur vegna vinnuslysa hafi þau leitt til óvinnuhæfni í meira en 11 daga, ennfremur iðnnemum, íþróttafólki, sem meiðist undir stjórn þjálfara, stjórnendum aflvéla og ökutækja og þeim, sem vinna að björgun manna úr Iífsháska. Slasist menn á leið til eða frá vinnustað sínum telst það vinnuslys að mati Tryggingastofnunar. Störf í eigin fyrirtæki, (undantekning: útgerðarmenn, sem sjálfir eru skipverjar), vinna húsmóður á heimili sínu, viðgerðir á eigin bíl o.s.frv. heyrir ekki til venjulegra slysatrygginga, en fólki er þó gefinn kostur á að fá sértryggingu hjá Tryggingastofnuninni í slíkum tilfellum. Gilda þá sömu reglu. um slysabætur og hjá þeim sem eru skyldutryggðir. Skilgreining vinnuslysa. í ljósi þess sem ofan er sagt og gögnum þeim sem fyrir liggja frá Slysadeildinni virðist hægt að skilgreina vinnuslys á þessa leið: Með vinnuslysi er átt við stuttverkandi afl-, hita-, rafmagns-, efna-, Ijós- og/eða geislunaráhrif sem leiða til líkamsáverka, þegar verið er að vinna launavinnu eða í eigin atvinnurekstri. Skilgreining sama eðlis hefur verið notuð í rannsóknum á vinnuslysum gerðum við slysadeildir sjúkrahúsa (4). Skilgreiningin útilokar því öll slys, sem verða í heimahúsum, við heimilisstörf og vafalítið eitthvað af barnagæslu. Hún er hins vegar víðtækari en gildissvið vinnuverndarlaganna, þar sem undir hana falla slys á sjó og í flugi. Úrtakið. Ákveðið var að taka úrtak af vinnuslysum á Slysadeildinni. Úrtakið var valið þannig að fundnar voru af riturum deildarinnar allar sjúkraskrár þeirra, sem fæddir voru 1. til 12. og 20. hvers mánaðar. AIls fundust og voru yfirfarnar af öðrum okkar (HK) 2446 sjúkraskrár. Flestar reyndust skrárnar vera um einstaklinga, sem fæddir voru 20. dag mánaðarins, en þetta var fyrsta dagsetningin sem tekin var út. Athugað var, hvort tölfræðilega marktækur munur væri á fjöldanum eftir dagsetningunum og reyndist kí-kvaðrat gildið vera 21.77 fyrir frítöluna 12, sem gefur p<0.05. Fleiri voru fæddir síðari hluta árs en fyrri hluta árs. Munurinn milli fjölda fæddra í hverjum mánuði var tölfræðilega marktækur, kí-kvaðrat var 19.81 fyrir frítöluna 11, sem gefur p<0.05. Athugað var hvort um meiriháttar vanskráningu vinnuslysa væri að ræða og reyndist svo ekki vera. Hins vegar bar allmikið á því að í flokknum önnur vinnuslys kæmi ekki fram í sjúkraskýrslum hvað viðkomandi hafði verið að gera. Hefur þetta valdið erfiðleikum við flokkun hinna slösuðu eftir atvinnugreinum. Atvinnustarfsemi. Atvinnugreinaflokkun sú sem hér er stuðst við tekur mið af því hvaða flokkun hefir verið notuð af Framkvæmdastofnun ríkisins í skýrslum stofnunarinnar um Vinnumarkaðinn 1983 (5). Þar er að finna niðurstöður úrvinnslu launamiða og launaframtala eiganda í eigin atvinnurekstri fyrir árið 1983. Með eigendum er átt við þá einstaklinga, sem reikna sér laun á launaframtali vegna eigin atvinnurekstrar. í þessum frumgögnum, þ.e. launamiðum og framtölum er notuð flokkun Hagstofu Islands og er hún endurflokkuð til samræmis við nýja alþjóðlega flokkun atvinnustarfsemi (International Standard Industrial Classification of All Economic Activities, ISIC 1968), sem gefin var út af Sameinuðu þjóðunum 1968 (6). Launamiðar og framtöl safnast til skattstofa um land allt og þar eru þessi gögn merkt á ákveðna atvinnustarfsemi og síðan færð á tölvu hjá Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkurborgar. Með atvinnugrein er í þessari skýrslu átt við flokkun eftir tveimur fyrstu stuðlum ISIC-1968 en þó er þar undantekning hvað varðar fiskvinnslu, er hún flokkuð sér í nýjan flokk, aðskilin frá tveggja stuðla flokknum matvælaiðnaður. Sama flokkun og skilgreining er notuð í skýrslunni Vinnumarkaðurinn 1983, sem útgefin er af Framkvæmdastofnun ríkisins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.