Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.1986, Qupperneq 46

Læknablaðið - 15.12.1986, Qupperneq 46
350 LÆKNABLAÐIÐ mótefna gegn hepatítis B veiru (HBV) í heilbrigðisstarfsmönnum standi í réttu hlutfalli við snertingu við blóð, fyrri sögu um gulu, árafjölda í starfi og aldur. Mismunandi niðurstöður hafa fengist varðandi sögu um stunguóhöpp. Rannsókn gerð á starfsmönnum rannsóknadeildar Borgarspítalans 1979 benti ekki til þess að áhætta þeirra fyrir smiti af völdum HBV væri meiri en hjá samanburðarhópi úr þjóðfélaginu. Áhætta heilbrigðisstarfsmanna fyrir smiti af völdum LAV/HTLV-IIl (lymphadenopathy-associated virus/human T-lymphotropic virus type III) virðist mjög lítil, en hugsanlega hefur smit átt sér stað í fáeinum tilfella vegna stunguóhappa. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna algengi og nýgengi mótefna gegn HBV og LAV/HTLV-III ásamt tíðni og eðli stunguóhappa meðal starfsfólks rannsóknadeildar Borgarspítalans. Efniviður og aðferð. Um áramótin 1985-86 var safnað sermi frá 48 starfsmönnum sem geymt var við - 20°C þar til það var rannsakað með ELISA fyrir HBsAg, anti-HBs og anti-HBc (Organon Hepanostica) og anti-LAV/HTLV-III (Organon Vironostica). Starfsmenn voru spurðir um stunguóhöpp síðustu 12 mánuðina og hvort þeir hefðu þegið blóð síðustu 5 árin. Niðurstöður. Fimm starfsmenn reyndust hafa bæði anti-HBc og anti-HBs og tveir höfðu eingöngu anti-HBs. Enginn hafði HBsAg. 13/40 eða 27% starfsmannanna höfðu þannig mótefni gegn HBV. 11/48 eða 23% höfðu anti-HBc. Af 21 starfsmanni sem var seróneikvæður 1979 reyndust nú fjórir vera með anti-HBc. Á sex árum höfðu því 19% seroconverterað. Enginn mældist með anti-LAV/HTLV-III. 20/48 eða 42% starfsmannanna höfðu orðið fyrir stunguóhöppum. Flest óhöppin áttu sér stað við blóðtöku eða í 32/36 (89%) tilvikum. I 17/32 (53%) tilvikum var verið að setja hlífðarhulstur yfir nál að lokinni blóðtöku. Marktækt samband var milli árafjölda í starfi og fjölda stunguóhappa (x2= 12.847, p<0,002). Einnig var marktækt samband milli aldurs starfsmanna og mótefna gegn HBV (xz = 9.971, p<0,05).Hlutfallsleg aukning varð á HBV mótefnajákvæðum starfsmönnum með vaxandi starfsaldri en munurinn reyndist ekki marktækur. Ekki var marktækt samband milli stungufjölda og anti-HBc. Einn starfsmaður fékk blóðgjöf á tímabilinu og reyndist hann ekki hafa mótefni gegn HBV. Einn starfsmaður, sem hafði bæði anti-HBc og anti-HBs, hafði sögu um klíníska gulu. Umræða. Anti-HBc er sterkari vísbending um smit en anti-HBs. Ef mið er tekið af anti-HBc er algengi HBV sýkingar nú 23% en var einungis 8,1% 1979. Borið saman við samanburðahóp frá 1979 er nú algengi smits marktækt hærra meðal starfsfólks deildarinnar (x2 = 13.900, p<0,001). Nýgengi HBV sýkingar meðal starfsfólksins er um 3% á ári. Niðurstöðurnar benda því til þess að tímabært sé að bjóða starfsfólkinu upp á bólusetningu gegn HBV. Ekki hefur orðið vart við smit af völdum LAV/HTLV-III jákvæðum sýnum við deildina. Niðurstöðurnar benda til þess að verulega megi draga