Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1986, Side 42

Læknablaðið - 15.12.1986, Side 42
348 LÆKNABLAÐIÐ aðgerðir sínar gegn slysum úr skurðstofum og gjörgæsludeildum nær vettvangi, þeim stað þar sem slysin verða. Hlutur lækna í þeirri viðleitni margra mætra manna að koma sem bestum björgunartækjum fyrir í skipum, er skoplega lítill. Helsta framlag lækna hér er að velja heppileg lyf i sjúkrakassa í björgunarbáta. Sá sem getur sagt af hverju togbátur ferst í svo góðu veðri, að afreksmanni er mögulegt að synda um fimm km leið til lands og bjargast, hann leggur fram skýringar á frumorsökum sjóslysa, sem vafalaust er hægt að byggja á dugandi slysavarnir. Hlutverk lækna í slíkri skýringaleit felst að mínu mati ekki í nákvæmum mælingum á afreksmanninum, sem þrekvirkið vann, heldur í athugunum á því hvort einhverjir mannlegir þættir gætu hafa stuðlað að slysinu eða gætu ef til vill hafa komið í veg fyrir það. Bæði lærðum og leikum hefur orðið tíðrætt um þátt mannlegra yfirsjóna í orsökum slysa (1, 7). Oft einkennast þær af eftirfarandi staðreyndum: Ef skipulagt kerfi er síður nothæft en venja er til, vegna mannlegra aðgerða eða truflunar, sem hægt hefði verið að laga með skynsamlegum mannlegum aðgerðum, er líklegt að orsakirnar verði taldar til mannlegra yfirsjóna. Frjórri umræða skapast ef til vill, ef litið er á mannlegar yfirsjónir, sem atvik þar sem samspil manns og vélar, eða manns og verkefnis fer úrskeiðis. Þegar hlutirnir ganga reglubundið eða oft á afturfótunum, er dæmigert að Iíta á orsakirnar sem hönnunargalla. Þegar hlutirnir fara aflaga annað slagið er orsakanna gjarnan leitað ýmist í skipulagi eða hjá manninum sjálfum og því litið á þær annað tveggja sem kerfisgalla eða mannlegar yfirsjónir. Á síðustu árum vinna flestir slysarannsakendur með kerfislíkan, þar sem slysatildrögin eru skilin og skýrð sem samleikur frávika ýmissa þátta (8). Munurinn á þessum líkönum innbyrðis kemur fram í því, að mismunandi áherslur eru lagðar á tæknilega og hátternisfræðilega þætti, svo og hversu nákvæmlega er farið í saumana á einstökum þáttum. Skráning vinnuslysa á móttökum sjúkrahúsa er talin gefa dæmigerða mynd af vinnuslysum (9). í þessu eintaki Læknablaðsins eru birtar niðurstöður um slasaða í vinnu, sem komið hafa til meðferðar á Slysadeild Borgarspítalans. Með því að tengja tölur um fjölda slasaðra af völdum vinnuslysa við fjölda í hverri atvinnugrein hafa fengist mikilsverðar upplýsingar um hvar hættan er mest á vinnuslysum. Þessar upplýsingar eru einnig forsenda tilrauna til að koma i veg fyrir vinnuslys, - íhlutandi faraldsfræðilegra rannsókna, - þar sem hægt væri að mæla áhrif slysavarna. Vilhjálmur Rafnsson HEIMILDIR 1. Laxness HK. Hvert á að senda reiknínginn? í: Sjálfsagðir hlutir. Reykjavík, Helgafell: 1946. 2. Hagstofa íslands. Mannfjöldaskýrslur árin 1951-60. Reykjavík 1963. 3. Hagstofa íslands. Mannfjöldaskýrslur árin 1961-70. Reykjavík 1975. 4. Ries P. 1978. Episodes of persons injured: United States, 1975. Advance Data 18 (1978), 1-11. National Center for Health Statistics, (DHEW Publication No. (PHS) 78-1250). 5. Arbetsskador 1982. Sveriges officiella statistik, Stockholm Arbetarskyddsstyrelsen, Statistiska centralbyrán 1985. 6. Työtapaturmat (Industrial accidents) 1982. Tampere Työsuojeluhallitus (National Board of Labour Protection): 1983. 7. Rasmussen J. Human errors. A taxonomy for describing human malfunction in industrial instailations. J Occup Accidents 1982; 4: 311-33. 8. Tuominen R, Saari J. A model for analysis of accidents and its application. J Occup Accidents 1982; 4: 263-73. 9. Coleman PJ. Descriptive epidemiology in job injury surveillance. J Occup Accidents 1984; 6: 135-46.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.