Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1986, Síða 53

Læknablaðið - 15.12.1986, Síða 53
LÆKNABLAÐIÐ 357 KRANSÆÐASTÍFLA Á LANDAKOTSSPÍTALA 1981-1985 Unnur Steina Björnsdótlir, Sigurður Thorlacius, Ásgeir Jónsson, Guðjón Lárusson. Landakot. Rannsóknin nær til 325 sjúklinga, sem lagðir voru inn á Landakotsspítala 343 sinnum á árunum 1981 til 1985, vegna bráðrar kransæðastíflu. Sjúkdómsgreiningin byggist á skilmerkjum WHO. Sjúklingarnir voru á aldrinum 37 til 98 ára (meðalaldur 68 ár), 233 karlar (meðalaldur 66 ár) og 110 konur (meðalaldur 72 ár). í 324 tilvikum (94,5%) voru klínísk einkenni dæmigerð. Hvatar mældust hækkaðir í 305 tilvikum (88,9%). Hjartarit sýndi drep í gegn um vegg í 225 tilvikum (65,6%) (framvegg 134, bakvegg 86, bæði fram- og bakvegg 5), drep undir hjartaþeli í 84 tilvikum (24,5%) og í 34 tilvikum (9,9%) var ekki unnt að greina hjartadrepsbreytingar. Fyrri saga um kransæðastíflu fékkst fram í 93 tilvikum (88 sj.) og saga um hjartakveisu i 199 tilvikum (185 sj.). í 323 tilvikum voru sj. innlagðir vegna gruns um kransæðastíflu, en í 20 tilvikum (5,8%) lágu sj. á sjúkrahúsinu vegna annarra sjúkdóma, en fengu bráða kransæðastíflu í legunni. Meðallegudagafjöldi þeirra sem lagðir voru inn vegna kransæðastíflu var 18,5 dagar. 55 sj. (16,0%) dóu. Ef eingöngu er athuguð dánartíðni þeirra sem lagðir voru inn vegna kransæðastíflu kemur fram að 41 dó (12,7%). Hjartabilun greindist í 107 tilvikum (31,2%), lost í 36 tilvikum (10,5%), hvort tveggja í 26 tilvikum (7,6%). Af þeim sem höfðu hjartabilun og lost dóu 20 (76,9%), af þeim 81 sem höfðu hjartabilun eingöngu dóu 14 (17,3%) og af þeim 10 sem höfðu lost eingöngu dóu (70%). Einhvers konar hjartsláttartruflanir greindust í 148 kransæðastíflutilvikum (43,1%). Af þeim sem höfðu bakveggsdrep fengu 36 hjartsláttartruflun (39,6%), 20 hjartabilun (22,0%), lost (8,8%) og 13 dóu (14,3%). Af þeim sem höfðu framveggsdrep fengu 66 hjartsláttartruflun (47,4%), 59 hjartabilun (42,4%), 22 lost (15,8%) og 28 dóu (20,1%). Af þeim sem höfðu drep undir hjartaþeli fengu 37 hjartsláttartruflun (44,0%), 33 hjartabilun (26,2%), lost (6,0%) og dóu (8,3%). Af þeim 55 sem dóu, voru 44 krufðir (80%) og var kransæðastíflugreiningin staðfest í öllum tilvikum. MÝÓGLÓBÍNMÆLINGAR TIL GREININGAR Á HJARTADREPI Óskar Einarsson, Gestur Þorgeirsson, Leifur Franzson, Eggert Jóhannsson. Lyflækninga- og rannsóknadeildir Borgarspítalans. Á sex mánaða tímabili árið 1985 var framkvæmd rannsókn er var ætlað að kanna notagildi mælinga á nýóglóbíni í blóðvökva til greiningar og útilokunar á bráðu hjartadrepi. Blóðsýni voru dregin við komu sjúklinga er ástæða þótti til að gruna brátt hjartadrep. Endurtekin sýnataka fór fram 2, 4, 12 og 24 klst. eftir komu sjúklinga. Sérstaklega var leitast við að tímasetja upphaf einkenna er leiddu til innlagnar. Alls voru dregin sýni úr 147 sjúklingum. í fyrsta áfanga voru mæld mýóglóbíngildi í sýnum 56 sjúklinga seem valdir voru af tilviljun. Aöferö: Mýóglóbínþéttni var ákvörðuð með geislaónæmisaðferð (RIA: radioimmunoassay). Viðmiðunarmörk mýóglóbíns í sermi eru ákveðin 6-85ng/ml. Auk mýóglóbíns var mælt kreatínínkínasi (CK), kreatínínkínasa MB hlutfall (CK-MB), laktatdehýdrógenasi (LDH) og hýdróxýbútýratdehýdrógenasi (HBDH). Niðurstöður: Af þeim 56 sem rannsakaðir voru uppfylltu þrír ekki inntökuskilyrði vegna nýrnabilunar í tveimur tilvikum og vöðvasjúkdóms í einu. Auk þessa var í upphafi ákveðið að útiloka þá sem höfðu orðið fyrir ákverkum á þverrákóttum vöðvum en þetta þrennt er þekkt að valda mýóglóbínhækkun í sermi. Þeir sem eftir voru skiptust í þrjá hópa er voru sambærilegir hvað varðaði tíma frá upphafi einkenna. í fyrsta hópnum voru 22 sem uppfylltu hefðbundin skilyrði bráðs hjartadreps og voru greindir sem slíkir. Við komu mældist mýóglóbínhækkun hjá 19 (86%), 20 (19%) eftir klst. og 22 (100%) eftir 4 klst. Sambærileg gildi fyrir CK-MB voru (27%), 12 (55%) og 16 (73%). Mýóglóbín reyndist ná hámarki (»mean peak«) 5 klst. frá upphafi einkenna. 31 uppfylltu ekki skilyrðum bráðs hjartadreps en skiptust í tvo hópa samkvæmt mýóglóbínmælingum. Annars vegar voru 15 með eðlileg gildi (meðaltal = 50) en hins vegar 16 með hækkun mýóglóbíngilda (meðaltal= 108). Marktækur munur er milli þessara hópa (t-prófun: p< 0,0005). Einnig var marktækur munur á mýóglóbíngildum hópanna á öllum tímum nema á sýnum teknum sólarhring eftir innlögn. mýdg sýni □ hópur II □ Hópur III Súlurit 1. Umrœða: í rannsókn þessari hækkaði mýóglóbín fyrr og hjá fleirum en CK-MB og var mjög næmt til greiningar á hjartadrepi. Flestir þeirra sem greindir voru án hjartadreps en fengu mýóglóbínshækkanir höfðu langstæða brjóstverki oft lengur en klukkustund. Hjá 12 sjúklingum fylgdu línuritsbreytingar er gátu samrýmst súrefnisskorti. í flestum tilvikum var um hvikula hjartaöng að ræða, sjúklingar fengu síðar brátt hjartadrep og þrír þeirra hjartastopp. Þessir skipa sérstakan áhættuflokk og eru allar líkur til að mýóglóbínhækkunin stafi af ógegndrægu hjartadrepi þó hefðbundnar ensímmælingar greini slíkt ekki. Rannsókn þessi styður því, að mýóglóbínmælingar séu í raun afar næm aðferð til að greina hjartadrep. Frekari könnun á sérhæfni rannsóknarinnar er þó greinilega þörf.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.