Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1986, Side 48

Læknablaðið - 15.12.1986, Side 48
352 LÆKNABLAÐIÐ KREATIN KINASA ÍSOENSYM BB í MÆNUVÖKVA SJÚKLINGA MEÐ BRÁÐA SJÚKDÓMA í MIÐTAUGAKERFI. MÆLIKVARÐI Á HEILASKEMMDIR Ásgeir Böðvarsson, Hannes Stephensen, Felix Valsson, Leifur Franzson, Haraldur Briem. Lyflækninga-, heila- og taugaskurðlækninga-, svæfinga- og rannsóknadeildir Borgarspítalans. Kreatin kinasi (CK, EC 2.7.3.2.) er samsettur úr a.m.k. þremur ísóensýmum sem finnast aðallega í þverrákóttum vöðvum (MM), hjartavöðva (MB) og heilavef (BB). Hátt magn CK BB hefur fundist í mænuvökva (MV) sjúklinga með mismunandi neurologíska sjúkdóma og er það talið endurspegla skemmdir í heilavef. Tilgangur rannsóknar þessarar er að meta gildi CK BB mælinga í mænuvökva til að spá fyrir um horfur sjúklinga með bráða sjúkdóma í miðtaugakerfi (MTK). Efniviður og aðferð. Athuguð voru 218 MV sýni frá 130 sjúklingum (meðalaldur 50 ár, mörk 14-96 ár). f samanburðarhópi voru 59 sjúklingar sem ekki höfðu merki um sjúkdóm í MTK. Níu sjúklingar voru með meðvitundarskerðingu vegna hjartastöðvunar, 19 voru með sýkingu í MTK, 18 voru með thrombosis cerebri, 10 voru með blæðingar í MTK, 4 voru með heilaæxli og 11 höfðu mismunandi sjúkdóma í miðtaugakerfinu. Fylgikvillar voru metnir við útskrift og var þeim skipt í þrjú stig: I = engir fylgikvillar, II = greinanlegir neurólógískir fylgikvillar og III = heiladauði. MV sýnin voru geymd við -20°C þar til þau voru rannsökuð með radioimmunoassay (CARDIO-Chek (R), CK-B RIA KIT, Nuclear Medical Systems, CLA, USA). Breytistuðull (coefficient og variation) var 8% við 5 pg/1, 3,5% við 10 pg/1 og 3% við 100 pg/1. Stuðst var við Mann-Whitney test við statistíska úrvinnslu. Niðurstöður. Borið saman við sjúklinga án fylgikvilla (stig I) var marktæk aukning á CK BB magni í MV sjúklinga með fylgikvilla (stig II og III) við komu, 24 og 48 tímum eftir komu (p < 0,001) og 72 tímum eftir komu (p< 0,002). Við komu mældist CK BB magnið á stigi I 0,64 pg/l±0,33 pg/1 (meðaltal±SEM), á stigi II 45,4 pg/l±28,2 pg/1 og á stigi III 132,6 pg/l±99,4 pg/1. Meðaltalsaukning CK BB náði hámarki 72 tímum eftir komu á stigi III og var þá 260,3 pg/l±54,8 pg/1 en fór síðan lækkandi og var komið niður í 6,7 pg/l±4,2 pg/1 eftir sjö daga frá komu. Munurinn milli magns CK BB í MV milli stigs II og III var ekki marktækur við komu en var marktækt hærri á stigi III borinn saman við stig II 24 tímum (p<0,01), 48 tímum (p<0,05) og 72 tímum (p<0,05) eftir komu. Unrœða. Niðurstöður benda til þess að mæling á CK BB í MV hafi forspárgildi fyrir neurológíska fylgikvilla bráðra sjúkdóma í MTK og að magn CK BB sé tengt því hver mikill skaðinn verður. BAKTEREMIA Á BORGARSPÍTALANUM 1976-1985. KLÍNÍSK RANNSÓKN S. Hugrún Ríkharósdóttir, Sigurður Guðmundsson, Haraldur Briem. Lyflækningadeild Borgarspítalans. Á undanförnum áratugum hafa orðið verulegar breytingar á nýgengi og orsök bakteremia. Nýgengi bakteremia er mismunandi eftir sjúkrahúsum og löndum og er tíðnin hærri í Bandaríkjunum en í Vestur-Evrópu. