Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.1986, Qupperneq 36

Læknablaðið - 15.12.1986, Qupperneq 36
346 1986; 72: 346-8 LÆKNABLAÐIÐ NABLAÐIÐ THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL Læknafélag íslands og Læknafélag Reykjavíkur 72. ARG - 15. DESEMBER 1986 VINNUSLYS »Hvert á að senda reikninginn?« skrifaði nóbelsskáldið 1944, þegar honum blöskraði fjöldi sjóslysa á þeim tíma (1). Ekki voru það faraldsfæðilegar upplýsingar um tíðni sjóslysa, sem þá gengu fram af mönnum, heldur var einfaldlega hægt að lesa um mikinn fjölda einstaklinga, sem fórst í sjóslysum. Mannfjöldaskýrslur á íslandi gefa nokkrar upplýsingar um dauðaslys hér á landi. Þær hafa þó ekki verið gefnar út sem nýgengitölur heldur sem fjöldi einstaklinga, sem látist hefur á hverju ári og skipt niður eftir aldri og kyni (2, 3). Úr frumgögnum Hagstofu íslands er þó hægt að reikna út dánartölur fyrir öll slys og ýmsar aðrar gerðir slysa, þar á meðal drukknanir af völdum sæferðaslysa. Þetta eru einmitt slysin, sem urðu tilefni skrifa Halldórs á sínum tíma, en oftast eru þetta vinnuslys. Á tveimur myndum eru sýndar dánartölur fyrir öll slys og drukknanir hjá körlum á árunum 1951 til 1983. Fyrri myndin sýnir dánartölur allra slysa á hverju ári hjá öllum körlum eldri en 20 ára og er sem þar sýnist að dregið hefur úr slysadauða, því nær sem dregur okkar dögum. Þegar árunum 1951 til 1983 hefur verið skipt í fimm ára tímabil og árin 1981 til 1983 höfð sér, kemur í ljós við tölfræðilega meðhöndlun, að marktæktur munur er milli dánartalnanna síðustu árin og fyrri hluta tímabilsins. Seinni myndin sýnir dánartölur fyrir drukknanir hjá körlum 20 ára og eldri. Fjöldi sjóferðaslysa er misjafn frá ári til árs, sum árin verða engin slík slys á öðrum verður fjöldi slysa. Svo kann að virðast, sem dregið hafi úr þessum dauðaslysum á seinni árum, en þetta er því miður tálsýn ein. Við tölfræðilega meðhöndlun á þessum dánartölum kemur ekki fram marktækur munur milli síðustu og fyrri ára. Með tölfræðilegri stefnuprófun verður ekki heldur séd, að dánartölur fyrir drukknanir lækki eftir því sem nær dregur okkur í tíma. »Morðöld« stendur því enn og spurningar vakna, hvort eins sé farið um vinnuslys í öðrum greinum. Eru slysin eðlilegt náttúrufyrirbrigði, samanber fyrirsögn úr blaði?: »Um hreina óheppni virðist hafa verið að ræða« þegar fjallað var um niðurstöðu sjóprófs eftir skipsstrand? Hverju svo sem menn vilja trúa um það, virðist sem vinnuslys hér á landi sé um fjórum sinnum tíðari en það sem gerist í Bandaríkjum NorðurAmeríku (4). Að slysin sé hlutfallslega jafnmörg frá ári til árs, er ekki lögmál í nágrannalöndum okkar. Þar fer dauðaslysum í vinnu fækkandi með hverju ári (5, 6). í Svíþjóð hefur dauðaslysum í vinnu fækkað úr um fjögur hundruð á ári niður í rúmlega hundrað á ári á tímabilinu 1955 til 1982, eða um þrjá fjórðu hluta (5). í Finnlandi hefur dauðaslysum á vinnustað og á leið úr og í vinnu fækkað um tvo þriðju á árunum 1970 til 1982 (6). Hvað veldur þessum vanþroska í okkar slysatölum? Þegar kastað hefur verið fram svona dánartölum fyrir slys, er alltaf hætta á, að umræðurnar fari að snúast um áreiðanleika og traustleika talnanna frá fræðilegu sjónarmiði. Til dæmis væri hægt, að halda því fram, að okkar dauðaslysum fækkaði ekki með árunum eins og annars staðar vegna þess hve þjóðin telur hlutfallslega marga unga, sem oftar verða fyrir slysum en eldri. Satt er það, en þessi staðreynd gerir dánartölur vegna drukknara enn raunalegri. Eins væri hægt að segja, að fiskveiðar og siglingar sé svo hættulegar, að þrátt fyrir allt verði þar um óbreytta slysatíðni að ræða. Því er til að svara, að í öðrum löndum eru líka hættulegar atvinnugreinar, námuvinnsla og skógarhögg, svo eithvað sé nefnt, þar sem slysum hefur engu að síður fækkað. Á sviði fyrstastigs forvarna gegn slysum hefur orðið jákvæð framþróun. Tækniframfarir, aukinn skilningur á mannlegum þætti slysa, starf áhugafélaga um slysavarnir og vinnuverndar yfirvalda eru allt atriði, sem stuðlað hafa að auknu öryggi og fækkun slysa. Á sama hátt hefur læknisfræðileg þekking á meðferð á slösuðum og þegar liggur við drukknun stórbatnað frá stríðslokum til þessa dags. Árangur bættrar meðferðar er þó vart að sjá á dánartölum yfir slys. Það er augljóst, að læknar verða að færa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.