Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1986, Side 47

Læknablaðið - 15.12.1986, Side 47
LÆKNABLAÐIÐ 351 könnuð með athugun sjúkraskýrslna á sjúkrahúsum landsins, auk þess sem krufningaskýrslur voru kannaðar. Alls fundust 71 sýking hjá 67 einstaklingum. Tíðni hjartaþelsbólgu var 2,96/100þús. íbúa/ár. Algengustu sýklategundir voru streptokokkar, alls 30, þar af streptokokkus viridans 14 og streptokokkus non-hemolyticus átta og staph. aureus, sem ræktaðist í 17 tilvikum. Langflestar sýkingarnar voru í vi. hjartalokum og í átta tilfellum var um sýkingu í gerviloku að ræða. Af þeim sem veiktust höfðu 42 (59,1%) haft auknar líkur á að fá hjartaþelsbólgu vegna hjartasjúkdóms eða af öðrum ástæðum og í tveimur tilvikum virtist skortur á fyrirbyggjandi sýklalyfjagjöf við tannaðgerðir hafa valdið sýkingum. Við innlögn var ekki lýst hjartahljóði hjá 20 sjúklingum og skráning á skoðun m.t.t. húð- og augnbotnabreytinga er fylgt geta hjartaþelsbólgu var oft ónákvæm. Við innlögn voru 34 sjúklingar (47,8%) með 10.000 hvít blóðkorn/mícrólítra eða færri, hins vegar höfðu 56 þeirra (78,8%) sökk yfir 20mm/klst. Hjartaómskoðun var gerð á 29 sjúklingum, hjá 21 þeirra (72,4%) fundust jákvæð teikn um hjartaþelsbólgu og í nokkrum tilvikum var sjúkdómsgreiningin byggð á niðurstöðum ómskoðunar. Alls þurftu níu sjúklingar lokuaðgerð vegna hjartaþelsbólgu. Tuttugu og fjórir sjúklingar (33,8%) dóu og í 14 tilvikum greindist sjúkdómurinn fyrst við krufningu. Af þeim 24 sjúklingum sem dóu höfðu fimm fengið viðeigandi sýklalyf lengur en í sjö daga fyrir andlátið. ÚTBREIÐSLA HTLV-III/LAV SMITS Á ÍSLANDI Kristján Erlendsson, Haraldur Briem, Sigurður B. Þorsteinsson, Sigurður Guðmundsson, Helgi Valdimarsson, Leifur Franzson, Björg Rafnar, Jóhannes Bergsveinsson. Lyflækningadeild Landspítalans, lyflækningadeild Borgarspítalans, Rannsóknastofa H.í. í ónæmisfræði, rannsóknadeild Borgarspítalans, rannsóknastoía H.í. í veirufræöi, geðdeild Landspítalans. Samræmdar aðgerðir hafa verið gerðar frá því í október 1985 til að fylgjast með útbreiðslu HTLV-llI/LAV smits á íslandi. Mæld hafa verið mótefni í blóði einstaklinga, sem einhverjar líkur eru á að hafi smitast, einkum hommum og bisexual karlmönnum, i.v. eiturlyfjaneytendum og þeim sem hafa haft kynmök við einhverja úr áhættuhópum. Þá hafa verið mæld mótefni hjá nokkrum dreyrasjúklingum og skimpróf við blóðgjafir eru nú komin í fastar skorður. 1985 01.01-31.03 86 Alls Áhættuhópar F* P** W F P (*> F P (%) Hommar/ Bisexual .... 51 14 (27,5)34 3 (8,8) 85 17 (20,0) Eitur- lyfjaneyt. ... 50 2 (4,0) 17 3 (17,6) 67 5 (7,4) Mök við áhættuhópa karl 72 1 (1,4) 19 0 (0,0) 91 1 (1,1) kona 43 0 (0,0) 17 0 (0,0) 60 0 (0,0) Dreyrasjúkl. 