Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1986, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 15.12.1986, Blaðsíða 18
332 LÆKNABLAÐIÐ Tafla I sýnir atvinnugreinar og ISIC 1968 númer (tveir stuðlar), eins og þau eru í alþjóðlegu flokkuninni, en eins og áður er sagt er fiskvinnsla tekin sérstaklega undir aukanúmerinu 30. Þegar farið var yfir sjúkraskýrslur slasaðra á Slysadeildinni voru hinir slösuðu flokkaðir eftir því við hvaða atvinnugrein þeir höfðu unnið og var þá höfð til hliðsjónar þýðing á frumgögnum ISIC-1968. Sú flokkun er gerð á grundvelli fjögurra stuðla í ISIC-1968. Að sjálfsögðu var þetta í sumum tilvikum erfitt þar sem upplýsingar í sjúkraskrám miða ekki sérstaklega að slíkri flokkun. Vegna þessa var ekki hægt að flokka alla einstaklingana eftir tveim fyrstu stuðlunum en nokkra reyndist ómögulegt að færa undir nokkurn flokk Qg gengn þeir af sem óflokkaðir. Ætla má að þeir, sem ekki reyndist unnt að flokka undir ákveðria atvinnugrein, hafi að jafnaði komið til Slysadeildarinnar vegna minniháttar slysa og þess vegna hafi skort upplýsingar til að gera slíka flokkun. Atvinnugreinaflokkunin segir ekki nákvæmlega til um hvaða störf hinir slösuðu höfðu eða hvað þeir voru að gera þegar slysið varð. Slysin, sem athuguð voru og hægt var að að Tafla I. Atvinnugreinar og ISIC 1968 númerþeirra (tveir stuölar), fiskvinnsla er greind sérstaklega. Atvinnugreinar ISIC Landbúnaður................................. 11 Fiskveiðar.................................. 13 Fiskvinnsla................................... 30 Matvælaiðnaður ............................... 31 Vefjariðnaður ................................ 32 Trjávöruiðnaður............................... 33 Pappírsvöruiðnaður ........................... 34 Efnaiðnaður................................... 35 Steinefnaiðnaður.............................. 36 Ál- og járnblendi............................. 37 Málm- og skipasmiðar.......................... 38 Ýmis iðnaður.................................. 39 Veitur ........................................ 40 Byggingar...................................... 50 Heildverslun................................... 61 Smásöluverslun................................. 62 Veitingar og hótel............................. 63 Flutningar..................................... 71 Póstur og sími................................. 72 Bankar ........................................ 80 Opinber stjórnsýsla........................... 91 Götu- og sorphreinsun......................... 92 Opinberþjónusta .............................. 93 Menningarstarfsemi ........................... 94 Persónuleg þjónusta........................... 95 flokka eftir atvinnugrein voru alls 1902, 1.617 karl og 285 kona. Fjö'ldi þeirra í úrtakinu, sem ekki var hægt að flokka eftir atvinnugrein var 274 karlar og 96 konur. Fjöldi starfandi samkvœmt upplýsingum Framkvæmdastofnunar ríkisisns. Samkvæmt munnlegum upplýsingum frá Birni Ólafssyni starfsmanni Framkvæmdastofnunar kemur fram á launamiðum hversu margar vinnuvikur hver launþegi hefur unnið á ári. í þeim fáu tilvikum sem þessar upplýsingar vantar á launamiðana, er vinnuvikufjöldi fundinn með því að deila meðalvikulaunum upp í tekjur viðkomandi einstaklings. Á þennan hátt er hægt að henda reiður á vinnuvikum hvers einstaklings. Allir sem voru starfandi meira en 13 vikur eru taldir með. Skipti launþegi um starf innan atvinnugreinar eru vikur hans lagðar saman eins og um eitt starf væri að ræða. Skipti hann um atvinnugrein eru vikur hans taldar í hverri atvinnugrein, en hann er aðeins talinn starfandi í aðalatvinnugreininni, þar sem hann hefur flestar vinnuvikur. Samtals hlutastörf eru því jöfn fjölda starfandi. Upplýsingar um fjölda starfandi á höfuðborgarsvæðinu 1983 voru sérstaklega tölvuunnar úr frumgögnum Framkvæmdastofnunar fyrir þessa rannsókn. Hlutfallslegur fjöldi slysa. Eftir þessum tölum, sem nefndar eru hér á undan, og miðað við þann fjölda af hvoru kyni af höfuðborgarsvæðinu, sem komið hafði til Slysadeildarinnar vegna vinnuslysa á árinu 1983, samtals 5.541 einstaklingar, 4.589 karlar og 952 konur, var reiknaður út hlutfallslegur fjöldi þeirra, sem komið höfðu til deildarinnar í hverri atvinnugrein. Sem dæmi má taka að 13 karlar höfðu slasast úr atvinnugreininni landbúnaður. Til að reikna út þann fjölda, sem slasast hefur á hverju ári úr landbúnaði er 13 margfaldað með 4.589 og deilt með 1.621 sem gefur 36.9. Á þennan hátt hefur verið reiknaður út hlutfallslegur fjöldi slasaðra, sem síðar verður grundvöllur reikninga á fjölda slasaðra á hverja 10.000 starfandi. Landfrœðileg mörk. Enda þótt slasað fólk leiti til Slysadeildar Borgarspítalans úr öllum landshlutum er augljóst að langmestur hluti þess kemur frá hinu svonefnda höfuðborgarsvæði þ.e. á búsetu í sveitarfélögunum Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Bessastaðahreppi, Mosfellssveit, Kjalarneshreppi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.