úr stunguóhöppum með bættum vinnuaðferðum. KLÍNÍSK RANNSÓKN Á VIRKNI AZTREONAMS GEGN SÝKINGUM AF VÖLDUM GRAM NEIKVÆÐRA AEROB STAFA S. Hugrún Ríkharðsdóttir, Haraldur Briem. Lyflækninga- og rannsóknadcildir Borgarspítalans. Aztreonam er nýtt sýklalyf af flokki monobactam sýklalyfja sem eru einungis virk gegn gram neikvæðum aerob stöfum. Þegar aztreonam er gefið með sýklalyfjum sem eru virk gegn gram jákvæðum kokkum eða anaerobum ætti að fást breið virkni gegn alvarlegum bakteríal sýkingum. Tilgangur rannsóknar þessarar var að meta virkni og öryggi aztreonams gefið ásamt öðru sýklalyfi í meðferð alvarlegra sýkinga af völdum baktería. Efniviður og aðferð. Upphaflega gengu inn í rannsóknina 25 sjúklingar en sex þeirra féllu út. Tveir vegna aukaverkana aztreonams og fjórir þar sem etiologia greindist ekki eða sýking reyndist orsökuð af St. epidermidis. Meðalaldur þeirra 19 sem fullnaðarmeðferð fengu var 60 ár (mörk 16-88 ár). Aztreonam var gefið iv, byrjunarskammtur var 2g x 3 sem var minnkaður í lgx 3 ef um sýkingu í þvagfærum var að ræða. Lyf sem upphaflega voru gefin með aztreonami voru penicillin, cloxacillin, vancomycin, clindamycin eða metronidazol. Niðurstöður. Átta sjúklingar voru með sýkingu í þvagfærum en af þeim voru þrír með septicemiu einnig. Sex af þeim voru með E. coli en tveir með Ps. aeruginosa. Meðferðartíminn var tíu dagar til fjórar vikur. Sex fengu bata, en í báðum tilvikum þegar Ps. aeruginosa var orsökin var um bakslag (relaps) að ræða. Sex sjúklingar voru með osteomyelitis, tveir vegna Pr. mirabilis, tveir vegna Ent. cloacae, einn vegna E. coli og einn vegna Ps. aeruginosa. Meðferðartími var 2-7 vikur og fengu allir bata. Tveir voru með septicemiu vegna E. coli (fókus óþekktur), annar fékk bata eftir tveggja vikna meðferð en hinn lést á áttunda degi meðferðar. Einn var með abcess undir fæti vegna E. coli, einn var með empyema vegna E. coli og einn var með sýkingu við dacron graft í a. femoralis vegna Ps. aeruginosa. Meðferðartími var 11 dagar til sex vikur og allir fengu bata. Á meðan á meðferð stóð fengu 5/19 (26%) tímabundna eosinofiliu (3/6 sem féllu úr rannsókninni fengu eosinofiliu), 7/19 (37%) fengu tímabundna transamínasahækkun og 2/19 (11%) fengu húðútbrot (2/6 sem féllu út fengu útbrot). Unrœða. Aztreonam virðist vera gagnlegt lyf við alvarlegum sýkingum af völdum gram neikvæðra aerob baktería. 16/19 (84%) fengu bata. Einkum var meðferðin árangursrík við osteomyelitis en tvisvar var um bakslag að ræða þegar um þvagfærasýkingu af völdum Ps. aeruginosa var að ræða. Sá sem lést var með langt genginn sjúkdóm af völdum multiple myeloma. Af aukaverkunum voru transamínasahækkanir algengastar en yfirleitt voru þær vægar. í tveimur tilvikum var meðferð hætt vegna húðútbrota. HJARTAÞELSBÓLGA Á ÍSLANDI 1976-1985. Nýgengi, orsakir, afdrif Þ. Herbert Eiriksson, Guðmundur Þorgeirsson, Sigurður B. Þorsteinsson. Lyflækningadeild Landspítalans. Tíðni hjartaþelsbólgu á íslandi árin 1976-1985 var
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.