Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1986, Side 32

Læknablaðið - 15.12.1986, Side 32
342 LÆKNABLAÐIÐ þessara greina og nýgengitölum allra atvinnugreina saman sé »sannur«. Tafla VII sýnir fjölda slysa hjá körlum og konum á höfuðborgarsvæðinu, sem leiddu til tveggja eða fleiri aðgerða og á sama hátt og áður hefur verið reiknaður út fjöldi þessara slysa á 10.000 starfandi eftir atvinnugreinum og 95% öryggismörk. Vinnuslys í ál og járnblendi, málm og skipasmíði, vefjariðnaði, matvælaiðnaði og byggingum leiða oftast til tveggja eða fleiri aðgerða hjá körlum. Vinnuslys í fiskveiðum, ál og járnblendi, matvælaiðnaði og vefjariðnaði leiða oftast til tveggja eða fleiri aðgerða hjá konum. Tafla VIII sýnir fjölda slysa hjá körlum á hverja 10.000 starfandi á höfuðborgarsvæðinu í nokkrum atvinnugreinum eftir aldurshópum. Samanburður milli aldurshópanna er að þessum reikningum gerðum raunhæfur þar sem um nýgengitölur er að ræða. í yngstu aldurshópunum er mikið um hlutastörf, sem gerir að verkum að tiltölulega margir eru starfandi, en hver og einn skilar ef til vill tiltölulega litlum hluta af ársverki. Fyrir aðra aldurshópa gæti átt við að tiltölulega fáir einstaklingar ynnu mjög langan vinnudag og skiluðu þess vegna tiltölulega mörgum ársverkum. Aldurshópurinn 20 til 24 ára verður yfirleitt fyrir flestum vinnuslysum. Mynd 7 sýnir þessar niðurstöður hvað varðar allar atvinnugreinar saman hjá körlum. Fjöldi slysa Aldur Mynd 7. Fjöldi slysa hjá körlum á höfuðborgarsvœðinu á hverja 10.000 starfandi (nýgengitölur) i öllum atvinnugreinum saman, skipt niður eftir aldurshópunum 19 ára og yngri, 20 til 24 ára, 25 til 29 ára, 30 til 44 ára, 45 til 59 ára og 60 ára og eldri. Punktalínan sýnir nýgengi í öllum aldurshópunum saman. Myndin byggir á tölum í töflu VIII. Tafla IX sýnir fjölda slysa hjá konum á hverja 10.000 starfandi á höfuðborgarsvæðinu í nokkrum atvinnugreinum eftir aldurshópum. Aldurshópurinn 20 til 24 ára verður einnig hér fyrir flestum vinnuslysum með undantekningu fyrir vefjariðnað þar sem konur yngri en 19 ára verða fyrir flestum. Mynd 8 sýnir þessar niðurstöður hvað varðar allar atvinnugreinar saman hjá konum. Tafla VIII. Fjöldi slysa á hverja 10.000 starfandi á höfuðborgarsvœðinu í nokkrum atvinnugreinum eftir aldurshópum hjá körlum. Aldur Atvinnugrcinar -19 20-24 25-29 30-44 45-59 60- Fiskveiðar......................................... - 2066.7 3170.2 1968.8 1737.6 4354.8 Fiskvinnsla ........................................ 409.9 2119.3 1079.4 497.7 262.1 685.3 Matvælaðnaður ..................................... 1308.2 3263.9 3106.9 1818.2 630.8 352.9 Vefjariðnaður...................................... 2204.1 6146.7 1372.9 1890.0 270.0 364.9 Trjávöruiðnaður..................................... 257.1 3125.0 1283.0 2347.1 1858.5 1025.3 Ál- og járnblendi ................................. 3375.0 12818.2 8381.8 3017.9 952.0 4263.2 Málm- og skipasmíði................................. 620.7 4089.9 6454.2 4544.1 2179.6 1047.8 Byggingar ........................................ 585.2 2195.5 2719.3 2000.0 1236.4 1220.9 Heildverslun......................................... 55.8 245.5 231.8 52.3 68.1 43.2 Smásöluverslun...................................... 243.2 847.7 837.0 581.9 275.2 610.9 Veitingar og hótel................................... 267.3 2070.1 2260.4 905.0 1350.0 675.0 Flutningar.......................................... 1231.4 2046.9 1110.0 520.1 719.2 375.0 Opinber þjónusta................................... 167.7 308.6 358.1 228.2 166.8 312.9 Persónuleg þjónusta................................ 66.6 1844.2 3078.9 2820.5 1576.7 1459.5 Allar atvinnugreinar 560.4 1925.8 1744.4 1077.2 676.5 606.1

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.