11 0 (0,0) 0 0 (0,0) 11 0 (0,0) Samtals 227 37 (7,5) 87 6 (6,9) 314 23 (7,3) Af þeim sem mældust með mótefni 31/3 1986 höfðu tveir haft AIDS og er annar þeirra látinn, einn hefur ARC (AIDS related complex), sjö LAS (Lymphadenopathy syndrome) og 13 án einkenna. Fimmtán eru á aldrinum 20-29 ára, sex á aldrinum 30-39 ára og tveir 40-49 ára. Ýmislegt bendir til þess að smit hafi borist hingað til lands á árinu 1981 en af smituðum virðast 10 hafa smitast erlendis, níu hérlendis en ekki er vitað um fjóra. Af smituðum eru hommar/bisexuel 73,9%, i.v. eiturlyfjaneytendur 21,7% og smit með mökum við áhættuhópa4,3%. Skipting sem ekki er ólík því sem sést erlendis. Tölur þessar eru lágar en AIDS tilfelli skipa okkur á bekk með þeim hæstu í Evrópu, (8,3/miljón). Sýnt verður tengslagraf nokkurra smitaðra homma. KLÍNÍSK EINKENNI SJÚKLINGA MEÐ ALNÆMI OG FORSTIGSEINKENNI ÞESS Á ÍSLANDI Sigurður Guðmundsson, Haraldur Briem, Kristján Erlendsson, Sigurður B. Þorsteinsson, Jóhannes Björnsson. Lyflækningadeildir Borgarspítalans og Landspítalans, rannsóknastofa Háskólans i meinafræði. í lok apríl 1986 höfðu 23 einstaklingar greinst með LAV/HTLV-III sýkingu á íslandi. Þar af hafa 10 haft einkenni. Átta af 17 (47%) smituðum hommum og tveir af fimm (40%) smituðum lyfjafíknum einstaklingum reyndust hafa einkenni. Tveir sjúklingar hafa haft alnæmi (AIDS) og átta einkenni um forstig alnæmis, þar af einn »AIDS-related complex« (ARC) og sjö »lymphadenopathy syndrome« (LAS). Allir þessir sjúklingar hafa verið úr þekktum áhættuhópum sjúkdómsins. Hvorugur alnæmissjúklinganna fannst við þá skipulögðu leitarstarfsemi sem farið hefur fram hérlendis undanfarið ár. Greining allra byggðist á einkennum og tilvist mótefna gegn LAV/HTLV-III í serum mældum með ELISA (Organon Vironostica) og Western blot aðferðum. Titer anti LAV/HTLV-III mótefna í þessum sjúklingum var 1/50.000-1/250.000. Allir sjúklingarnir með LAS höfðu dreifðar eitlastækkanir undir holhöndum, á hálsi og í nárum, en ekki önnur einkenni. Sjúklingurinn með ARC hafði stækkaða eitla, niðurgang, megrun og nætursvita. Annar sjúklinganna með alnæmi er látinn. Hann hafði LAV/HTLV-III encephalititis með heilarýrnun, Cryptococcus neoformans meningitis, dreifða Mycobacterium avium-intracellulare sýkingu í blóðrás, heila, lungum, lifur og meltingarvegi auk interstitial pneumonitis, líklega af völdum LAV/HTLV-III eða cytomegalovirus. Hinn sjúklingurinn hefur haft Candida albicans oesophagitis og Pneumocystes carinii pneumoniu. Báðir höfðu merki um gamla Epstein-Barr veirusýkingu, en hvorugur hafði fengið syphilis, hepatitis B eða A. T4 frumur beggja voru mjög fáar. Sjúkrasögum þessara sjúklinga og meðferð verður lýst. Sýking af völdum LAV/HTLV-III getur valdið margvíslegum einkennum og er nauðsynlegt fyrir heilbrigðisstarfsfólk í landinu að hafa vakandi auga fyrir þeim.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.