Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1986, Side 45

Læknablaðið - 15.12.1986, Side 45
LÆKNABLAÐIÐ 1986; 72: 349-74 349 ÚTDRÆTTIR ÚR ERINDUM FLUTTUM Á VII. ÞINGI FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA Á AKUREYRI 30. MAÍ TIL 1. JÚNÍ1986 EFTIRVERKUN (POSTANTIBIOTIC EFFECT) NÝRRI SÝKLALYFJA IN VITRO Sigurður Guðmundsson, Bennett Vogelman, William A. Craig. Borgarspítalinn, University of Wisconsin, Madison, Wisconsin U.S.A. Eftirverkun sýklalyfja er skilgreind sem hemjandi áhrif sýklalyfs á sýkil eftir að sýklalyfs gætir ekki lengur. Fyrri athuganir hafa sýnt að öll sýklalyf hafa eftirverkun á gram jákvæða cocca, en einungis lyf er verka á protein- og kjarnasýrumyndun hafa eftirverkun á gram neikvæða stafi. Dýratilraunir benda til að lyf með langri eftirverkun megi gefa mun sjaldnar en þau er ekki valda eftirverkun. í þessari athugun könnuðum við eftirverkun nokkurra nýrri sýklalyfja á 22 stofna af S. aureus, E. coli, K pneumoniae og P. aeruginosa. Fimm nýrri cephalosporin og tvö ureidopenicillin, imipenem, aztreonam, ciprofloxacin og rifampin voru látin verka á ofangreinda stofna í eina til fjórar klukkustundir í Miiller Hinton broði. Þéttni lyfjanna var 1-64 x hærri en hammörk (MIC) sýklanna. Lyfin voru fjarlægð með 10 5 pynningu og vaxtarkúrfur gerðar með töku sýna á 1-2 klukkustunda fresti þar til vöxtur var sýnligur í glösunum. Fjöldi baktería i hverju sýni var ákvarðaður með því að setja tífaldar þynningar á Múller Hinton agar skálar. Farið var eins með samanburðarglös. Sérstök samanburðarglös voru einnig notuð til að útiloka að orsök eftirverkunar væri afgangslyf í þéttni langt undir hammörkum eftir þynninguna. Eftirverkun í 0,5-3,5 klst. var af öllum betalactam lyfjum (penicdlinum og cephalosporinum) á S. aureus en engin á gram neikvæða stafi með einni undantekningu þó. Imipenem olli eftirverkun í allt að 2,5 klst. á 4 af 8 P. aeruginosa stofnum. Ciprofloxacin olli eftirverkun í 1,2 til 5,5 klst. á alla stofna sem athugaðir voru. Erfitt var að ákvarða eftirverkun ciprofloxacins í hárri þéttni vegna hraðrar og fullkominnar drápsverkunar þess. Rifampin olli eftirverkun í allt að 5,5 klst. á P. aeruginosa. Þessar niðurstöður staðfesta tilvist eftirverkunar sýklalyfja af völdum nýrri lyfja. Falla þær í sama far og áður hefur verið sýnt fram á við eldri lyf, þ.e. öll sýklalyf hafa eftirverkun á gram jákvæða cocca, en eftirverkun á gram neikvæða stafi sést einungis eftir lyf er verka á prótein- og kjarnasýrumyndun. Imipenem hefur eftirverkun á suma P. aeruginosa stofna og er að því leyti einstakt meðal betalactam lyfja. Niðurstöður þessar geta haft þýðingu fyrir skömmtun þeirra lyfja er athuguð voru. NÝLENDUN BAKTERÍA í HÁLSIINNLAGÐRA SJÚKLINGA Á ÖLDRUNARLÆKNINGADEILD BORGARSPÍTALA Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir, Haraldur Briem, Sigurður Guðmundsson. Lyflækningadeild Borgarspítala. Nýleg athugun á eðli lungnabólgna á Borgarspítala leiddi í ljós að enginn af 22 sjúklingum sem töldust hafa sýkst á sjúkrahúsinu höfðu lungnabólgu af völdum gram neikvæðra stafa. Hins vegar benda rannsóknir erlendis til þess að allt að 60% lungnabólgna á sjúkrahúsum séu af þeim völdum. Langalgengasta smitleið lungnabólgna er aspiration sýkla er búa í efri loftvegum. Kannanir erlendis á fólki 65 ára og eldra hafa leitt í ljós að allt að 60% þeirra bera gram neikvæða stafi í hálsi. Sú spurning vaknar því hvort faraldsfræði nýlendunar þessara sýkla í hálsi aldraðra íslendinga sé önnur en í öðrum löndum. Gerð var sneiðrannsókn (cross-sectional) með ræktun hálsflóru úr 39 sjúklingum á öldrunardeild Borgarspítala, án tillits til legutíma (hópur A). Langtíma (longitudinal) rannsókn var síðan gerð á 40 öðrum sjúklingum á sömu deild (hópur B) með vikulegum hálsræktunum frá innlögn til útskriftar í 2-14 vikur (meðaltal 5,2 vikur). Skráður var aldur allra sjúklinganna, kyn, legutími, sjúkdómsgreiningar, sýklalyfjagjöf, hvort sjúklingur hefði elliglöp, gervitennur, þvag- eða saurleka, þvaglegg eða þyrfti aðstoð við daglegt líf (ADL). Átta af 39 (20,5%) í hópi á reyndust hafa gram neikvæða stafi í hálsi einhventíma á rannsóknatímabilinu og 10 af 40 (25%) höfðu S. aureus. Frá einungis einum sjúklingi ræktaðist sami stofn frá öllum hálsstrokum er tekin voru. Úr hálsi hinna 19 ræktaðist sami stofn einungis úr 1 (18 sjúklingar) til 2 (1 sjúklingur) strokum. Helstu stofnar sem ræktuðust voru Pseudomonas spp. (8 sjúklingar), E. coli (8), klebsiella spp. (5) og Enterobacter-Serratia spp. (12). Ræktanir voru oftar jákvæðar í fyrstu innlagnarviku sjúklinga en síðar í legu, t.d. höfðu 10 af 20 (50%) jákvæðar ræktanir á fyrstu viku en 2 af 9 (22%) í sjöttu viku dvalar (meðallegutími). Engin af ofannefndum breytum hafði marktæka fylgni við nýlendun baktería í hvorugum hópnum. Þessar niðurstöður sýna að nýlendun baktería í hálsi eldra fólks á sjúkrahúsum er algeng. Á óvart kemur þó hversu breytilegt og tímabundið þetta ástand er. Niðurstöður þessar kunna að hafa þýðingu fyrir val sýklalyfja við lungnabólgu á sjúkrahúsum. STUNGUÓHÖPP OG ALGENGI MÓTEFNA GEGN HEPATITIS B VEIRU OG LAV/HTLV-III Á RANNSÓKNADEILD BORGARSPÍTALANS Haraldur Briem, Sigurður Guðmundsson, Leifur Franzson. Lyflækninga- og rannsóknadeildir Borgarspitalans. Faraldsfræðilegar rannsóknir benda til þess að algengi

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.