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna nýgengi og orsök bakteremia á Borgarspítalanum (BSP) á 10 ára tímabili 1976-1985. Efniviður og aðferð. Allar jákvæðar niðurstöður blóðræktana frá BSP voru fundnar á sýkladeild rannsóknastofu Háskólans og síðan voru sjúkraskrár athugaðar. Öll tilfelli sem talin voru mengun voru útilokuð úr rannsókninni. Bakteremiur sem greindust á þriðja degi eftir innlögn eða síðar voru skilgreindar sem spítalasýkingar (SS) en þær sem greindust fyrr töldust utan spítalasýkingar (US). Niðurstöður. Á 10 ára tímabilinu greindist 381 bakteremia. Nýgengið var lægst 1976 eða 2,6/1000 innlagnir en var 5,9/1000 innlagnir 1985. Hæst var nýgengið 1981 eða 6,0/1000 innlagnir. Á rannsóknartímabilinu var aukning á nýgengi bakteremia marktæk (r = 0,645, p<0,05). Dánartíðnin var að meðaltali 18,8% lægst 1976 eða 6,7% en hæst 1981 eða 25%. Af þeim sem sýktust voru 54,4% karlar. Dánartíðni karla var 19,8% en kvenna 15,5%. Algengi bakteremia fór marktækt hækkandi með vaxandi aldri og var 2,3/1000 í aldurshópnum 10-19 ára en 12,3/1000 hjá þeim sem voru >90 ára (r = 0,89, p< 0,001). Dánartíðnin jókst marktækt með vaxandi aldri (r = 0,94, p<0,001) og var 5% í yngsta og 29,4% í elsta hópnum. Algengasta orsök bakteremia reyndist vera E. coli eða 31,8%, þá St. aureus 17,1%, St. epidermidis 11,3%, Str. pneumoniae 6,8% og aðrir streptokokkar 8,4%. Klebsiella sp. greindist hjá 5,5%, enterobacter sp hjá 4,7% og pseudomonas sp. hjá 2,6% en aðrar orsakir voru fátíðari. Blandaðar sýkingar fundust í 7,1% tilfella. Dánatíðnin var hæst í bakteremium af völdum pseudomonas og candida eða 50%, St. aureus 20%, Str. pneumoniae 19,2%, St. epidermidis 18,6% og E. coli 16,5%. Fyrri hluta tímabilsins fóru SS vaxandi en frá 1983 hefur þeim fækkað. í heild voru SS 51% bakteremia. Bakteremiur af völdum St. aureus og St. epidermidis voru marktækt algengari í SS (x2 = 5.031; p<0.03 resp. x2 = 5,889, p<0,02) en Str. pnuemoniae var marktækt algengari í US (x2= 12,814, p<0,001). N. meningitides, N. gonorrhea og H. influenzae greindust einungis í US. Enginn munur var á orsök bakteremia hjá neutropen sjúklingum og sjúklingahópum í heild. Sérstaklega reyndust pseudomonassýkingar fátíðar í alvarlegri neuropeniu. Umrœða. Nýgengi bakteremia hefur aukist á BSP og er nú um 6/1000 innlagnir sem er lægri tíðni en víða annars staðar. Bakteremiur af völdum stafylokokka eru áberandi vandamál í SS. Neurotropen sjúklingar hafa svipaða orsök fyrir bakteremium og aðrir. Niðurstöðurnar geta þvi verið leiðbeinandi um sýklalyfjaval við upphafsmeðferð bakteremia. GEISLAMERKTAR HVÍTFRUMUR NOTAÐAR TIL AÐ FINNA SÝKINGARHREIÐUR OG TIL MATS Á BÓLGU Ásbjöm Sigfússon, Eysteinn Pétursson. Rannsóknastofa Háskólans í ónæmisfræði, rannsóknastofa í meinafræði, ísótópastofa Landspítalanum. Hægt er að merkja hvítfrumur með Indium 111 án þess að gera frumurnar óstarfhæfar. Þetta hefur verið notað

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.